Fréttablaðið - 11.10.2002, Síða 4
WASHINGTON, AP Tveggja manna er
leitað í tengslum við morð sem
framið var á miðvikudagskvöld á
bensínstöð í Virginíuríki, um það
bil 50 kílómetra vestur af Was-
hington í Bandaríkjunum. Menn-
irnir tveir sáust aka á brott í hvítri
bifreið af gerðinni Dodge Caravan
eftir morðið á bensínstöðinni.
Grunur leikur á því að þarna séu
sömu menn að verki og skotið hafa
á átta aðra undanfarna daga í Was-
hington og nágrenni. Sex þeirra lét-
ust en tvö voru flutt á sjúkrahús.
Maðurinn, sem myrtur var á
miðvikudaginn, var nýbúinn að
borga fyrir bensín á bílinn sinn
þegar hann varð fyrir skoti. Eins og
í hin skiptin var skotið á hann úr
töluverðri fjarlægð.
Kona, sem varð fyrir skoti á
föstudag, var útskrifuð af sjúkra-
húsi á miðvikudaginn. Þrettán ára
drengur, sem varð fyrir skoti á
mánudaginn, liggur hins vegar enn
þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Morðinginn virðist hafa skilið
eftir sig skilaboð á mánudaginn.
Tarotspil fannst á vettvangi
skammt frá tómu skothylki. Á spil-
inu stóðu þessi orð: „Kæri lögreglu-
þjónn, ég er Guð.“
Charles Moose, lögreglustjóri í
Montgomerysýslu, gaf í skyn í gær
heldur reiðilega að upplýsingum
um þessi skilaboð hefði verið lekið
til fjölmiðla án heimildar frá lög-
reglunni.
Í gær skýrði dagblaðið Was-
hington Post frá því að fyrir neðan
þessi skilaboð hefði verið hand-
skrifuð beiðni um að fjölmiðlum
verði ekki sagt frá spilinu. Lögregl-
an virðist hafa gert sér vonir um,
að morðinginn hefði haft samband
aftur ef upplýsingunum hefði ekki
verið lekið til fjölmiðla.
Ekki er óþekkt að fjöldamorð-
ingjar skilji eftir sig skilaboð af
ýmsu tagi. Hinn alræmdi banda-
ríski morðingi David Berkovitz,
sem myrti sex manns á árunum
1976-77, lét lögregluna finna eftir
sig skilaboð, þar sem á stóð: „Ég er
skrýmsli. Ég er sonur Sáms.“ Þessi
orð komust fljótlega í fjölmiðla og
gengur Berkovitz enn undir nafn-
inu Sonur Sáms.
„Hann sagði að sér þætti örvan-
di að sjá bréfin sín í blöðunum,“
segir Robert K. Ressler, fyrrver-
andi starfsmaður bandarísku alrík-
islögreglunnar, sem yfirheyrði
Berkovitz á sínum tíma. „Jafnvel
þótt hann einn viti það, þá veitir al-
ræmd frægðin misheppnuðum
manni vissa fullnægju. Þetta er að-
ferð til að hafa völd og áhrif í þjóð-
félaginu.“
4 11. október 2002 FÖSTUDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR
ALÞINGI
LEIÐRÉTT
ALÞINGI „Það er mjög alvarlegt
mál, og væri það í öllum þjóðþing-
um, þegar forsetar þinga láta frá
sér ummæli af þessu tagi,“
sagði Lúðvík Bergvinsson,
Samfylkingu, við upphaf
þingfundar í gær. Hann
gerði athugasemd við um-
mæli Halldórs Blöndals,
forseta Alþingis, þess efnis
að forstöðumaður sam-
keppnissviðs Samkeppnis-
stofnunar hefði farið með
rangt mál og brugðist emb-
ættisskyldum sínum.
Lúðvík sagði að svo virt-
ist sem karaktereinkenni
þingforsetans yllu því að
hann kæmist upp með ummæli
sem enginn annar kæmist upp
með. Með þessu hefði Halldór op-
inberað vanþekkingu sína á því
máli sem hann hefði verið að
ræða. Lúðvík kvaðst harma um-
mæli þingforsetans en sagði
Halldór sem betur fer mest
megnis starfa á ábyrgð
þingmeirihlutans.
Halldór var ekki við um-
ræðuna. Hann lagði hins
vegar fram fyrirspurn til
viðskiptaráðherra. Þar
spurði hann hvað forstöðu-
maðurinn hefði átt við í við-
tali í DV þegar hann sagði
að stefnubreyting hafi orðið
hjá stóru keðjunum á mat-
vælamarkaði í samskiptum
við birgja.
Ekki stendur til að tengja fyrir-huguð gatnamót Reykjanes-
brautar og Stekkjarbakka við
Sundabraut, eins og sagði í
Fréttablaðinu á þriðjudag. Ólafur
Bjarnason, yfirverkfræðingur
borgarverkfræðings, sagði hins
vegar að mögulega yrði hægt að
tengja þau göngum undir Foss-
voginn.
Flugumferðarstjórar:
Við stjórn í
Pristina
ALÞJÓÐASTARF Átta íslenskir flug-
umferðarstjórar eru farnir til
Kosovo. Þeir taka við flugumferð-
arstjórn flugvallarins í Pristina úr
höndum ítalska flughersins. Flug-
umferðarstjórarnir fara á vegum
Íslensku friðargæslunnar. Flug-
umferðarstjórnin í Pristina er
hluti af starfi alþjóðaliðs Atlants-
hafsbandalagsins.
Auk þess að flugumferðar-
stjórnar verður unnið að öflun
tækja og búnaðar sem eru nauð-
synleg fyrir rekstur flugvallarins.
Þá verða innlendir starfsmenn
þjálfaðir til að taka við yfirstjórn
flugvallarins þegar fram í sækir.
VARAMAÐUR TEKUR SÆTI Ólafía
Ingólfsdóttir, varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Suður-
landskjördæmi, hefur tekið sæti á
Alþingi. Hún kemur inn í stað Ís-
ólfs Gylfa Pálmasonar.
MEÐFERÐARDEILD GEÐSJÚKRA
AFBROTAMANNA Ísólfur Gylfi
Pálmason hefur lagt fram þingsá-
lyktunartillögu um að hafin verði
undirbúningur að uppbyggingu
meðferðardeildar fyrir sakhæfa
geðsjúka afbrotamenn. Hún verði
í tengslum við Litla-Hraun, réttar-
geðdeildina að Sogni og Heilbrigð-
isstofnun Selfoss.
GRÆNLAND Fyrrverandi íbúar í Qa-
anaaq á Grænlandi, sem fyrir
nærri hálfri öld voru fluttir þaðan
nauðungarflutningum til þess að
bandaríski herinn fengi nægilegt
athafnasvigrúm í herstöðinni
Thule, vilja fara með mál sitt fyrir
hæstarétt í Danmörku.
Ekki er þó útlit fyrir að þeim
takist það. Íbúarnir brottfluttu fór
fram á að danska ríkið felldi niður
málskostnað í þessu máli, en því
var hafnað. Til þess að málið geti
farið fyrir hæstarétt verður því að
reiða fram 6,3 milljónir danskra
króna, eða nærri 73 milljónir ís-
lenskra króna. Þessa upphæð ræð-
ur fólkið frá Qaanaaq engan veginn
við að greiða. Þeir hafa þó ekki enn
gefist upp og fara nú fram á að Jon-
athan Motzfeld, formaður græn-
lensku landstjórnarinnar, ræði
málið við Dani.
Frá þessu er skýrt á grænlenska
fréttavegnum Atagu. Þar segir ein-
nig að Motzfeld líti svo á að þetta
mál komi honum ekkert við. Það sé
eingöngu á milli íbúanna frá Qa-
anaaq og danska ríkisins.
Tveggja manna leitað
Morðtilræði skyttunnar í Bandaríkjunum orðin níu. Tveir menn sáust
aka brott á hvítum bíl. Morðinginn vildi ekki að skilaboð sín til
lögreglunnar rötuðu í fjölmiðla.
AP
/E
D
B
ET
Z
LEIFAR BANDARÍSKA
HERSINS Á GRÆNLANDI
Fyrir nærri hálfri öld voru íbúar í Qaanaaq
fluttir nauðungarflutningum til þess að
hliðra til fyrir bandaríska hernum. Þeir eru
enn að leita réttar síns.
Thulefólkið á Grænlandi:
Gengur illa
að leita réttar síns
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
N
G
Ó
HALLDÓR
BLÖNDAL
Vill að viðskiptaráðherra skýri
hvað liggur að baki orðum
starfsmanns Samkeppnis-
stofnunar.
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
Gagnrýndi Halldór Blöndal
fyrir ásakanir hans í garð
starfsmanns Samkeppnis-
stofnunar.
Þingforseti atyrtur úr ræðustól:
Kemst upp með meira en aðrir
LÖGREGLAN Á VETTVANGI MORÐS
Lögreglan í bænum Manassas í Virginíuríki, skammt frá Washington, leitaði ákaft að vísbendingum á bensínstöðinni þar sem maður var
myrtur í fyrrakvöld.
Sprengingin í Jemen:
Líklega
hryðjuverk
AL MUKALLA, JEMEN, AP Stjórnvöld í
Jemen útiloka ekki lengur að
sprengingin í franska olíuskipinu
Limburg hafi verið hryðjuverk.
Bæði Frakkar og Jemenar
vinna að rannsókn málsins. Báðar
þjóðir hafa samþykkt að starfa
saman að öllum þáttum rannsókn-
arinnar.
„Við höldum öllum dyrum opn-
um og erum að leita sannleikans,“
sagði Saeed Yafaei, samgönguráð-
herra í Jemen, sem fer með yfir-
stjórn rannsóknarinnar. Stjórn-
völd í Jemen vilja hrista af sér
það orð, að landið sé gróðrarstía
hryðjuverka. Þau segjast standa
af heilum hug með Bandaríkjun-
um í stríðinu gegn hryðjuverkum.
Í gær kom fram í arabískum
fjölmiðlum yfirlýsing frá Aden-
Abyan, sem eru samtök herskárra
múslima í Jemen. Samtökin segj-
ast bera ábyrgð á sprengingunni í
skipinu síðastliðinn sunnudag.
Hubert Ardillon, skipstjóri á
Limburg, hefur frá upphafi sagst
sannfærður um að þetta hafi ver-
ið vísvitandi gert. Hann sagði að
sést hefði til báts sem nálgaðist
skipið skömmu áður en spreng-
ingin varð.
Bernard Valero, talsmaður
franska utanríkisráðuneytisins,
ítrekaði þó í gær þá afstöðu fran-
skra stjórnvalda að enn væri of
snemmt að slá neinu föstu um or-
sakir sprengingarinnar. Rann-
sóknin væri enn of skammt á veg
komin.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 87.19 -0.18%
Sterlingspund 136.39 0.60%
Dönsk króna 11.61 0.72%
Evra 86.26 0.72%
Gengisvístala krónu 129,63
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 366
Velta 9,3 m
ICEX-15 1.310 -0,23%
Mestu viðskipti
Pharmaco hf. 397.077.000
Búnaðarbankinn hf. 101.098.000
Landsbankinn hf. 75.888.000
Mesta hækkun
Skýrr hf. 4,76%
Kögun hf. 4.59%
Landsbankinn hf. 2,17%
Mesta lækkun
Hraðfrystihús Eskifjarðar -6,10%
Össur hf. -2.94%
Búnaðarbankinn hf. -1.02%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7533,8 3,40%
Nsdaq*: 1163,5 4,43%
FTSE: 3777,3 0,90%
DAX: 2733,2 5,20%
Nikkei: 8439,6 -1,20%
S&P*: 801,4 3,20%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
BARÐI KOMINN HEIM Barði, nýr
skuttogari Síldarvinnslunnar er
kominn til heimahafnar. Barði var
upphaflega gerður út af Skipa-
kletti og hét þá Snæfugl. Síðar var
hann gerður út undir nafninu
Norma Mary í Skotlandi. svn.is
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
72,4%
Eru miklar líkur á því að
ríkisstjórnin klofni fyrir
kosningar?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig fer leikur Íslands og Skotlands?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
Nei
27,6%Já
RÍKISSTJÓRNIN HELDUR
Mikill meirihluta kjósenda á frett.is telur
ekki miklar líkur á því að ríkisstjórn Íslands
klofni fyrir kosningar.