Fréttablaðið - 11.10.2002, Síða 14

Fréttablaðið - 11.10.2002, Síða 14
Svo gæti farið að kærur á hendurleikkonunni Winonu Ryder um að hafa í fórum sínum lyfseðilsskylt lyf verði lagðar niður. Hún þarf samt að svara ákærum um búðarhnupl. Réttar- höldin í máli henn- ar hefjast á þriðju- dag. Hún er ákærð fyrir að stela fatn- aði fyrir 6 þúsund dollara (um 524 þúsund íslenskra króna) úr búð í desember síðastliðn- um. Upphaflegu teikningarnar af Fálk-anum úr fyrri Stjörnustríðsþrí- leiknum voru boðnar á uppboði í gær. Teikningarnar voru notaðar til þess að smíða sviðsmyndina sem var notuð í myndunum. „Geimskipið“ sem vegur um 32 tonn er nú í geym- slu í kvikmynda- veri í London. Búist er við því að teikn- ingin seljist á allt að 3000 pundum (rúmlega 406 þús- und íslenskra króna). Af öðrum munum sem kvik- myndaáhugamönnum verður gefið tækifæri til að eignast eru hjálmur Tom Hanks úr „Saving Private Ryan“, spjót úr „Gladiator“, kylfur úr Apaplánetunni og töfrasprota- kassi úr búð Ollivanders í fyrstu Harry Potter myndinni. Sjónvarpsleikaranum Robert Blake úr „Baretta“ þáttunum, sem ákærður er fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, var neitað um lausn gegn tryggingar- gjaldi. Hann hefur verið í gæsluvarð- haldi í tvo mánuði. Hann þarf því að dúsa í steininum fram til 11. desem- ber þegar réttarhöld hans byrja. Leikkonan Kristin Davis, semmargir þekkja úr þáttunum „Sex and the City“, seg- ist vera alkóhólisti. Hún hefur þó ekki bragðað áfengi í 12 ár. Hún hefur ein- nig uppljóstrað að drykkirnir sem hún fær með vinkonum sínum í þáttunum séu í rauninni gosdrykkir eða ávaxtasafar. Margir aðdáendur James Bonderu svekktir yfir því hversu mikið er af földum auglýsingum í nýju myndinni. Nokkrir sem hafa séð hana segja hana vera eins og „tveggja klukku- stunda auglýs- ingu“. Í myndinni er mikið gert úr því að sýna hvaða vörumerki njósn- arinn velur sér. Til dæmis notar hann Omega-úr, keyrir á Aston Martin-bíl, flýgur hjá British Airways, notar Samsonite-ferðatöskur og hlustar á Sony-ferðageislaspilara. Nú spyrja menn sig hvað líður langt þangað til að Bond pantar Coca Cola á barnum í stað vodka martini - „hristan, en ekki hrærðan“. 14 11. október 2002 FÖSTUDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10 XXX kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 8 og 10.50 kl. 6, og 10FÁLKAR kl. 10MAÐUR EINS OG ÉG THE BOURNE IDENTITY kl. 10.30 HAFIÐ kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10.05 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH kl. 4 VIT430 LILO OG STITCH m/ísl. tali 4 og 6 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.20 VIT427 HAFIÐ kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.20 VIT433 MAX KLEEBLE´S... 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.20 VIT427 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 444 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VIT 445 AUGNAPOPP Nýjar myndir í bíó þessa helg-ina eru spennumyndin „En- ough“ (Hingað og ekki lengra) með Jennifer Lopez, „The Salton Sea“ (Saltonsjór) glæpó um dóp- neyslu með endurreistum Val Kil- mer, og grínmyndin „The Guru“ (Lærimeistarinn). Tvær prýðilegar myndir ganga enn, spænska úrvalsmynd- in „Hable con ella“ (Spjallaðu við hana) eftir Pedro Almodovar og svo „Insomnia“ (Svefnleysi) eftir Christopher Nolan með Al Pacino í aðalhlutverki, en það er leynilöggumynd sem kemur veru- lega á óvart. Íslensku myndirnar „Hafið“ eftir Baltasar Kormák og „Fálk- ar“ eftir Friðrik Þór Friðriksson og „Maður eins og ég“ eftir Ró- bert Douglas halda sínu striki og það gerir líka vesturíslenska Hollywoodmyndin um rússneska kafbátinn „K19“ sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir og Ingvar Sigurðsson leikur í. Njósna- og hasarmyndirnar „The Bourne Identity“ (Hver er maðurinn?), „X“, og geimveru- og lífsgátumyndin „Signs“ (Tákn) standa allar vel fyrir sínu. Til að örva bíóaðsókn ættu bíó- eigendur að sýna gestum sínum þá virðingu að draga úr hinum frumstæðu og óendanlegu auglýs- ingabirtingum áður en bíómynd- irnar byrja, en það getur gert hvern mann geðveikan, að ég tali nú ekki um viðkvæm ungmenni, að vera skyldaður til að horfa á þetta rusl endurtekið mánuð eftir mánuð áður en maður fær að sjá myndina sem maður hefur borgað sig inn á. Meira en fimm mínútur af ferskum auglýsingum er ekki hægt að leggja á nokkurn mann. Tíu mínútur flokkast sem hryðju- verk. Og svo mættu sumir sýning- armennirnir reyna að vanda sig ofurlítið, því að þeir eru jú að sýna verk sem kosta hundruð milljóna í flottum sölum sem kosta tugi milljóna. Þráinn Bertelsson FRÉTTIR AF FÓLKI Tískudögum í París lauk ívikunni en þar var á 95tískusýningum á níu dög- um sýnt það helsta í vor- og sumarlínunni árið 2003. París stendur enn undir nafni sem háborg tískunnar, ekki ein- göngu vegna hönnuðanna sem borgin hefur alið í gegnum tíð- ina, heldur líka vegna þess að þau fáu tískuhús, sem sýna hagnað á árinu, eru einmitt staðsett í París. Tískufyrirtæki í öðrum löndum eiga á brattann að sækja og fyrirsjáanlegt að þau muni fylgjast grannt með því sem er að gerast hjá til dæmis Yves Saint Laurent og Chanel, í því skyni að stela frá þeim hugmyndum og fram- leiða ódýrari eftirlíkingar. En, hvað sem því líður, sýningar- gestir á sýningunum í París fengu ýmislegt fyrir sinn snúð eins og sjá má á myndunum.  Tískuvika í París: Létt og leikandiBíó í flottum salarkynnum KARL LAGERFELD Þýski tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld gladdist með stúlkunum sínum þegar sýning- unni lauk. Áherslan hjá Chanel fyrir vor og sumar 2003 er „léttleiki í sólinni“. SUNDFATATÍSKA LAGERFELDS Það er óhætt að sýna sig í svörtu næsta sumar, þrátt fyrir að línan hjá Chanel hafi almennt verið létt og litskrúðug. SUNDBOLUR Svona lufsulegir sund- bolir frá Givenchy’s verða líklega allsráð- andi á ströndunum sumarið 2003. HÖNNUN EFTIR STELLU MCCARTNEY Sportleg og sæt í fötum sem Stella McCartney, dóttir Paul McCartneys, hannaði. Það vakti athygli að pabbi gamli var ekki viðstaddur sýninguna. Morðingi Lennons: Fær ekki reynslu- lausn DÓMSMÁL Morðingja Johns Lennons, Mark David Chapman, var í gær neitað um reynslu- lausn. Þetta er í annað skipti sem Chapman fer fram á reynslu- lausn, en hann fékk í vikunni leyfi til að sækja um á ný eftir tvö ár. Chapman myrti Lennon í New York árið 1980. Hann hlaut lífstíðarfangelsisdóm fyrir morðið.  Þegar Suede missteig sig meðleiðindaplötunni „Head Music“ 1999 ákvað ég að bíða og sjá hvern- ig framhaldið væri upp á hvort ég gæti mögulega fyrirgefið þeim. Það var því hnútur í maganum á mér þegar ég setti nýjustu breið- skífu þeirra „A New Morning“ í tækið. Við fyrstu hlustun fannst mér þessi plata ömurleg. Lögin virkuðu þunn, textasmíðarnar merkilega andlausar og hreinlega pirrandi á köflum. Brett Anderson var hér áður fyrr afar orðheppinn snáði. Í dag virðist hann eiga ómögulegt með að finna ný umfjöllunarefni. Er enn að röfla um tísku, popp- menningu, einmana eiturlyfjafíkla og „elítuna“ sem allir eiga að vilja verða hluti af. Andleysi í texta- smíðum er augljóst á titlum á borð við „Astrogirl“ og „Lost in TV“. Í næstu skipti sem ég renndi diskinum reyndi ég allt til að leiða textana hjá mér. Ég verð að viður- kenna að þá unnu nokkur laganna á. Ég var jafnvel byrjaður að raula með nokkrum lögunum. Ég sakna samt enn Bernard Butler, sveitin verður aldrei sú sama eftir brott- för hans. Niðurstaða: Næst versta plata Suede, því miður. Kóverið er hörmung. Birgir Örn Steinarsson Blessuð sé minning Suede TÓNLIST SUEDE A New Morning JUDI DENCH & MAGGIE SMITH Óskarsverðlaunaleikkonurnar Judi Dench og Maggie Smith sjást hér á æfingu leik- ritsins „The Breath of Life“ sem frumsýnt verður í London á miðvikudag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.