Fréttablaðið - 11.10.2002, Side 16

Fréttablaðið - 11.10.2002, Side 16
11. október 2002 FÖSTUDAGUR LEIKHÚS Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir leikritið Grettissaga - saga Grettis, annað kvöld. Það er enginn hægðarleikur að gera leikrit upp úr Íslendingasögu en Hafnarfjarðaleikhúsið tók áskoruninni og setti sér það markmið að koma ekki sögunni til skila, ásamt ríkulegu orðfæri, siðferði og pólitík sögutímans. Hilmar Jónsson leikstýrir verk- inu en hann hefur lengi gengið með þann draum að koma Grettlu á fjalirnar. „Þetta er leikrit en ekki leikgerð Grettis- sögu. Við köllum leikritið Grett- issaga - saga Grettis af kurteisi við þá sem eiga þessa miklu bók í hjarta sínu. Það er auðvitað aldrei hægt að gera Grettissögu fullkomin skil og við þjöppum persónugalleríinu saman og reynum að gera þetta aðgengi- legt en höldum flestu því til haga sem hann lendir í. Þetta er sem sagt leikrit sem er byggt á Grett- issögu.“ Hilmar leitast við að fylgja Gretti eftir jafnt í ógöngum hans sem sigrum og þó Grettla sé á vissan hátt harmsaga telja Hafn- firðingarnir margt í henni bein- línis kalla á gamansama úr- vinnslu. Þeir sem sáu Birting og Síðasta bæinn í dalnum vita því væntanlega hvað klukkan slær en það er sama listafólkið sem kemur að þessari sýningu með Hilmar í broddi fylkingar. Það gengur mikið á hjá Gretti og Hilmar segir öllum meðulum leikhússins beitt til að koma stemningunni til skila. „Það er valinn maður í hverju rúmi og við lítum svo á að við séum að búa til leiksýningar en ekki að setja upp leikrit.“ Hilmar verður leyndardóms- fullur þegar talið berst að draugnum Glámi. „Glámur er draugur og því ekki í mannlegri mynd. Hann er því bæði andlegs- og líkamlegs eðlis í sýningunni og það er leynigestur sem bregður sér í hlutverk hans.“ Hilmar telur litla hættu á því að sýningin muni fara fyrir brjóstið á einlægum aðdáendum sögunnar. „Fjöldi listamanna hef- ur sótt innblástur í Grettissögu. Verk þeirra koma auðvitað aldrei í staðinn fyrir söguna og ég vona bara að sem flestir gleðjist yfir því að leikhúsið gangi til þessa mikla verks og nálgist það með opnum hug og hjarta. Við erum öll mjög stolt af verkefninu, fyrir utan það að það er bara svo gam- an að geta boðið upp á alvöru ís- lenska klassík árið 2002.“ thorarinn@frettabladid.is Gæfa, gjörvuleiki og bölvað ólán Hafnarfjarðarleikhúsið setur upp leikrit um hetjuna og ógæfumann- inn Gretti Ásmundarson. Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina í verkinu og Hilmar Jónsson leikstýrir. SAGA GRETTIS Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson leika í sýningunni ásamt hinum nýútskrifuðu Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Gísla Pétri Hinriks- syni sem fer með hlutverk Grettis. LEIKHÚS 20.00 Kvöldsýning á gamansöngleikn- um Honk! Ljóti andarunginn. Sýndur á stóra sviði Borgarleik- hússins. 20.00 Gesturinn eftir Eric Emmanuel Schmitt sýnt á litla sviði Borgar- leikhússins. Síðustu sýningar. 20.00 Splatterleikritið Jón og Hólmfríð- ur, frekar erótískt leikrit, sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 20.00 Fullkomið brúðkaup, samstarfs- sýning framhaldsskólanna, sýnt í Loftkastalanum. 20.00 Arthúr Björgvin Bollason stýrir rangeyskum bændum í söng- leiknum Gunnari á Hlíðarenda. Sýndur í Ketilshúsinu á Akureyri. Uppselt er á sýningu Halla og Ladda, Hætt-a-telja, sem sýnd er í Loftkastal- anum. 21.00 og 23.00 Bráðfyndnar Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. SKEMMTANIR 22.00 Harmonikkuball í Ásgarði, Glæsibæ. Félagar úr Harmonikku- félagi Reykjavíkur og Ragnheiður Hauksdóttir leika fyrir dansi. Liz Gammon leikur á píanó og syngur fyrir gesti á öllum aldri föstudags- og laugardagskvöld á Ara í Ögri. Sniglabandið leikur á Barnum, áður Ve- gas. DJ Kári og DJ Benni spila á Cafe 22. Léttir Sprettir hefja leikinn á Kringlu- kránni og spila fram á nótt. Rokksveitin Fjandakornið öðru nafni EXIST leikur á Cafe Amsterdam. Dj Andrea Jónsdóttir sér um stuðið á Café Dillon. Andy Wells spilar fyrir gesti á Cafe Romance. Gammel Dansk leikur á Catalínu. Ómar Hlynsson frá Siglufirði leikur á Celtic Cross. Fídel + Kimono leika á Grandrokk. Sixties spilar á Kaffi Reykjavík. Stórsveit Ásgeirs Páls leikur á Gullöld- inni. Helgi Björns og félagar í SSSÓL leika á Players-sport bar. Hljómsveitin Sín leikur á Ránni í Reykjanesbæ. Djúpulaugarbandið Mát leikur á Kaffi Duus, Keflavík. Dj Skuggabaldur leikur á Gunnukaffi, Hvammstanga. Hljómsveit Friðjóns Jóhannssonar skemmtir á Odd-vitanum Akureyri. Hljómsveitin Einn & sjötíu skemmtir á staðnum Við pollinn á Akureyri. Hljómsveitin Spútnik með Kristján Gísla í fararbroddi heldur uppi fjörinu á Kaffi Krók, Sauðárkróki. Buff spila á Félagsheimilinu Bolungar- vík. Í svörtum fötum spilar á Gauk á stöng. Írafár leikur á Herðubreið, Seyðisfirði. SÝNINGAR Agóra, fagsýning þekkingariðnaðarins, stendur yfir í Laugardalshöll. Í dag er sýningin ætluð stjórnendum og sérfræð- ingum úr atvinnulífinu. Á morgun verður hún opin almenningi. Kristján Logason stendur fyrir ljós- myndasýningunni Stórt skref í salnum Íslensk grafík. Sýningin stendur til 20. október og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14.00-18.00. Svava Björnsdóttir sýnir verk á mynd- vegg Maríellu að Skólavörðustíg 12. Sýn- ingin stendur til 9. nóvember. Sýning á myndskreytingum úr nýútgefnu ritsafni Snorra Sturlusonar stendur yfir í Skála við Alþingishúsið. Sýningin er opin frá klukkan 10 til 12 og 13 til 16 alla virka daga og stendur til 18. október. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð Pizza 67 Austurveri Háaleitisbraut 68 sími 800 6767 16“ pizza m/2 áleggs- tegundum á 990 kr. frítt hvítlauksbrauð fylgir með. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.