Fréttablaðið - 11.10.2002, Síða 19

Fréttablaðið - 11.10.2002, Síða 19
NÚTÍMASAGA Enn á ný kemur fram fullyrðing um að Anastasia Roma- nova, yngsta dóttir Roma- novs Rússakeisara, sé á lífi, rúmlega hundrað ára gömul. Þessu heldur rúss- neski sagnfræðingurinn Vladelen Sirotkin fram, að því er fram kemur í frétt frá rússnesku fréttastof- unni Izvestiya. Sirotkin segir að sér- fræðingar í Japan og Þýskalandi hafi komist að því að háöldruð kona í Abkasíu, Natalia Pelikhodze að nafni, sé engin önnur en Anastasía. Bæði erfðafræðingar og rithanda- sérfræðingar hafi staðfest þetta. Sirotkin heldur því fram að Anastasía hafi sloppið þegar fjöl- skylda hennar var myrt í bylt- ingunni árið 1918. Guðfaðir Anastasíu, Verkhovsky að nafni sem starfaði í hinni ill- ræmdu leyniþjónustu bylting- arstjórnarinnar í Rússlandi, hafi laumað henni út úr hús- inu, þar sem fjölskyldan var í haldi, kvöldið áður en aftakan fór fram. Samkvæmt Sirotkin gátu þau falið sig í Jekaterínborg og héldu síðar suður á bóginn. Þau hafi allar götur síðan dvalist í Abkasíu, sem nú er sjálfstjórnarlýð- veldi í Georgíu við strendur Svarta- hafs.  FÖSTUDAGUR 11. október 2002 1.190 kr./m2 Lamella parket Eik Country Verð 2.890 kr./m2 Beyki Standard Verð 2.990 kr./m2 Merbau Classic Verð 3.995 kr./m2 Heimilisdúkar Verð frá 1.150 kr./m2 Vegg og gólfflísar á eldhús og bað. Dublin 1.690 kr./m2 Verð áður: 1.990 kr. Verð áður: 1.690 kr. 1.290 kr./m2 Verð áður: 1.695 kr. Mikið úrval af filtteppum. Ný sending af gegnheilum gólfflísum. Tilvalið fyrir þvottahús, bílskúra og svalir. Verð 299 kr./m2 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 79 0 0 9/ 20 02 Gólfefnadagar 25-40% afsláttur Imre Kertész hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels: Hversdagslíf í hryllingi sögunnar BÓKMENNTIR Ungverski rithöfund- urinn Imre Kertész hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Norska Nóbelsverð- launanefndin segir að hann fái verðlaunin fyrir að „verja brot- hætta reynslu einstaklingsins gegn tilviljunarkenndri villi- mennsku sögunnar.“ Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1975 og heitir Sorstalanság, sem gæti þýtt 'maður án örlaga'. Hún fjallar um mann sem lendir í útrýmingarbúðum nasista en líð- ur þar ekki illa heldur tekur hversdagslegum hryllingi þeirra sem nokkuð sjálfsögðum hlut. Kertész er fæddur 9. nóvem- ber árið 1929. Hann er sjálfur af gyðingaættum og lenti í útrým- ingarbúðunum í Auschwitz og Buchenwald. Í tilkynningu sænsku Nóbels- nefndarinnar segir að stíll hins ungverska rithöfundar minni helst á „þykkt þyrnigerði“, hann sé „þéttur og þyrnum stráður fyr- ir grunlausa gesti.“ Hins vegar íþyngi hann lesendum ekki með „tilfinningakvöð“ heldur veiti þeim „einstakt frelsi til að hugsa.“ Að venju verða Nóbelsverð- launin afhent 10. desember.  Rússneskur sagnfræðingur vekur upp gamlan draug: Anastasía sögð á lífi ANASTASIA ROMANOV Ótal sögur hafa komist á kreik um að hún hafi kom- ist undan. IMRE KERTÉSZ Hann segist aldrei skrifa bók án þess að hugsa um reynslu sína í útrýmingarbúðum nasista. Í dag – föstudag kl. 16-19 Gengið inn að utan baka til við hliðina á Flugleiðum Kringlunni Lagersala Allt að 90% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.