Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 16.10.2002, Síða 2
2 16. október 2002 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI STJÓRNSÝSLA Íslensk erfðagreining (ÍE) áskilur sér fébætur vegna tafa sem orðið hafi á að Persónu- vernd veiti heimild til að hefja rekstur miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Þrjú ár eru síðan ÍE fékk rekstrarleyfi heilbrigðisráðuneyt- isins fyrir gagnagrunninum. Í bréfi ÍE til Persónuverndar er þess krafist að lögð verði fram ná- kvæm og raunhæf tímaáætlun um það hvernig ljúka megi öryggisút- tekt á gagnagrunninum. Í mars síðastliðnum sendi Per- sónuvernd heilbrigðisráðuneytinu bréf með ósk um að ráðuneytið skæri úr um hvort tilteknar tækni- lausnir tengdar gagnagrunninum stæðust löggjöf um grunninn. Ráðuneytið taldi það hins vegar vera hlutverk Persónuverndar sjálfrar. Það álit ítrekaði ráðuneyt- ið í september eftir að Persónu- vernd hafði aftur beðið það um úr- skurð í málinu. Niðurstaða Per- sónuverndar liggur enn ekki fyrir. Óþreyju er farið að gæta hjá ÍE og hefur fyrirtækið hætt viðræð- um um gagnagrunninn við heil- brigðisstofnanir. Páll Magnússon, upplýsinga- fulltrúi ÍE segir starfsmenn fyr- irtækisins ekkert vilja láta hafa eftir sér um þetta mál að svo stöddu.  MIKILVÆGI KVENNA Í LANDBÚN- AÐI Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, fagnaði því við upphaf þingfundar að Bændasamtökin skyldu taka þátt í alþjóðadegi kvenna í landbún- aði. Hún sagði þó ástæðu til að gera átak til að bæta stöðu kven- na. Í þeim byggi mikill mannauður sem íslenskur land- búnaður þyrfti á að halda. SKATTFRJÁLST MEÐLAG Fimm þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að allar meðlagsgreiðslur verði skattfrjálsar. Innheimtu- stofnun sveitarfélaga verði ein- nig skylt að innheimta aukameð- lagsgreiðslur verði þess óskað. Tuttugu og níu hafa látist í umferðarslysum á árinu: Aldrei fleiri banaslys á sama árstíma UMFERÐARSLYS Árið í ár stefnir í að verða eitt það sorglegasta hvað varðar umferðarslys hér á landi. Fleiri hafa látist í umferðinni fyrstu tíu mánuði þessa árs en dæmi eru um áður. Frá áramótum hafa tuttugu og níu látist, fjórtán karlar, einn drengur, tíu konur og fjórar stúlkur. Á öllu árinu í fyrra létust tuttugu og fjórir vegna um- ferðarslysa, þrjátíu og tveir árið 2000, tuttugu og einn árið 1999 og tuttugu og sjö árið 1998. Flest banaslys urðu árið 1977 en á því ári létust þrjátíu og sjö. Einungis tvö slysanna urðu í þéttbýli. Árekstrar eru í lang- flestum tilfellum orsök banaslysa, síðan koma slys vegna útafaksturs og bílvelta. Þegar banaslys urðu vegna áreksturs tveggja bíla skullu oftast saman jeppi og fólksbíll.  FYRIRHUGUÐ BYGGING Nágrannarnir eru ósáttir við turnana. Nýbygging við Grand Hótel: Um 100 íbú- ar mótmæla SKIPULAGSMÁL Íbúar við Sigtún af- hentu borgaryfirvöldum og úr- skurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála undirskriftarlista með nöfnum 100 íbúa, þar sem bygg- ingu tveggja 13 hæða háhýsa við Grand Hótel er mótmælt. Íbúarnir telja að mikill skuggi muni fylgja háhýsunum og að þau séu í hróplegu ósamræmi við alla aðra byggð í hverfinu. Þá telja þeir að tillagan hafi verið illa kynnt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti byggingu háhýsanna í síðasta mánuði með 6 atkvæðum gegn einu atkvæði formanns nefndarinnar. Forsvarsmenn hót- elsins hafa mótmælt því að skuggavarp vegna háhýsanna muni hafa áhrif á hús í grennd- inni.  FÍKNIEFNI Lögregla hefur komið í veg fyrir fíkniefnadreifingu á Vestfjörðum. Síðustu daga hefur verið rannsakað mál vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna á Ísafirði og nágrenni. Lögregla komst á sporið eftir að hafa stöðvað fimm unga menn í Vestfjarðargöngunum á sunnu- dag. Þeim var haldið meðan leit- að var í vistaverum þeirra. Snemma varð ljóst að tveir þeir- ra áttu ekki hlut að máli og var þeim sleppt. Hinum þremur var haldið eftir meðan frekari rann- sókn fór fram. Í ljós kom að einn þeirra hafði á föstudeginum tekið á móti 20 grömmum af kanabisefnum og dreift meirihluta þess á norðan- verðum Vestfjörðum. Við leit fundust rúmlega fimm grömm, áhöld til fíkniefnaneyslu og dreifingar auk peningaseðla sem taldir eru vera tekjur af fíkniefnasölu. Mönnunum hefur nú verið sleppt en rannsókn málsins heldur áfram.  DÝRAHALD Fréttir frá Kaupmanna- höfn herma að starfsmenn dýra- garðsins þar í borg séu farnir að gefa dýrunum í garðinum lífrænt ræktað grænmeri og ávexti. Svip- að er upp á teningnum í Húsdýra- garðinum í Reykjavík en þar stef- na menn að því að gera garðinn lífrænan á næstu árum: „Þetta er langtímamarkmið en við erum þegar farnir að senda fólk á námskeið í þessu skyni,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýragarðsins. „Þessu fylgir að við verðum að vera með lífrænt ræktað fóður og hugsa meira og öðruvísi um um- hverfismál en hingað til,“ segir hann.  VIÐSKIPTI Helstu hreyfingar á hlutabréfamarkaði að undanförnu tengjast stöðubaráttu úti á mark- aðnum. Slíkar hreyfingar sjást alltaf öðru hverju, en óvanalega mikið hefur verið með þær að undanförnu. Margt bendir til þess að sterkustu viðskiptablokkirnar séu að skoða stöðu sína í ljósi breytinga í íslensku viðskiptalífi. Undanfarna daga hafa Burða- rás, eignarhaldsfélag Eimskipafé- lagsins og S-hópurinn verið að auka við eign sína í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Sjó- vá-Almennar sem er hluti Eim- skipafélagsblokkarinnar hefur verið að auka hlut sinn í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi sem aftur hefur verið að kaupa bréf í SÍF. Kaupþing og Eim- skipafélagsblokkin hafa verið að bítast um bréf í Skeljungi. Eimskipafélagið keypti óvænt Harald Böðv- arsson. Gaumur, eignar- haldsfélag Bónusfeðga keyptu stóran hlut í Flug- leiðum sem varð til þess að félagið keypti eigin bréf. Þá hefur hópur fjárfesta tengdir fjárfestingafélag- inu Gildingu verið að auka verulega hlut sinn í Búnað- arbankanum. Þessi viðskipti hafa öll leitt til hækkunar bréfa þeirra fé- laga sem bitist er um. Al- mennt er fjárfestum sem ekki eiga í valdabaráttunni ráðlagt að selja bréf sín við þessar kringumstæður. Sérfræðingar benda á að líklegt sé að þegar kapp- hlaupinu lýkur lækki verð bréfanna. Jónas Gauti Friðþjófs- son, hjá greiningardeild Landsbréfa, segir að slíkar stöðutökur séu af ýmsum toga. „Þeir sem sækja sjá stundum hagræðingartækifæri og vilja koma að stjórn fyrirtækj- anna. Þeir sem fyrir eru reyna að verja stöðu sína.“ Niðurstaða slíkar stórra stöðu- taka hefur stundum orðið til þess að þeim sem telur sér ógnað kaup- ir ógnvaldinn út úr fyrirtækinu. Eimskipafélagið keypti einmitt Kaupþing út úr slíkri sókn á tæp- lega þreföldu gengi dagsins í dag. Áhættan felst í því að lokast inni með eignarhlut sem keyptur er á yfirverði. Slík staða gæti einmitt verið að koma upp með eignarhlut Kaupþings í Skeljungi. haflidi@frettabladid.is Margir að veiðum: Rjúpnaveiðin komin í gang VEIÐAR Rjúpuveiðitímabilið hófst í gær. Fjölmargar rjúpnaskyttur lögðu land undir fót og héldu til veiða. Lögreglumenn sem höfðu eftirlit með veiðunum sögðu að al- mennt væru menn með sitt á hreinu. Lögreglan á Húsavík hafði þó gert fjórar byssur upptækar í gærkvöldi. Eina vegna þess að skyttuna skorti skotvopnaleyfi, hinar vegna þess að þær tóku of mörg skot í magasín. Veiðin var misjöfn. Margir voru með 15 til 20 rjúpur fyrir norðan. Eitthvað veiddist fyrir vestan en lítið fyrir austan.  I HÚSDÝRAGARÐINUM Stefnt að því að gera hann lífrænan. Langtímamarkmið: Lífrænn Húsdýragarður Vestfirðir: Fíkniefna- dreifing stöðvuð Þeir sem sækja sjá stundum hag- ræðingartæki- færi og vilja koma að stjórn fyrir- tækjanna. Þeir sem fyrir eru reyna að verja stöðu sína. BLOKKIRNAR KAUPA Nokkuð hefur borið á kaupum í fyrirtækjum sem rætur eiga að rekja til baráttu um áhrif. Stórir hluthafar hafa verið að auka við eign sína í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Viðskiptablokkirnar bítast um bréfin Óvenju mikið hefur verið um hreyfingar á hlutabréfum sem tengjast valdabaráttu innan þeirra. Gengi bréfanna hefur að þessum sökum hækkað. Við slíkar aðstæður getur verið skynsamlegt fyrir venjulega fjárfesta að selja bréf sín. Algengt að bréfin lækki þegar baráttunni lýkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ÍSLENSK ERFÐAGREINING ÍE krefst þess að Persónuvernd leggi fram nákvæma og raunhæfa tímaáætlun um það hvernig ljúka megi öryggisúttekt á gagnagrunninum. Óþreyja hjá ÍE vegna meints seinagangs Persónuverndar: Tafir sagðar baka skaðabótaskyldu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.