Fréttablaðið - 16.10.2002, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 16. október 2002
Kjördæmisþing
framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður
verður haldið miðvikudaginn 30. október 2002 kl. 19.30
á Grand Hotel við Sigtún í Reykjavík
Dagskrá:
1. Setning. Guðjón Ólafur Jónsson, formaður KFRS.
2. Kosning starfsmanna þingsins.
3. Ávörp gesta.
4. Skýrsla stjórnar:
a. formanns.
b. gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag kjördæmissambands-
ins og leggur fram endurskoðaða reikninga.
c. formanns launþegaráðs.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
7. Lagabreytingar.
8. Kosningar:
9. Formaður kjördæmissambandsins.
a. Fjórir fulltrúar í stjórn kjördæmissambandsins og tveir til
vara.
b. Fulltrúar kjördæmissambandsins í miðstjórn Framsókn-
arflokksins.
c. Þrír fulltrúar í sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins og
þrír til vara.
d. Formaður launþegaráðs og tveir fulltrúar í ráðið.
e. Tveir skoðunarmenn reikninga kjördæmissambandsins.
10. Aðferð við val á frambjóðendum fyrir alþingiskosningar 2003.
11. Önnur mál
Kjördæmisþing
framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður
verður haldið miðvikudaginn 30. október 2002 kl. 19.30
á Grand Hotel við Sigtún í Reykjavík
Dagskrá:
1. Setning. Þorlákur Björnsson, formaður KFRN.
2. Kosning starfsmanna þingsins.
3. Ávörp gesta.
4. Skýrsla stjórnar:
a. formanns.
b. gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag kjördæmissambands-
ins og leggur fram endurskoðaða reikninga.
c. formanns launþegaráðs.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
7. Lagabreytingar.
8. Kosningar:
9. Formaður kjördæmissambandsins.
a. Fjórir fulltrúar í stjórn kjördæmissambandsins og tveir til
vara.
b. Fulltrúar kjördæmissambandsins í miðstjórn Framsókn-
arflokksins.
c. Þrír fulltrúar í sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins og
þrír til vara.
d. Formaður launþegaráðs og tveir fulltrúar í ráðið.
e. Tveir skoðunarmenn reikninga kjördæmissambandsins.
10. Aðferð við val á frambjóðendum fyrir alþingiskosningar 2003.
11. Önnur mál
DÓMUR Þýski tennisleikarinn Boris
Becker, sem sigraði Wimbledon
mótið í þrígang og kom oftar en
ekki fyrir á myndum í Bravo blöð-
unum, þarf væntanlega að borga
2.5 milljónir evra í sekt og fær
tveggja ára skilorðsbundinn dóm
fyrir að svíkja undan skatti. Mál
Beckers hefur verið í þýskum
dómstólum að undanförnu og svo
fór að kappinn játaði sig sekan í
gær. Því var málið fellt niður en
hann þarf að standa skil á skattin-
um. Ef hann hefði ekki játað en
fundinn sekur um skattsvik hefði
hann verið dæmdur í fangelsis-
vist.
Skattsvikin áttu sér stað á ár-
unum 1991-1993 þegar Becker var
með lögheimili í furstaríkinu
Mónakó. Becker eyddi hins vegar
stærstum hluta í Þýskalandi og
því hefði hann átt að standa skil á
sköttum þar í landi.
HÁHYRNINGUR Aðstandendur ís-
lenska háhyrningsins Keikó hafa
loks fundið vetrarheimili fyrir
hann eftir margra vikna leit.
Keikó mun dvelja í Korsnes firði í
Halsa-héraðinu. „Þetta tók sinn
tíma,“ sagði Lars Olav Lilleboe,
einn þeirra sem hefur tekið á móti
þúsundum gesta í viku hverri sem
vilja berja háhyrninginn augum.
„Þetta er kjörnar aðstæður fyrir
hann.“
Keikó synti 1.400 kílómetra leið
frá Íslandsströndum í júlí til
Skálavíkur í Noregi þar sem hann
hefur dvalið. Heimamenn urðu
yfir sig hrifnir af Íslendingum og
léku við hann þar til hann gafst
upp úr þreytu. Þá þurfti að meina
aðdáendum aðgang að honum.
Colin Baird, þjálfari Keikós,
segist búast við flutningum í
næstu viku. Þeir munu nota fisk til
að tæla hann á milli staða. Keikó
hefur ekki liðið vel í Noregi. Hann
hefur lést mikið síðustu vikur og
að undanförnu hefur hann fengið
allt að 80 kíló af fiski á dag.
„Við erum enn að gefa honum,“
sagði Baird. „Hann er latur, eins
og við öll. Hann segir ekki nei við
ókeypis máltíð.“
Að sögn þjálfarans er nýi stað-
urinn kjörinn. Fjörðurinn er mjög
djúpur, þar er nóg af fiski og góð-
ur líkur á því að hann hitti sína
líka þar.
Keikó var veiddur við Íslands-
strendur þegar hann var tveggja
ára. Hann dvaldi í Sædýrasafninu
í Hafnarfirði um tíma og gekk þá
undir nafninu Siggi. Hann hefur
komið víða við á ferðum sínum og
skemmti meðal annars í Mexíkó
og Bandaríkjunum auk þess að
leika aðalhlutverkið í kvikmynd-
unum um háhyrninginn Willy.
FÓTBOLTI Ulrika Jonsson, fyrrver-
andi veðurfréttakona, er ekki
búin að gleyma ástarævintýri
sínu með Sven Göran Eriksson,
landsliðsþjálfara Englands í
knattspyrnu. Segist hún enn hafa
taugar til hans. Þrátt fyrir það
segir hún að það hafi verið rétt
ákvörðun að binda enda á sam-
bandið eftir þrjá mánuði. Í
sjálfsævisögu hennar kemur
fram að henni þyki vænt um hinn
sænska þjálfara. „Samband okkar
var aðeins nýbyrjað og náði aldrei
að komast fyrir alvöru í gang.
Samt sem áður fékk ég þrjá og
hálfan mánuð með honum og fékk
að njóta ástúðar og örlætis frá
manni sem ég virði afar mikið,“
sagði í bókinni.
Um leið og fregnir af sambandi
þeirra komust í fjölmiðlana
breyttist viðhorf Eriksson. „Hann
virtist hunsa mig algjörlega og
reyna að gera sem minnst úr sam-
bandi okkar,“ sagði Jonsson.
PAR Á FRUMSÝNINGU
Hér sést kærustuparið Salma Hayek og Ed-
ward Norton mæta á frumsýningu mynd-
arinnar „Frida“. Myndin var gæluverkefni
Sölmu og fékk hún kærasta sinn til þess
að leika og hjálpa til við handritaskrif.
BORIS BECKER
Gladdi hjörtu ungra kvenna á myndum í Bravo blöðunum. Hann hefur einnig afrekað að
geta barn inni í kústaskáp.
Boris Becker:
Dæmdur í
tveggja ára
skilorðs-
bundið
fangelsi
KEIKÓ
Sædýragarður í Miami hefur lýst yfir áhuga á að taka Keikó að sér en bæði norsk og
bandarísk yfirvöld hafa hafnað beiðninni.
Háhyrningurinn Keikó:
Flytur á nýjan
stað fyrir veturinn
ERIKSSON
Sven Göran Eriksson, talar við Cherie Blair (til hægri) ásamt vinkonu sinni Nancy Dell’Olio
í matarboði í Downingstræti 10 þar sem enska landsliðið mætti í heimsókn.
Ulrika Jonsson:
Hefur enn taugar
til Eriksson
AP
/M
YN
D