Fréttablaðið - 29.10.2002, Qupperneq 2
2 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
SAO PAOLO, AP Þúsundir manna fylk-
tu liði á götum Sao Paolo í Brasilíu
á sunnudagskvöld til að fagna nýj-
um forseta, Luiz Inacio Lula da
Silva. Margir veifuðu rauðum fán-
um Verkamannaflokksins, skotið
var upp flugeldum og dúndrandi
tónlist var leikin í risahátölurum.
„Til þessa hefur þetta verið auð-
velt,“ sagði Lula, eins og hinn ný-
kjörni forseti er kallaður í Brasilíu.
„Nú hefst erfiði hlutinn. Við
munum vinna myrkrana á milli til
þess að uppfylla kosningaloforðin.“
Lula da Silva hlaut rúmlega 61
prósent í seinni umferð forseta-
kosninganna á sunnudaginn. Jose
Serra, frambjóðandi núverandi
stjórnarflokks, hlaut tæplega 39
prósent.
Þetta er í fjórða sinn sem da
Silva býður sig fram í forsetakosn-
ingum. Hann tekur við embætti um
áramótin og verður þá fyrsti
vinstrimaðurinn sem gegnir for-
setaembættinu í Brasilíu í fjóra
áratugi.
Da Silva bíður ekki auðvelt verk.
Hann verður að taka á honum stóra
sínum til þess að draga úr fátækt í
landinu og bjarga hagkerfinu frá
kreppu. Draga þarf úr atvinnuleysi,
styrkja heilbrigðisþjónustuna og
menntakerfið en sýna um leið
ábyrgð í peningamálum og ávinna
sér traust fjárfesta og lántakenda.
Fyrir rúmum áratug hvatti da
Silva þáverandi stjórn til þess að
hætta að borga af gífurlegum
skuldum landsins erlendis. Hann
hefur þó heldur dregið úr yfirlýs-
ingagleði sinni með árunum.
Nýr forseti Brasilíu:
Lofar að vinna
myrkranna á milli
NÝKJÖRINN FORSETI FAGNAR SIGRI
Luiz Inacio Lula da Silva veifar mannfjöldanum.
AP
/E
R
AL
D
O
P
ER
ES
ALLIR ÞURFA ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ
Það bárust umsóknir frá 109 barnlausum
hjónum um viðbótarlán til íbúðarkaupa.
Viðbótarlán til
íbúðarkaupa:
Einhleypir
í meirihluta
HÚSNÆÐISMÁL Einhleypir voru í
meirihluta þeirra sem sóttu um
viðbótarlán til íbúðarkaupa á
vegum Reykjavíkurborgar árið
2001. Þeir sem sóttu um viðbótar-
lán voru alls 916 og þar af voru
einhleypir 303 eða 33,1 prósent.
Frá barnlausum hjónum í sam-
búð voru 109 umsóknir og 216 frá
hjónum með börn. Einstæðir for-
eldrar voru 288 eða 31,4 prósent.
Flestir voru á aldrinum 20-29 ára
en fæstir 67 ára og eldri.
Reykjavíkurborg samþykkti
að veita lán til 93,9 prósent þeir-
ra sem sóttu um en viðbótarlánin
eru veitt þeim sem uppfylla
ákveðin skilyrði um greiðslugetu
og tekju- og eignarmörk. Þau
geta numið allt að 25 prósent af
íbúðarverði en heildarlánveiting
Íbúðarlánasjóðs má þó aldrei
fara yfir 90 prósent af heildar-
verði íbúðar.
MIÐBÆRINN Hrólfur Jónsson,
slökkviliðsstjóri í Reykjavík, hef-
ur sett af stað vinnu sem miðar að
því að kortleggja hugsanlegar
brunagildrur í íbúðabyggð í miðbæ
Reykjavíkur. Verður sjónum eink-
anlega beint að Þingholtunum og
allri byggð í miðbænum yfir
Laugaveg, Hverfisgötu og niður að
sjó. Hefur slökkviliðsstjóri fundað
með borgarráði vegna þessa en
verkið verður unnið í samráði við
byggingarfulltrúa Reykjavíkur-
borgar.
„Þetta er bæði flókin vinna og
viðkvæm,“ segir Hrólfur Jónsson.
„Við getum ekki rokið til og rifið
hús sem lengi hafa staðið. Reynum
frekar að einskorða okkur við hús
sem reist hafa verið í leyfisleysi og
sérstaklega munum við skoða alla
bakhúsabyggð á þessu svæði. Við
vitum ekki hvernig ástandið er
víða því við höfum ekki leyfi til að
fara inn í íbúðir fólks til nema það
bjóði okkur. Við skoðum eingöngu
hjá fyrirtækjum,“ segir hann.
Slökkviliðsstjóri hefur falið
Óskari Þorsteinssyni, sviðsstjóra í
forvarnardeild Slökkviliðsins, að
leiða verkið og hefur hann þegar
hafið kortlagningu svæðisins. Í
framhaldinu verður svo gripið til
ráðstafana til að fyrirbyggja að
eldsvoði, eins og sá sem geisaði á
Laugavegi um þarsíðustu helgi,
endurtaki sig.
Aðgerðir eftir brunann á Laugavegi:
Brunagildrur kortlagðar
BRUNINN Á LAUGAVEGI
Miðbærinn undir smásjá slökkviliðsmanna og byggingafulltrúa.
HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslulækn-
ar á Suðurnesjum hafa flestir ráð-
ið sig í aðra vinnu. Síðasti vinnu-
dagur þeirra er á fimmtudag.
María Ólafsdóttir, yfirlæknir á
Heilsugæslustöð-
inni í Reykjanes-
bæ, segir að þrátt
fyrir að heilbrigð-
isráherra bjóði
fram lausn á rétt-
indabaráttu lækn-
anna þá muni
ófremdarástand
skapast þegar á
föstudag.
„Það eru sex
mánuðir síðan við
sögðum upp störfum og á ekki að
koma á óvart að flestir læknar
skuli vera búnir að ráða sig í aðra
vinnu. Menn geta ekki rift þeim
samningum sem þeir hafa gert við
aðra vinnuveitendur,“ segir Mar-
ía. Hún segir að
gefi ráðherra
grænt ljós á að
réttindi þeirra
verði tryggð muni
læknarnir endur-
skoða uppsagnir.
„Við höfum ekki
ráðið okkur innan
heilsugæslukerf-
isins nema í verk-
takavinnu þar
sem mikill skort-
ur er á læknum
eða til útlanda.“
Elsa Friðfinns-
dóttir, aðstoðarmanneskja heil-
brigðisráherra, segir að rætt
verði við lækanna í vikunni. „Við
gerum okkur grein fyrir að stutt-
ur tími er til stefnu.“ Hún telur
líklegt að ráðherra hafi þegar
mótað tillögur til lausnar. „Það er
ljóst að við munum gera ráðstaf-
anir til að halda uppi nauðsynlegri
læknisþjónustu.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ
hafa áhyggjur. „Við höfum lýst
yfir vilja til að leysa þetta mál.
Mín skoðun er að mjög mikilvægt
sé að heilsugæslulæknar sitji við
sama borð og aðrir sérfræðingar
og verði frjálst að reka sínar eigin
stofur,“ sagði Árni Sigfússon bæj-
arstjóri.
Hann segir það koma sér þægi-
leg á óvart að finna hve margir
taki undir þá skoðun. „Það er al-
varlegt ef Suðurnesjabúar þurfa
að leita til Reykjavíkur eftir
læknisþjónustu og ég treysti heil-
brigðisráherra til að koma í veg
fyrir það.“
Læknar búnir að
ráða sig annað
Heilsugæslulæknar á Suðurnesjum hætta störfum á fimmtudag.
Þeir verða kallaðir til ráðherra áður. Vonast er til að lausn finnist.
„Ég treysti
heilbrigðisráð-
herra til að
koma í veg
fyrir að Suður-
nesjabúar
þurfi að leita
annað eftir
læknisþjón-
ustu.“
REYKJANESBÆR
Heilsugæslulæknar á Heilsugæslustöðinni í Reykjanesbæ hafa flestir ráðið sig annað.
Ungir framsóknarmenn:
Ósáttir við
Guðjón
STJÓRNMÁL Ungir framsóknar-
menn í Reykjavíkurkjördæmi
suður kunna Guðjóni Ólafi Jóns-
syni, formanni kjördæmisráðs
Framsóknar, litlar þakkir fyrir
framgöngu hans á aðalfundi fé-
lagsins.
Guðjón smalaði inn fólki sem
hafði skráð sig í félagið daginn
sem fundurinn var haldinn og
réði lögum og lofum um sam-
þykktir fundarins og val á full-
trúum á kjördæmisþing, þvert á
vilja fráfarandi stjórnar.
Stjórnarmenn segja að brotið
hafi verið gegn lögum félagsins
þar sem menn þurfi að hafa ver-
ið viku í flokknum til að hafa at-
kvæðisrétt en ekki var gerð at-
hugasemd við það á fundinum.
53 MILLJÓNA STYRKIR Tvö til-
raunaverkefni undir íslenskri
stjórn hlutu styrki úr Leonardo
da Vinci starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins. Styrkirnir
nema samtals 53 milljónum
króna.
FRJÁLSLYNDIR OPNA SKRIFSTOFU
Frjálslyndi flokkurinn hefur opn-
að flokksskrifstofu og félags-
heimili í Aðalstræti 9 þar sem
kosningaskrifstofa F-listans var
fyrir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar. Þar verður kosningamið-
stöð fyrir næstu kosningar.
INNLENT
UMFERÐAMERKJAÞJÓFAR Lög-
reglan í Króatíu hefur kært tvo
menn fyrir að stela umferðar-
merkjum, sem þeir hafa síðan
selt. Þjófnaður umferðarmerkja
hefur valdið lögreglunni í Króa-
tíu miklum heilabrotum undan-
farna sjö mánuði.
ERLENT
ERLENT
LEIÐTOGI SEGIR AF SÉR Mart
Laar, fyrrverandi forsætisráð-
herra Eistlands, sagði um helgina
af sér leiðtogaembætti í flokki
sínum, sem náði litlum árangri í
sveitarstjórnarkosningum fyrir
skömmu.
Teflir KR fram mörgum liðum
næsta sumar?
Það er víst ekki um neitt að ræða nema
stilla fram einu liði. Annars er ekki skrýtið
að fjölgi í KR. Ástæðan er að það vilja allir
vera í Vesturbænum.
Willum Þór Þórsson er þjálfari Íslandsmeistara KR.
Félagið hefur bætt við sig fjórum leikmönnum frá
lokum keppnistímabilsins.
SPURNING DAGSINS
ÁRNI
SIGFÚSSON
Bæjarstjórinn vill
að heilsugæs-
lulæknar fái að
reka sínar eigin
stofur.