Fréttablaðið - 29.10.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 29.10.2002, Síða 4
4 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR INNLENT EVRÓPUSAMBANDIÐ Drög að efnis- legri grind fyrir stjórnarskrá Evrópusambandsins hafa verið birt. Þar er meðal annars gert ráð fyrir því, að ríki geti gengið úr sambandinu ef þau vilja. Sömu- leiðis verði mögulegt að vísa ríkj- um úr Evrópusambandinu. Einnig er hugmyndin að kosinn verði forseti Evrópusambandsins, sem geti undirritað samninga fyr- ir hönd Evrópusambandsins og hann geti einnig átt sæti í alþjóða- stofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar. Lagt er til að íbúar aðildarríkj- anna fái tvöfaldan ríkisborgara- rétt. Annars vegar verði þeir rík- isborgarar Evrópusambandsins, hins vegar ríkisborgarar hver í sínu landi. Einnig er lagt til að stofnað verði formlega nýtt bandalag, sem gæti heitið Evrópusamband- ið, Evrópubandalagið, Bandaríki Evrópu eða Sameinuð Evrópa. Drögin kynnti Ciscard d’Esta- ing, fyrrverandi forseti Frakk- lands. Hann er í forsæti 105 manna þings, sem fékk það verk- efni að leggja drög að framtíðar- skipulagi Evrópusambandsins. Hugmyndin er sú að einfalda til muna stjórnskipulag Evrópu- sambandsins, sem nú er skipt upp í nokkrar „stoðir“. Ciscard d’Esta- ing sagði í gær að mikilvægt væri að stjórnskipulagið væri einfalt og öllum auðskiljanlegt.  Efnisgrind að stjórnarskrá Evrópusambandsins kynnt: Ríki geti sagt sig úr Evrópusambandinu TEKIÐ Á MÓTI FORSETA TYRKLANDS Meðan Ciscard d’Estaing var í Brussel að kynna drög að stjórnarskrá Evrópusam- bandsins voru leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna í Kaupmannahöfn að taka á móti leiðtogum þeirra ríkja, sem sótt hafa um aðild. AP /M YN D BRUNAVARNIR Loks verður sett upp súla í Slökkvistöðinni við Skóg- arhlíð svo slökkviliðsmenn geti rennt sér niður í útköllum og fyr- ir bragðið verið sneggri á bruna- stað: „Þetta verður súla eins og í bíómyndunum og væntanlega til bóta,“ segir Björn Gíslason framkvæmdastjóri yfir eignum Slökkviliðsins. Samþykkt hefur verið að hefja byggingu 460 fermetra húsnæðis ofan á bílageymslu Slökkviliðsins þaðan sem bruna- bílarnir aka út í útköllum. Bíl- arnir verða áfram á fyrstu hæð- inni en nýja hæðin er hugsuð sem aðstaða fyrir slökkviliðs- menn í viðbragðsstöðu. Gat verð- ur í gólfi á milli hæða og þar verður súlan sett upp: „Nei, ég veit ekki til þess að þessar súlur séu af einhverri staðl- aðri gerð. Þetta verður bara venju- leg súla sem slökkviliðsmennirnir geta rennt sér niður um,“ segir Björn Gíslason en almenn ánægja mun vera hjá slökkviliðsmönnum vegna þessa.  Nýjungar í brunavörnum: Súla í Slökkvistöðina SLÖKKVISTÖÐIN Bílarnir á neðri hæð, slökkviliðsmenn í nýbyggingu þar fyrir ofan og súlan á milli. STJÓRNMÁL Eftir deilur undanfarið um hvernig skuli velja frambjóð- endur á lista Samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi var ákveðið á kjördæmisþingi að viðhafa uppstill- ingu. Óánægja er þó meðal sumra sem vildu að efnt yrði til prófkjörs. „Ég er ósáttur,“ segir Gísli S. Ein- arsson, þingmaður, sem hafði lagt áher- slu á að efnt yrði til prófkjörs eða flokksvals. „Það var ekki vilji fyr- ir því hjá meirihlutanum á fundin- um að ná neinu samkomulagi.“ Hann segist þó ekki vera búinn að stimpla sig út úr pólitíkinni. „Ég vil vita hvað uppstillingarnefnd er að hugsa áður en ég fer í fýlu eða eitthvert annað.“ Yfirgnæfandi meirihluti stjórnar kjördæmisráðs lagði til að stillt yrði upp á listann. Minni- hluti stjórnar lagði til að farið yrði í prófkjör. Þriðja tillagan kom fram um að efnt yrði til flokksvals þar sem allir félagar hefðu at- kvæðisrétt. Á endanum var kosið á milli þess að hafa uppstillingu og flokksval. Niðurstaðan var sú að uppstilling var samþykkt með 43 atkvæðum gegn 37. Viðmælandi blaðsins sagði líklegt að atkvæði fólks af Norðurlandi vestra hefði ráðið úrslitum. Það hefði nær ein- róma viljað uppstillingu. Þar spruttu deilur eftir prófkjör fyrir fjórum árum þar sem Kristján Möller bar sigurorð af Önnu Krist- ínu Gunnarsdóttur. Nokkuð hefur verið deilt um það í flokknum undanfarið hvora leiðina skyldi farið. Það hefur meðal annars leitt til þess að síðar var tekin ákvörðun um hvernig skyldi valið á lista heldur en í öðr- um kjördæmum Samfylkingar. Þar hefur flokksval eða prófkjör alls staðar orðið ofan á. Jóhann Ársælsson, þingmaður, var hlynntur uppstillingu. Hann kveðst ósmeykur við prófkjör, enda hafði hann Gísla undir fyrir fjórum árum. „Ég taldi að hags- munum okkar í kjördæminu væri betur borgið ef menn hefðu heild- arsýn.“ Auðveldara væri að taka tillit til ýmissa þátta við uppstill- ingu en í prófkjöri. Védís Jóhanna Geirsdóttir, for- maður kjördæmisráðs, vildi ekk- ert tjá sig um stöðuna. Innan- flokks mál ætti að leysa innan- flokks. brynjolfur@frettabladid.is Uppstilling valin á átakafundi Naumur meirihluti á kjördæmisþingi Samfylkingar í norðvesturkjör- dæmi kaus uppstillingu á lista frekar en flokksval. Óánægður en ekki á útleið, segir Gísli S. Einarsson. Uppstilling gefur betri heildarsýn segir Jóhann Ársælsson. ALÞINGI Deilt hefur verið um það hvernig Samfylkingin í norðvesturkjördæmi velji fulltrúa sína til setu á Alþingi. Uppstilling var ákveðin á kjördæmisþingi. Óljóst er hvort það hafi slæm langtímaáhrif. Ég vil vita hvað uppstill- ingarnefnd er að hugsa áður en ég fer í fýlu eða eitthvert annað. Austurrískur ferðamaður í Tyrklandi: Grýttur vegna klæða- burðar ISTANBÚL, AP Ungur Austurríkis- maður var greinilega ekki klædd- ur að sið innfæddra þegar hann hugðist heimsækja föður sinn, sem býr í Tyrklandi. Hann var svart- klæddur frá hvirfli til ilja þegar hann kom til þorpsins Edremit, þar sem um 30 þúsund manns búa. Hann var þess utan með stóra eyrnarlokka og silfurhringi auk þess að hafa litað hár sitt rautt. Þorpsbúar sögðust hafa talið að þarna væri djöflatrúarmaður á ferðinni. Þeir fylltust jafnt ótta sem reiði og tóku að grýta manninn. Lögreglan kom honum þó til bjarg- ar áður en hann meiddist illa.  UM 270 ÞORSKÍGILDISTONN TIL EYJA Útgerðarfélagið Bergur- Huginn ehf. gekk í gærmorgun frá kaupum á bátnum Gissuri Hvíta, HU-35 en með honum fylg- ja aflaheimildir upp á 270 þorskígildistonn. Seljandi er Særún ehf. í Blönduósi. KÍNVERJAR VILJA RÁÐGJÖF Kín- verjar hafa lýst áhuga á að fá ís- lendinga til að veita ráðgjöf varð- andi hitaveitu í Ólympíuþorpinu í Peking. Ólympíuleikarnir verða haldnir þar eftir sex ár. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, hitti staðgengil borg- arstjórans í Peking á fundi í gær og þar voru þessi mál rædd. RÚV TUGUR ÓBYGGÐAMÁLA ÞING- FESTUR Í héraðsdómi Suðurlands verður í vikunni þingfestur hátt í tugur mála, sem öll tengjast úr- skurði óbyggðanefndar í uppsveit- um Árnessýslu. Talið er að það líði að minnsta kosti ár þangað til hér- aðsdómur kemst að niðurstöðu, verði málunum vísað til Hæsta- réttar má búast við að sá mála- rekstur taki ár til viðbótar. RÚV RÍKISÚTVARPIÐ Fréttastjóri óskast - mikið framboð. Ríkissjónvarpið: Sjö vilja frétta- stjórann FRÉTTIR Sjö umsóknir bárust um stöðu fréttastjóra Ríkissjónvarps- ins en umsóknarfrestur rann út um liðna helgi. Þeir sem sóttu, eru: Elín Hirst, 42 ára menntuð í blaðamennsku, fjölmiðlun og hag- fræði frá háskólum í Bandaríkjun- um og Noregi. Þá hefur Elín nýver- ið lokið MA - námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. G. Pétur Matthíasson, 42 ára menntaður í blaðamennsku, bók- menntum og dönsku frá bandarísk- um háskólum og Háskóla Íslands. Hjálmar Blöndal Guðjónsson, 26 ára stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundar nú nám í lög- fræði við Viðskiptaháskólann í Bif- röst. Logi Bergmann Eiðsson, 36 ára og hefur lagt stund á nám í stjórn- mála - og fjölmiðlafræði við Há- skóla Íslands. Páll Benediktsson, 49 ára með BS - gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann sótt blaðamennskunámskeið í Árósum. Sigríður Árnadóttir, 42 ára með háskólagráðu í meinatækni frá Tækniskóla Íslands auk þess próf í frönsku frá háskólanum í Nice. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, 42 ára með BA - gráðu í stjórnmála- fræði frá Hásóla Íslands og mastersspróf í fjölmiðlafræði frá City University í London. Útvarpsstjóri skipar í stöðu fréttastjóra að fenginni umsögn út- varpsráðs.  KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Gripu Rússar til réttra aðgerða í gíslamálinu í Moskvu? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu á skíði í vetur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 35,5% 42,1%Já RÉTT HJÁ RÚSSUM Næstum helmingur lesenda á frett.is telur að rússnesk yfirvöld hafi gripið til réttra að- gerða í gíslamálinu í Moskvu. Nei 22,4%Veit ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.