Fréttablaðið - 29.10.2002, Side 14

Fréttablaðið - 29.10.2002, Side 14
14 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR KLÁM Elísabet Ólafsdóttir, blaða- maður og nemi, var í fylgdarhópi Ron Jeremy, klámmyndaleikar- ans, sem kom hingað til lands um síðustu helgi. Hún segir leikar- ann hafa verið kurteisan í fyrstu en síðan hafi annað komið í ljós. „Hann er bara gamall dónakarl sem kann sig ekki. Íslenskar konur vilja ekki láta klípa í rass- inn á sér, toga niður um sig nær- buxurnar eða sleikja á sér háls- inn,“ segir Elísabet. Hún telur ekkert því til fyrirstöðu að klám- myndaleikarar komi til landsins, frekar en aðrir. Henni þykir þó fyndið hvernig íslenska þjóðin hafi brugðist við. „Þetta sýnir hvað þeir sem stóðu að heimsókn hans eru góðir markaðsmenn. Þeir fengu þjóðina til að standa á öndinni.“ Elísabet telur ekki að klámiðnaðurinn hér á landi sé meiri nú en áður. Eina breyting- in sé að fólk viðurkenni að það horfi á klám. Aðspurð um hvort hún telji klámið hafa áhrif á ungu kynslóðina, klæðaburð sem dæmi, sagði Elísabet. „Það er ekki bara klámið. MTV-kynslóð- in er öll berrössuð. Það er fullt af stelpum sem klæða sig niður en horfa ekki á klám og myndu aldrei hafa gaman af því.“ Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, telur ekki af hinu góða að blása út heim- sóknir klámmyndastjarna. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að klám og ofbeldi fari oft saman og þá sérstaklega hjá ungum strák- um. „Þeir taka myndunum oft sem hinum stóra sannleika og fara kannski í framhaldinu að beita niðurlægingum gagnvart stelpum,“ segir Þórhallur. Hann segir einnig hætt við því að stelpur sem horfi á myndirnar líti þannig á að svona eigi þetta að vera og beygi sig fyrir því. Þórhallur telur að ákveðinn spenningur hafi orðið í kringum klámiðnaðinn á Norðurlöndun- um um 1970. „Í dag er þetta frek- ar orðið þannig að fólk hristir höfuðið yfir því. Við erum kanns- ki að ganga í gegnum það sem gerðist í Evrópu fyrir 30 árum og ég hugsa að þetta sé ákveðið tímabil sem gengur yfir.“ Þórhallur telur að efla þurfi umræðuna um klámiðnaðinn, eins og var gert í sambandi við eiturlyfjavandann. „Það þarf að vera umræða um hvað ást og kynlíf getur gefið krökkunum á jákvæðum nótum. Ekki á rit- skoðunarnótum.“ kristjan@frettabladid.is ÞÓRHALLUR HEIMISSON Prestur í Hafnarfjarðarkirkju segist þekkja til dæma þar sem klámsíður á Netinu hafi haft slæm áhrif hjá hjónum. „Það er oft dropinn sem fyllir mælinn,“ segir presturinn. Í kjölfar heimsóknar klámmyndastjörnunnar Ron Jeremy hingað til lands hafa vaknað upp spurningar hvort klámmyndaiðnaðurinn sé að tröllríða landanum. Fyrstu viðbrögð við Sigur Rós-ar plötunni virðast afar góð. 135 manns lögðu leið sína í Skíf- una eftir mið- nætti á sunnu- dagskvöld til þess að tryggja sér eintak. Þetta er besta „miðnæt- uropnun“ Skíf- unnar frá upp- hafi. „( )“ seldist afar vel í gær. Til viðmiðunnar má nefna að aðeins um 50 eintök fóru af nýju Cold- play plötunni þegar opnað var sérstaklega á miðnætti til þess að selja hana. Leikkonan Alyssa Milano, úr„Charmed“ þáttunum, og Nsync söngvarinn Justin Tim- berlake eru par. Þau eru víst svo voðalega ástfang- in að þau íhuga þessa dagana hvort þau eigi að ganga í það heila- ga. Átta ára ald- ursmunur er á milli þeirra og er Milano líklega ekki jafn hörð á reglunum í ástarlífinu eins og Britney Spears. Pilturinn þarf líka á einhverj-um ástríkum að halda. Nú keppast breska og bandaríska pressan um að skjóta á Justin Timberlake þar sem fyrsta sólósmáskífa hans náði ekki topp- sæti sölulistans á fyrstu vikunni. Það er ekkert grín að vera sykur- poppari og fara ekki alla leið upp á topp. Það þykir víst lítið afrek að fara beint í annað sætið. ...og ekki bætir það ímynd JustinTimberlake í augum smástúlkn- anna að hann er nýbúinn að við- urkenna að hann hafi prufað að reykja kannabis. Þetta segist hann hafa gert eftir að popparinn Nelly bauð honum „eina feita“ eftir að upptökum á dúett þeirra lauk. Leikarinn Ewan McGregor hef-ur sæst við æskuvin sinn og leikstjórann Danny Boyle. Nú eru þeir aftur orðnir svo miklir perluvinir að talið er að McGregor sér reiðubúinn til þess að taka aftur að sér hlutverk Renton’s í fram- haldsmynd Train- spotting. Myndin verður gerð eftir bókinni „Porno“ sem fjallar um allar sömu per- sónur og fyrri myndin en gerist tíu árum seinna. Allur leikara- hópurinn úr fyrri myndinni er í viðræðum við framleiðendur sem eru bjartsýnir á að samningar gangi upp. Það hefur vakið þó nokkra at-hygli að einn meðlimur kvið- dómsins í máli leikkonunnar Winonu Ryder er fyrrum kvik- myndaframleiðandi. Hann hefur FRÉTTIR AF FÓLKI Stóri sannleikurinn er ekki í klámmyndum STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 MR. DEEDS kl. 5.50, 8 og 10.10 BEND IT LIKE BECKHAM kl. 5.45 Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30 Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.30 kl. 8FÁLKAR kl. 10THE GURU MAÐUR EINS OG ÉG kl. 6 THE BOURNE IDENTITY kl. 10.20Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 YA YA SISTERHOOD 5.45, 8 og 10.15 VIT455 HAFIÐ kl. 4 og 6 VIT 433 SIGNS kl. 8 VIT427 MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.15 VIT427 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 VIT 448 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 451 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 VIT 445 kl. 7MÖHÖGULEIKAR kl. 4.50, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 5.45 og 8YA YA SISTERHOOD KVIKMYND Leikstjóri Sam Mendes, hand-rit David Self, aðalhlutverk Tom Hanks, Paul Newman, Jude Law, Stanley Tucci – með þessi spil á hendi á að vera hægt að taka alslemm í grandi, en út- koman er í besta falli eitt lauf. Þetta er glæsileg mynd að öllu leyti og ekkert hefur verið til sparað í kunnáttu, hæfileikum og peningum við gerð hennar, en það vantar í hana sálina; maður skilur ekki afhverju það er verið að segja manni þessa sögu né afhverju maður ætti að hafa áhuga á sögupersónunum. Tom Hanks leikur leigumorð- ingja og Paul Newman er mafíu- foringi og nokkurs konar upp- eldisfaðir hans. Ártalið er 1931 og sviðsmyndin er ótrúlega glæsileg, fornbílar í hundraða- vís og þúsundir statista í fyrsta flokks búningum. Tom Hanks er álíka trúverðugur í hlutverki leigumorðingjans eins og Woody Allen væri í hlutverki James Bond, og Paul Newman er ekki á tjaldinu nema sosum tíu mínútur. Jude Law reynir að æsa sig upp að þykjast vera stórhættulegur geðsjúklingur. Tja, hvað á maður að segja? Þráinn Bertelsson THE ROAD TO PERDITION: Aðalhlutverk: Tom Hanks, Paul Newman, Jude Law, Stanley Tucci, Jennifer Jason Leigh Handrit: David Self Leikstjórn: Sam Mendes Leiðin til glötunar meira að segja, tæknilega, verið yfirmaður leikkonunnar þar sem hann fram- leiddi myndina „Bram Stoker’s Dracula“. Hvor- ugur lögmaður- inn í málinu sá ástæðu til þess að setja út á setu hans í kviðdómn- um. Hvort þau þekkist eitthvað persónulega hefur ekki komið fram. Jennifer Lopez segist aldrei hafaverið í „raunverulegu hjóna- bandi“. Hún gifti sig fyrst 1997 fyrirsætunni Ojani Noa og skildi við hann ári síðar. Þá hófst frægt ástarsamband hennar og Puff Daddy. Svo kynntist hún dansar- anum Cris Judd sem hún giftist jafn hratt og hún skildi við hann. Nú segir hún að hugsanlegt sé að Ben Affleck sé „hinn eini rétti“ og talað er um að parið ætli að binda hnútinn næsta Valintínusardag. ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Hún segir að fyrsti dagurinn í fylgd klám- myndaleikarans hafi verið frábær en síð- an hafi allt breyst. Henni fannst sem hann liti á stúlkur sem leikara í klámmynd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.