Fréttablaðið - 29.10.2002, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 29. október 2002
and Björk of course...:
Allra
síðasta
sýning
LEIKHÚS Fimmtudagskvöldið 31.
októnber verður aukasýning og
jafnframt allra síðasta sýning á
leikriti Þorvaldar Þorsteinsson-
ar, And Björk, of course á Nýja
sviði Borgarleikhússins. Bene-
dikt Erlingsson stýrir leikhópn-
um á Nýja sviðinu, en leikendur
eru Gunnar Hansson, Halldór
Gylfason, Halldóra Geirharðs-
dóttir, Harpa Arnardóttir, Marta
Nordal, Sóley Elíasdóttir og Þór
Tulinius.
FÓLK Söngkonan Alicia Keys hefur
ákveðið að reyna að fóta sig á leik-
listarbrautinni. Hún hefur tekið
að sér hlutverk í kvikmynd sem
Disney Film ætlar að framleiða.
Myndin hefur ekki enn hlotið nafn
en henni hefur verið lýst sem
„táradal“. Búist er við því að tök-
ur hefjist næsta sumar.
Alicia sækir ekki leikhæfileik-
ana langt því móðir hennar er
leikkona. Sjálf hefur Alicia stund-
að leiklist lengur en tónlist.
Aðdáendur hennar óttast að
þetta hliðarspor verði til þess að
fresta útgáfu nýs efnis frá söng-
konunni hæfileikaríku.
Hún hefur þó unnið að nýju
efni frá því að hún gaf út síðustu
plötu og segist eiga lagasafn á að
að minnsta kosti tvær plötur nú
þegar. Vonandi heldur hún sig svo
við tónlistina.
Alicia Keys:
Stefnir á hvíta tjaldið
ALICIA KEYS
Ætlar sér ekki
bara í kvik-
myndirnar því
hún er líka
búin að koma
upp sinni eigin
fatalínu.
KVIKMYNDIR Woody Allen gerði ekki
mikið úr hæfileikum sínum sem
leikara eða leikstjóra í ræðu sem
hann hélt í Róm í gær. Þar var
hann að kynna nýjustu mynd sína,
Hollywood Ending. „Ef ég ætti að
nota þrjú orð til að lýsa sjálfum
mér yrðu það orðin: „Gjörsamlega
mislukkaður listamaður,“ sagði
Allen. Hann gerði líka lítið úr hæfi-
leikum sínum sem klarinettuleik-
ara og sagði að enginn myndi koma
á tónleikana hans nema vegna þess
að hann er frægur fyrir.
Leikstjóranum varð tíðrætt um
kvikmyndagerð í Hollywood sem
hann sagði standa þeirri evrópsku
langt að baki. „Ég er hrifinn af
mönnum eins og Pedro Almodovar,
en Hollywood er staður þar sem
menn eyða stjarnfræðilegum upp-
hæðum í að gera lélegar kvik-
myndir.“
Woody Allen hefur unnið til
þriggja Óskarsverðlauna fyrir
myndir sínar og var nýlega sæmd-
ur Prince of Austurias-verðlaun-
unum sem eru einskonar spænsk
útgáfa af Nóbelnum.
Woody Allen:
Gjörsamlega mislukkaður
WOODY ALLEN
Fjallar gjarnan um miðaldurskrísur í verkum sínum. Miðað við ummæli hans í Róm er
hann ekkert að skána af sinni þótt kominn sé fast að sjötugu.