Fréttablaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 22
22 29. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
HRÓSIÐ
... fá þeir félagar í Samsoni ehf.
Það er ýmislegt sem menn geta
gert við rúma tólf milljarða annað
en að kaupa banka á Íslandi. Í litlu
samfélagi vekur slíkt ávallt athygli
og umræðu sem menn geta alveg
verið án. Þeir Björgólfsfeðgar og
Magnús Þorsteinsson ákváðu hins
vegar að setja mark sitt af alvöru á
íslenskt fjármálalíf.
Ferill þeirra til þessa bendir ekki
til annars en að þeir séu hreinrækt-
aðir kaupsýslumenn sem vinni
verk sín af alúð og djörfung. Með
þessu skrefi hefur fjölbreytni við-
skiptalífsins aukist sem eftir öllum
lögmálum ætti að leiða til þess að
viðskiptalífið verði heilbrigðara.
Undanhald annarlegra sjónarmiða í
viðskiptum er fagnaðarefni fyrir
framtíð samfélagsins.
Gömul svín og ný
Einar Örn Benediktsson er orðinn fertugur, en finnst hann ekki deg-
inum eldri en átján. Smekkleysa á líka stórafmæli í ár og Einar leggur
sitt í púkkið til að minnast tímamótanna. Hann er ánægður með
frammistöðu Sykurmolanna í Popppunktinum.
„Ég skipulegg ekkert, það gefur
ekki góða raun,“ segir Einar Örn
Benediktsson, Sykurmoli með
meiru, sem er fertugur í dag. „Ef
eitthvað bregður út af þá verð ég
svo óhamingjusamur. Þetta er
ekki hjátrú, ég sé bara enga
ástæðu til að vera að spenna mig
upp núna frekar en á öðrum af-
mælisdögum. Ef ég get átt dag-
inn með konunni minni og börn-
um verð ég alveg ferlega kátur.
Ég vona að dagurinn endist sem
lengst og að þau verði ánægð
með að eiga svona gamlan karl.
Svo á ég örugglega eftir að tár-
ast á viðkvæmum augnablikum,
til dæmis þegar ég fæ elskuleg
símtöl og hugsanir frá vinum og
vandamönnum um allan heim.“
Einar segist hafa átt mörg
góð afmæli en minnist þess sér-
staklega þegar hann varð þrítug-
ur á strönd í Kaliforníu. „Ég fékk
Madonnubókina Sex í afmælis-
gjöf og á hana enn. Einhvern-
tíma þegar ég átti afmæli fór ég
og sótti ferlega góðar snittur hjá
strákunum á Jómfrúnni og var
með 40 stiga hita þegar ég kom
heim. Mér skilst ég hafi bara
ruglað.“
Einar Örn er að vinna að
plötu sem hefur verið í undir-
búningi í rúmlega ár. „Ég hef
verið að henda mér til hans
Bibba í Curver niðri í stúdíói
Rusl og er með hugmyndir að
lögum sem við erum að vinna.
Nei, ekki fyrir jólamarkaðinn,
við stefnum að því að eiga gleði-
leg jól. En páskaplata kæmi al-
veg til greina.“
Smekkleysa heldur upp á 15
ára afmæli sitt í ár, árið sem hún
er 16 ára. „Hátíðin er haldin und-
ir yfirskriftinni Alltaf sama
svínið,“ segir Einar. „Við ætluð-
um að gefa Smekkleysuverð-
launin, en það fórst fyrir. En eitt-
hvað kemur út á geisladiskum til
hátíðabrigða, gömul svín og ný.
Það er enn í gangi gamla mottó-
ið: Heimsyfirráð eða dauði.“
En af hverju gátu Sykurmol-
arnir ekkert í Popppunktinum?
„Hvað meinarðu?“ spyr Einar,
ofboðslega hneykslaður á spurn-
ingunni. „Þetta var algjör sigur,
sigur andans yfir efninu. Það er
alveg á tæru. Fólk hefur verið að
hnýta í okkur fyrir að vita ekki
að Svala Björgvins er fædd 1925
en ekki 18. En við stóðum okkur
rosalega vel,“ segir sá fertugi og
snýr sér að því að plana ekkert
fyrir afmælisdaginn.
edda@frettabladid.is
FÓLK Í FRÉTTUM
AFMÆLI
Þorbjörn Jensson, fyrrverandilandsliðsþjálfari í handbolta,
starfar nú með ungu fólki hjá
Fjölsmiðjunni í Kópavogi. Hann
segist hafa mjög gaman af því að
vinna með ungu fólki enda hafi
hann lengi verið búinn að vera í
þeim geira í gegnum íþróttirnar.
Segist hann njóta þess sérstak-
lega mikið núna þegar það gangi
svona vel.
Eftir að Þorbjörn hætti sem
landsliðsþjálfari hóf hann fljót-
lega störf hjá Fjölsmiðjunni. Ætli
hann sakni ekkert þjálfarstarfs-
ins? „Fyrst þegar ég fór úr þessu
var ég að mörgu leyti mjög feginn
að losna, enda var ég búinn að
vera lengi í þessu. Þegar frá líður
hefur samt meiri og meiri áhugi
kviknað. Maður er farinn að fylgj-
ast meira með þessu og almennt
með íþróttum.“ Aðspurður segist
Þorbjörn hins vegar ekki enn vera
orðinn nógu hungraður til að fara
aftur út í þjálfunina.
Helsta áhugamál Þorbjörns er
útivera og er eiginkonan hans
dugleg að fara með honum. „Ég
hef gífurlegan áhuga fyrir úti-
veru. Ég ferðast mjög mikið og er
mikið í útilegum. Ég svaf úti í
fellihýsinu núna um síðustu helgi
og þá endaði ég útlegurnar því ég
er búinn að vera nánast hverja
einustu helgi í útilegu frá því í
vor. Ég er bæði að veiða og svo
hef ég verið í skotveiði í haust,
þannig að ég hef mjög mörg
áhugamál og er ekki uppiskroppa
með þau.“
Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari í
handbolta, starfar nú með ungu fólki hjá
Fjölsmiðjunni í Kópavogi.
PersónanEkki uppiskroppa
með áhugamál
Hallgrímur Jónsson, yfirflug-stjóri Flugleiða, sem hingað
til hefur verið talinn efstur á
óskalista
samgöngu-
ráðuneytis-
ins yfir inn-
lenda full-
trúa í nýja
rannsóknarnefnd samgönguráð-
herra vegna Skerjafjarðarslyss-
ins, þykir nú varla koma til
greina í nefndina. Ástæðan er,
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins, sú að Hallgrímur þykir
of tengdur málsaðilum. Tengslin
eru annars vegar fólgin í því að
Hallgrímur er starfandi próf-
dómari fyrir Flugmálastjórn inn-
an Flugleiða. Hins vegar skrifaði
Hallgrímur, ásamt mörgum öðr-
um í flugheiminum, undir stuðn-
ingsyfirlýsingu í fyrrahaust við
þáverandi formann rannsóknar-
nefndar flugslysa, Skúla Jón Sig-
urðarson, sem sæta hafði mátt
harðri gagnrýni vegna rannsókn-
arinnar á Skerjafjarðarslysinu.
JARÐARFARIR
14.00 Sveinn H. Klemenzson, Tjarnar-
bakka, Bessastaðahreppi, verður
jarðsunginn frá Bessastaðakirkju.
15.00 Helgi Jónsson, Eiðismýri 22, Sel-
tjarnarnesi, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
15.00 Ingibjörg Pétursdóttir, Efstalandi
6, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju.
AFMÆLI
Guðjón Guðmundsson alþingismaður
er sextugur.
Einar Örn Benediktsson er fertugur.
Þorsteinn Pálsson sendiherra er 55 ára.
Einar Már Sigurðarson er 51 árs.
FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT
EINAR ÖRN BENEDIKTSSON
Veit ekki nema hann tárist á viðkvæmum augnablikum í dag.
Almennum flokksmönnum íFramsóknarflokknum í
Reykjavík hefur verið boðið að
tjá skoðun sína á því hvaða að-
ferðum eigi að beita við val á
frambjóðendum fyrir næstu Al-
þingiskosningar. Flokksmenn
geta valið um að hringja í for-
menn Framsóknarfélaganna,
senda þeim bréf eða tölvuskeyti.
Sumum flokksmönnum mun lítið
til þessarar óformlegu, óbind-
andi og óvísindalegu skoðana-
könnunar koma. Sérstaklega
þykir hún vandræðaleg þar sem
fundarstjóri neitaði að láta
greiða atkvæði um ályktun um
leiðir til vals á framboðslista á
óvenju fjölmennum aðalfundi
fyrr í þessum mánuði.
Kunnugir telja sumir að mæt-ingin á kjördæmisráðsþingi
Samfylkingar í norðvesturkjör-
dæmi kunni að hafa ráðið úrslit-
um um það að ákveðið var að
stilla upp á lista en efna ekki til
flokksvals eins og flokksforyst-
an hafði lagt áherslu á. Þeir full-
trúar á þinginu sem eiga rætur
að rekja í Alþýðubandalagið
mættu nær allir. Sömu sögu var
víst ekki að segja af krötunum
sem hafa löngum verið taldir
hallari undir prófkjör. Nokkur
hluti þeirra mun hafa haldið sig
heima og segja sumir að það
hafi ráðið úrslitum.
Uppsetningu LeikfélagsReykjavíkur á Sölumanni
deyr eftir Arthur Miller var vel
tekið þegar hún var frumsýnd á
föstudagskvöld. Áhorfendur
fögnuðu sýningunni í leikslok og
virtist samdóma álit manna að
Pétur Einarsson hefði farið á
kostum í hlutverki Willys Lom-
ans. Það vakti þó nokkra athygli
að mikið var um auð sæti, sér-
staklega í ljósi þess að auglýst
hafði verið að uppselt væri á
sýninguna. Skýringin þá vænt-
anlega sú að margir boðsgestir
hafi látið sig vanta.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Árni
Mathiesen er fyrsti dýralæknirinn í ráð-
herrastóli sem dæmdur er fyrir meiðyrði.
Leiðrétting
Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað
• Þínar tölur eru alltaf í pottinum
• Frír útdráttur fjórum sinnum á ári
– gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker
• Þú styrkir gott málefni
ÞORBJÖRN JENSSON
Þorbjörn, sem verður fimmtugur á næsta
ári, segist ekki vera á leiðinni aftur í hand-
boltann alveg strax.
Lögfræðingur nokkur var aðbíða í langri biðröð þegar sá
sem stóð fyrir aftan hann fór allt
í einu að nudda á honum axlirnar.
„Hvurn andsk... ertu að gera,
maður?“ hvæsti lögfræðingurinn
á manninn.
„Ég er nuddari,“ sagði maður-
inn. „Og datt í hug að létta þér
biðina með því að nudda þig svo-
lítið.“
„Ég er lögfræðingur en stilli
mig algerlega um að þjarma að
manninum sem stendur fyrir
framan mig.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Jón Örn Marinósson var að flet-ta í kvæðakveri Hallgríms Pét-
urssonar á dögunum og rakst þar
á Heilræðavísur sem hann segist
ekki hafa séð þar áður. Að hans
sögn kvað annar tveggja manna
sem sáust ræða saman í Stjórnar-
ráðshúsinu vísurnar. Fyrsta vísan
er svohljóðandi:
Ungum er það allra best
að óttast stjórnarherra,
Þeim mun velferð veitast mest
Og virðing aldrei þverra.
Og síðasta vísan er eftirfarandi:
Víst ávallt þeim vana halt:
Vinna, þegja, læðast;
umfram allt þó ætíð skalt
elska mig og hræðast.
FÓLK Í FRÉTTUM
Í Hrísey
Herðubreið
Siv Friðleifsdóttir
1.
2.
3.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6