Fréttablaðið - 16.11.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 16.11.2002, Síða 12
16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Geir H. Haarde, fjármálaráð-herra og varaformaðurSjálfstæðisflokksins, virð- ist vera á friðarstóli innan flokks- ins. Hann er einn í framboði til annars sætis í prófkjörinu í Reykjavík eftir viku. Hann mun að óbreyttu leiða lista í öðru kjör- dæma borgarinnar. Davíð Odds- son er ótvíræður foringi flokks- ins, hefur verið formaður lengi og forsætisráðherra lengur en aðrir menn. Geir segir frá starfi sínu og hugsunum. Geir er spurður hvort ekki verði erfitt fyrir hann, eða hvern sem er, að taka við af Davíð þegar að því kemur. „Það er almennt talið að það sé erfitt að taka við af miklum leið- togum. Það á ekki bara við um Davíð, heldur marga aðra, bæði hér á landi og erlendis. Ég held þó að hann sé ekki að hætta og vona að við fáum að njóta krafta hans sem lengst, flokkurinn og þjóðin.“ Sem fyrr segir ert þú varafor- maður. Truflar styrkur Davíðs, og það að hann sýnir ekki á sér farar- snið, metnað þinn? „Nei, alls ekki. Við vinnum ágætlega saman. Ég tel að það sé þjóðargæfa að hann hafi valist til forystu í Sjálfstæðisflokknum og hjá þjóðinni.“ Kosningar verða í vor og flokk- urinn undirbýr sig fyrir þær. Búið er að gera eina tilraun til að velja á framboðslista og eftir eru harðar deilur og óvíst um hvernig þær enda. Hefur þú sem varaformað- ur flokksins áhyggjur af stöðunni í Norðvesturkjördæmi? „Þar urðu slys og við verðum að horfast í augu við það. Málin eru til meðferðar í stofnunum flokksins og ég vona að takist að vinna úr þeim. Það var vitað að þetta yrði vandmeðfarið í kjör- dæminu, þar sem verið er að fækka þingsætum. Þess vegna er ekki síður mikilvægt að fara að með gát. Ég vona að þetta mál fái farsæla niðurstöðu.“ Svo virðist ekki ætla að verða. Það er jafnvel talað um sérfram- boð. „Sérframboð getur aldrei verið lausn. Ég held að það sé best fyrir alla að gefa sér tíma á með- an unnið er að lausn.“ Það verður prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík eftir rétta viku. Davíð Oddsson sækist einn eftir fyrsta sæti og Geir er einn um að óska eftir öðru sæti og þar með að leiða annan listann. „Ég ætla samt að gera vart við mig. Það er enginn öruggur í próf- kjöri. Formaður Samfylkingarinn- ar fékk ekki nema um 55 prósent í fyrsta sæti þó hann væri einn í kjöri í það sæti.“ Fjármálaráðherra og auknar tekjur Tekjur ríkissjóðs hafa aukist mikið í ráðherratíð Geirs H. Haarde. „Ég hef stundum verið gagn- rýndur fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs síðustu ára sé vegna meiri tekna. Í góðærinu hafa tekjustofnanir gefið af sér miklar tekjur þó svo við höfum lækkað suma þeirra.“ Þar nefnir ráðherrann tekju- skattsprósentu, vörugjöld og fleira. „Það segir sig sjálft að í uppsveiflu eykst neysla og þar með tekjur ríkisins. Það sem mestu skiptir er að kaupmáttur- inn hefur aukist um þriðjung síð- an 1994. Það er meiri árangur en flestar aðrar þjóðir geta státað af. Þessu hefur fylgt að fleira fólk er að borga meira í skatta, en það er vegna þess að skattkerfið er þan- nig uppbyggt. Ég vil ganga lengra í að lækka skatta. Við höfum lækkað skatta á fyrirtæki og eignaskatta um meira en helming, sem mun koma fram á næsta ári.“ Geir nefnir fleira, svo sem millifæranlegan persónuafslátt, tekjuskatt af húsaleigubótum og hækkun barnabóta. „Þetta er einn pakki sem menn verða að horfa á í heildarsamhengi við markmið okkar í efnahags- og ríkisfjármál- um, til dæmis er varðar hagvöxt, verðbólgu, atvinnustig og jafn- framt það markmið að reka ríkis- sjóð með afgangi. Við höfum greitt niður skuldir og lækkað skuldbindingar gagnvart Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Það er farið að muna verulega um þetta. Munurinn á vöxtum sem ríkið greiðir og þeim vöxtum sem ríkið fær af sínum útlánum hefur minnkað um milljarða á síðustu árum. Við sjáum líka að þær skattalækkanir sem við beittum okkur fyrir leiða ekki til halla- reksturs. Það er rangt að segja að þær breytingar sem gerðar voru hafi fært byrðar yfir á önnur bök.“ Hver svari fyrir sig Þú segir að vel hafi tekist til, skuldir ríkissjóðs hafa lækkað og tekjur aukist. En á sama tíma hafa erlendar skuldir atvinnulífs- ins aukist, svo ekki sé talað um ótrúlega skuldasöfnun heimil- anna. Hefur þú ekki áhyggjur af þessu, er ekki skekkja í myndinni? „Það er þannig að lántöku- möguleikar og frelsi til að taka lán í útlöndum hafa stóraukist. Það hafa allir meira sjálfdæmi um lántökur og um leið meiri ábyrgð. Það er okkar pólitíska markmið að opna þjóðfélagið. Fólk verður að kunna fótum sínum forráð.“ En var farið of geyst, var þjóðin þá ekki tilbúin? Mikil skuldasöfn- un hlýtur að segja eitthvað? „Þessu verður hver að svara fyrir sig. Það má vel vera að þetta sé tilfellið. Ef svo hefur verið þá held ég að við séum komin yfir það núna.“ Fáum fyrirtæki heim Aftur að skattinum. Þeir sem gagnrýna gerðir ríkisstjórnarinnar segja fjármagnstekjuskatt hér vera lágan, skatt á fyrirtæki að sama skapi með því lægsta sem þekkist og svo framvegis. Er ekki eðlilegt að bent sé á þetta og gagn- rýnt að á sama tíma séu styrkþeg- ar að borga skatta? „Hvað varðar fjármagnstekju- skattinn þá var hann enginn allt til ársins 1997. Með því að setja á 10 prósent skatt var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs þess vegna yrðu um einn til tveir milljarðar króna. Á næsta ári mun þessi skattur skila um fimm milljörðum. Þetta gerist vegna þess að almenningur hefur breytt hegðun sinni á grundvelli þessara skattabreyt- inga. Fólk selur hluti í fyrirtækj- um og fjölskyldufyrirtækjum er breytt í hlutafélög og fara á mark- aðinn. Verðmæti sem áður komu ekki til skatts gera það nú. Það er hægt að auka skatttekjur án þess að hækka skattana. Lækkun tekjuskatts fyrirtækja, úr 51 pró- sent í þrjátíu, varð til þess að tekj- urnar jukust. Fyrirtækjum sem borga skatt hefur fjölgað þó svo þau borgi minna að meðaltali. Al- veg sama mun gerast með lækk- uninni í átján prósent. Við erum að fá hingað heim fyrirtæki, svo sem Marel frá Þýskalandi, Össur frá Bandaríkjunum og Alcoa. Kenneth Peterson í Norðuráli ætl- ar að vera með fyrirtæki sitt, vegna fjárfestinga utan Banda- ríkjanna, hér á landi. Margt fleira mun gerast vegna þessa. Með því að lækka skatthlutfallið breikkar skattstofninn.“ Þegar þú talar um stöðu ríkis- sjóðs fer ekki á milli mála að tekj- ur hafa aukist og gjöld þá væntan- lega líka. Þess vegna er spurt, hef- ur báknið vaxið í höndunum á þér? „Hlutfall ríkisútgjalda af þjóð- arframleiðslunni hefur frekar lækkað. Okkar markmið er að Við Davíð vinnum ágætlega saman Geir H. Haarde segir sterka stöðu Davíðs Oddssonar ekki trufla sinn metnað. Segist sáttur við sína stöðu. „Við erum að fá hingað heim fyrirtæki, svo sem Marel frá Þýskalandi, Össur frá Banda- ríkjunum og Alcoa. Kenneth Peterson í Norðuráli ætlar að vera með fyrirtæki sitt, vegna fjárfestinga utan Bandaríkj- anna, hér á landi.“ „Stundum hringja þeir oftar en góðu hófi gegnir, finnst mér. Þeir bera hag sinna ráðu- neyta fyrir brjósti og flest góðu málin kosta peninga.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLIHlí›asmára 15 • Sími 535 2100 54.240 kr. Ver›dæmi sta›greitt: miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11ára ferðist saman. 75.330 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Aloe, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. Flugsæti staðgreitt, 44. 930 kr. Vegna gífurlegrar eftirspurnar: Ka na rí Ka na rí Aukafe r› 27. des . 15 dag ar Bókunarsta›a til Kanarí 30. nóvember uppselt 19. desember uppselt 21. desember uppselt 4. jan. (fyrri fer›) uppselt 4. jan. (seinni fer›) laus sæti HEILBRIGÐISMÁL „Það mætti halda að Elsa Friðfinnsdóttir væri að skipuleggja ævintýraferðir fyrir þýska eða spænska skáta en ekki að tala um lækna og þá staðreynd að þeir þurfa að skilja sjúkling- ana,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, sem lengi hefur starfað í Skandinavíu. Guð- mundur segir það fáránlegt að ætla að hægt sé að ráða lækna frá Spáni, Þýskalandi eða Póllandi til að sinna sjúklingum hér án þess að þeir fari áður í tungumálanám og námskeið sem veiti þeim inn- sýn í íslenska heilbrigðiskerfið. „Elsa áttar sig heldur ekki á því að í löndunum næst okkur er við- varandi læknaskortur. Hvað held- ur hún að íslenskir læknar séu að gera í útlöndum? Þeir eru þar í vinnu vegna þess að það vantar lækna á hinum Norðurlöndunum. Ég skil heldur ekki hvernig mann- eskjunni dettur í hug að hægt sé að ráða kollega okkar til starfa hér þegar við erum í réttindabaráttu. Það flögrar varla að henni að það fáist læknar til vinnu undir slíkum kringumstæðum? Ef svo er gef ég ekki mikið fyrir þekkingu hennar á þessum málum.“ Í Noregi og Svíþjóð hefur verið reynt að ráða lækna frá Spáni og Þýskalandi með miður góðum ár- angri. „Það eru mikil afföll á þeim læknum sem koma frá svo ólíkum löndum. Þeim hefur ekki gengið vel að komast inn í málið og læra á kerfið, sem er frumskilyrði fyrir því að hægt sé að starfa sem lækn- ir og sinna sjúklingum í viðkom- andi landi,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson.  Ákvörðun um að auglýsa eftir læknum erlendis: Fáránlegt að ráða erlenda lækna EKKI EINFALT AÐ RÁÐA ÚTLENDA LÆKNA Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hefur sagt að auglýst verði eftir útlendum læknum til þess að fylla í skörðin á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.