Fréttablaðið - 16.11.2002, Page 30
30 16. nóvember 2002 LAUGARDAGUR
ÓKEYPIS
Haustveðrið. Svalar stillur ogfegurð þegar við gerum eng-
ar kröfur um veður. Hver dagur
eins og bónus; viðbót við annað
gott þegar við helst vildum það
betra. En á haustin gerum við
ekki kröfur. Þökkum fyrir hvern
dag sem er ekki brjálað veður.
Því meira verður þakklætið þeg-
ar birtan bætist við. Birta sem
lætur ekki sjá sig á öðrum árs-
tímum. Jafnvel hvítt verður gult.
Og gult grænt. Bláminn aldrei
bjartari. Njótum fegurðar hausts-
ins sem farið er að teygja sig inn
í veturinn. Það er ókeypis.
FÓLK Í FRÉTTUM
Einhverju sinni var ég staddur ákvikmyndahátíð í São Paulo í
Brasilíu. Yfir kvöldverðinum á
hótelinu varð ég var við að það er
alltaf maður þarna sem vill mikið
tala við mig. Ég hélt fyrst að hann
væri kannski samkynhneigður og
væri bara að reyna við mig. Hon-
um var svo mikið niðri fyrir. Þetta
nálgaðist að vera áreiti og þegar
við komum úr matnum, án þess að
maðurinn hefði nokkurn tíman
sagt orð við mig, gekk ég bara að
honum og sagði „áttu eitthvað van-
talað við mig vinur?“
Hann jánkaði því, þannig að ég
bauð honum drykk á hótelbarnum.
Þetta var rússneskur kvikmynda-
framleiðandi og hann mátti vart
mæla fyrir æsingi en það kom í
ljós að hann hafði verið flotafor-
ingi í Rauða hernum og hafði verið
fyrir utan Faxaflóa og miðað
kjarnorkusprengjum á tvö skot-
mörk stanslaust í þrjú ár. Annað á
Reykjavíkurflugvelli og hitt á
Keflavíkurflugvelli. Hann var bú-
inn að halda í gikkinn mörgum
sinnum og hafði aldrei séð Íslend-
ing sem hann ætlaði þarna að fara
að strauja út af kortinu.
Ég tók þessu náttúrlega eins og
hverju öðru fyllerísrugli og sagði
honum að þetta gæti nú aldrei
staðist, að menn færu að skjóta inn
í miðja íbúðabyggð. „Jú, jú. Ég get
meira að segja sannað það,“ sagði
hann og upphóf þessa fögru söng-
rödd í kósakkastíl og söng Svífur
yfir Esjunni alveg villulaust og þá
var mér nú brugðið.
Skýringuna fékk ég á næstu
kvikmyndahátíð sem var á Hawaii.
Þá hitti ég amerískan hermann sem
hafði unnið á radarstöðinni. Hann
sagði mér að kafbátarnir hefðu
alltaf legið undir íslensku fiskibát-
unum og ef þeir reyndu að hlusta á
eitthvað annað en það sem var í
gangi í bátunum sjálfum voru þeir
strax spottaðir á radarnum. Þannig
að þeir kunnu Óskalög sjómanna og
sjúklinga utan að. Þessi maður vildi
ekki rengja Rússann.
Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri,
segir sögu af ósýnilegri ógn á Faxaflóanum
og skorar á félaga sinn Einar Kárason,
rithöfund, að segja næstu sögu.
Sagan
Ósýnileg ógn á Faxaflóanum
Það er ekki laust við að Fram-sóknarmenn í Norðvestur-
kjördæmi hafi verið kátir und-
anfarna daga. Hart er barist um
efsta sætið á listanum og önnur
örugg þingsæti á kjördæmis-
þingi um helgina og allra tíð-
inda von. Nú þykjast menn hins
vegar sjá að sama hvernig fer
um helgina geti eftirmálin
aldrei orðið jafn harkaleg og
eftir prófkjör Sjálfstæðismanna
um síðustu helgi. Enda var það
svo að einn þingmanna Fram-
sóknar ljómaði allur þegar hann
ræddi málið við blaðamann en
beit í vörina og leit undan þegar
hann var beðinn um að spá fyrir
um úrslitin.
JARÐARFARIR
14.00 Hólmfríður Magnúsdóttir, Borg-
arbraut 22, Stykkishólmi, verður
jarðsungin frá Stykkishólmskirkju.
14.00 Jón Ólafsson frá Hamri í Ham-
arsfirði, Hátúni 17, Eskifirði, verð-
ur jarðsunginn frá Djúpavogs-
kirkju. Jarðsett verður í Her-
mannastekkum í Hamarsfirði.
14.00 Óskar Björgvinsson, ljósmyndari,
Vestmannaeyjum, verður jarð-
sunginn frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
14.00 Valgerður Haraldsdóttir, Brunn-
um 3, Patreksfirði, verður jarð-
sungin frá Patreksfjarðarkirkju.
14.00 Guðjón Helgason, fyrrverandi
bóndi á Rauðaskriðum, Fljótshlíð,
verður jarðsunginn frá Hlíðar-
endakirkju.
ANDLÁT
Arngrímur Guðjónsson lést á hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi 13. nóvember.
Fanney Einarsdóttir Long, kjólameist-
ari, Miðleiti 5, lést 13. nóvember.
TÍMAMÓT
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Vegna mikilla sviptinga í íslensku fjármála-
lífi skal tekið fram að enn er Esjan óseld.
Leiðrétting
VIÐ PERLUNA Myndverkið við Perluna er eftir Þorbjörgu Pálsdóttur myndhöggvara.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/B
ILLI
Hallgerður Thorlacius.
Odd Nerdrum og er norskur.
Hu Jinato.
1.
2.
3.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
Hvað er grænt og segir„Bebe?“
Svar: Grænt Bebe
Hvað er rautt og segir „Bebe?“
Svar: Grænt Bebe í rauðum
náttfötum.
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
„Hann var búinn að halda í gikkinn mörg-
um sinnum og hafði aldrei séð Íslending
sem hann ætlaði þarna að fara að strauja
út af kortinu.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
REIÐNÁMSKEIÐ
Síðustu námskeið hefjast
19. nóvember. Barnahópar
og fullorðins, byrjendur og
lengra komnir.
Uppl. og skráning 575 1566
Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal.
TÓNLIST Rödd Guy Berryman,
bassaleikara Coldplay, hljómaði
afar rám í gegnum símann þegar
hann kynnti sig fyrir blaðamanni í
gær. Það kom svo sem ekkert á
óvart þar sem sveitin hafði kvöld-
ið áður unnið verðlaunin sem
besta breska hljómsveitin á evr-
ópsku MTV-verðlaunahátíðinni.
Það er því auðvelt að ímynda sér
að hann hafi tekið þátt í skralli
lengst fram á nótt umkringdur öll-
um hinum stjörnunum á strætum
Barcelona. Það virðist þó sem
Berryman hafi verið nokkuð ró-
legur þetta kvöld og satt best að
segja hljómaði hann ekkert sér-
staklega sáttur við úrslit kvölds-
ins. „Ég býst við því að það hafi
verið betra að vinna þetta en ekki
neitt,“ sagði hann með sérstak-
lega rólegum tón. „Við hefðum
helst viljað fá verðlaunin fyrir
bestu breiðskífuna en miðað við
þær plötur sem voru þar áttum
við ekki möguleika á því. Svona
verðlaun skipta okkur ekki mestu
máli, það gera plöturnar okkar. En
samt, ef við hefðum ekki unnið
neitt hefði okkur örugglega liðið
eins og það væri verið að skilja
okkur út undan.“
Berryman viðurkennir að hon-
um finnist svona uppákomur
fremur undarlegar. Heimsfrægt
fólk, blaða- og markaðsmenn í
hvaða átt sem menn horfa. Þegar
reynt er að toga upp úr honum
villtar sögur af gleðskap fræga
fólksins er hann snöggur að vatns-
þynna þær. „Ef ég á að vera alveg
heiðarlegur er ekket glys bak-
sviðs og allt frekar leiðinlegt. Við
fórum beint upp í rútu og keyrð-
um til Madrid,“ segir hann og
hlær.
Sveitin hefur verið á tónleika-
ferðalagi um heiminn frá því að
verðlaunabreiðskífa þeirra „A
Rush of Blood to the Head“ kom
út um miðjan ágúst. Þeir hafa eytt
mestum tíma sínum í Bandaríkj-
unum og eru ein af fáum breskum
sveitum sem á miklum vinsæld-
um að fagna þar í landi. Hann tel-
ur vaxandi vinsældir Coldplay
þar í landi byggja á afar einfaldri
staðreynd. „Ég held að margar
sveitir geri sér ekki grein fyrir
því hvað Bandaríkin eru stór og
hvað þarf að eyða miklum tíma í
að ferðast og spila. Ég held að
okkur gangi vel af því að við höf-
um lagt mikið á okkur og reynt að
spila á sem flestum stöðum.“
Hann viðurkennir að liðsmenn
séu byrjaðir að þreytast á heims-
hornaþeytingnum og bíður
spenntur eftir því að koma hingað
til lands. Ekki bara vegna þess að
tónleikarnir hér eru síðustu tón-
leikar ársins, heldur vegna þess
að hér ætla liðsmenn að eyða
þremur dögum í að ná aftur and-
anum.
„Okkur langaði svo til að spila
sérstaka jólatónleika á Íslandi.
Heldur þú að það verði ekki ör-
ugglega snjór þarna í desember?“
spyr hann og verður að teljast
nokkuð bjartsýnn. „Ég býst samt
við að við reynum að framkalla
einhvern jólablæ á tónleikana. Við
höfum áður leikið lagið „Have Yo-
urself a Merry Little Christmas“ á
tónleikum.“
Sviðshlutir sveitarinnar hafa
vaxið í samræmi við vinsældir og
segir Berryman sveitina nú styðj-
ast við risasjónvarpsskjái og auk-
ið ljósakerfi. Það ættu því að vera
þó nokkrar líkur á því að tónleika-
gestir Laugardalshallarinnar fái
að sjá framan í hann í þetta skipti.
Það er að segja ef hann greiðir
hárið frá augunum.
Írska rokksveitin Ash hitar
upp. Miðsalan hefst á mánudag kl.
10 í verslunum Skífunnar. Það
kostar 4.400 kr. í stæði en 5.400 í
stúku.
biggi@frettabladid.is
COLDPLAY
Voru verðlaunaðir á evrópsku MTV-verðlaunahátíðinni á fimmtudag sem besta breska hljómsveitin. Guy Berryman bassaleikara (annar frá
hægri) finnst leiðinlegt að vera baksviðs á slíkum athöfnum.
Jólaævintýri á Íslandi
Coldplay er á leiðinni aftur til landsins til þess að halda hér tónleika 19. desember.
Guy Berryman bassaleikari var enn hálfvankaður eftir evrópsku MTV-
verðlaunin þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær.