Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 21. nóvember 2002 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík: Búist við sjö til níu þúsund kjósendum STJÓRNMÁL Gera má ráð fyrir að sjö til níu þúsund manns kjósi í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík um helgina að mati nokkurra Sjálfstæðismanna. Það jafngildir um helmingi skráðra flokksmanna í borginni. Í gær höfðu á annað hund- rað manns kosið utan kjörfundar. Um 7.000 manns tóku þátt í próf- kjöri flokksins fyrir þingkosning- arnar 1995. Fjórum árum áður höfðu 8.200 tekið þátt í prófkjöri flokksins þegar Davíð Oddsson gaf fyrst kost á sér til að leiða lista flokksins í höfuðborginni. Þrjú stærstu prófkjörin fyrir síðustu þingkosningar drógu að um eða yfir 10.000 kjósendur. Tæplega 10.000 kusu í prófkjöri Samfylking- ar í Reykjanesi, 11.500 í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík og 12.200 í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjanesi. Þau prófkjör voru opin. Prófkjörið um helgina er opið flokksbundnum sjálfstæðismönn- um og getur fólk gengið í flokkinn og greitt atkvæði þar til kjörstöðum lokar klukkan sex á laugardag. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÖKUMENN Á SLYSADEILD Tveir bílar rákust á á Reykjanesbraut við Elliðaárbrú laust eftir klukk- an tíu í gærmorgun. Ökumenn bílanna voru fluttir á slysadeild. Annar þeirra var meira slasaður en hinn. STAL TÖLVU Tölvubúnaði var stolið þegar brotist var inn í verslun í Bæjarlind í Kópavogi í fyrrinótt. Til að komast inn braut þjófurinn rúðu í versluninni. Mál- ið er í rannsókn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.