Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 21.11.2002, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 21. nóvember 2002 SÍMI 553 2075 RED DRAGON kl. 10Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6 og 8ENOUGH kl. 5.30 og 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 10.10 b.i. 16 áraLILO OG STITCH m/ísl.tali kl. 4 VIT429 BEND IT LIKE BECKHAM kl. 4 VIT 460 UNDERCOVER BROTHER 6, 8 og 10.10 VIT448 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461 Hæsta boðið í æskuheimili rapp-arans Eminem á Ebay er kom- ið yfir 1 milljón dollara (um 85 milljónir ísl. kr.). Húsið fór á sölu eftir að frændi Eminem seldi hús- ið. Kaupandinn setti það svo á Ebay og hyggst selja hæstbjóð- anda, Eminem til mikillar gremju. Aðdáendur hans spyrja sjálfsagt sjálfa sig hvernig standi á því að Eminem kaupi húsið ekki bara sjálfur ef honum er svona annt um það? Poppdúkkan Christina Aguileraheldur áfram að hneyksla. Aug- lýsing sem hún lét setja í blaðið eft- ir fólki til þess að leika í næsta myndbandi sínu þykir afar ósmekk- leg. Þar vill hún m.a. fá „fertugar lesbíur af öllum kynþáttum sem líta út fyrir að vera kvenréttinda- konur“. Einnig óskar hún eftir „of- urmjórri stúlku eða konu sem lítur út fyrir að þjást af lystarstoli“. Kaldhæðnislega heitir lagið, sem gera á myndbandið við, „Beauti- ful“. Hverjum þykir sinn holdlausi fagur. Orðrómar eru á kreiki um aðleikkonan Kate Winslet, sem lék m.a. í „Titanic“, og leikstjórinn Sam Mendes (“Road to Perdition“ og „American Beauty“), ætli að ganga í það heilaga um næstu helgi. Simpson-fjölskyldan fagnar 300. þættinum: Bart vill lögskilnað SJÓNVARP Nú líður að þætti númer 300 hjá Simpson-fjölskyldunni. Þrátt fyr- ir að hafa verið um tíu ár á dagskrá njóta þættirnir enn mikilla vinsælda og má eflaust þakka hugmyndaflugi höf- undanna fyrir það. Í nýjustu seríunni, sem nú er í gangi í B a n d a r í k j u n u m , fékk Marge sér óvart sílíkon í brjóstin. Það vakti auðvitað mikla ánægju hjá eiginmanninum einfalda Homer Simpson. Í þætti 300 mun Bart aftur á móti sækja um lögskilnað frá fjölskyldu sinni. Það gerir hann eftir að hann kemst að því að foreldrar hans eru búnir að sólunda hárri fjárupphæð, sem hann fékk borgað fyrir að leika í auglýsingu fyrir barnavöru þegar hann var tveggja ára. Varan heitir því undarlega nafni „Baby-stink- breath“. Hvort honum tekst að skilja við fjölskyldu sína verður tíminn einn að leiða í ljós. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.