Fréttablaðið - 22.01.2003, Side 2
2 22. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
INNLENT
Páll Magnússon er upplýsingafulltrúi Íslenskrar
erfðagreiningar sem var að opna Íslendingabók á
Netinu. Þar geta menn dundað sér við að rekja
skyldleika sinn við aðra Íslendinga.
Við Kári erum skyldir í sjöunda lið. Sameig-
inlegir forfeður okkar heita Guðmundur
Þorvarðsson og Sesselja Eyjólfsdóttir frá
Ögri við Ísafjarðardjúp.
SPURNING DAGSINS
Páll, hvernig eruð þið Kári
skyldir?
ÍRAKSDEILAN Bretland og Bandarík-
in munu beita öllum tiltækum ráð-
um til að eyða hættunni sem
stafar af Saddam Hussein, sagði
Tony Blair á fundi með formönn-
um þingnefnda breska þingsins.
Hann sagði engar leiðir útilokaðar
við að tryggja að markmiðin um
kjarnorkuvopnalaust Írak næðist.
Aðspurður um hvort kæmi til
greina að hóta notkun kjarnorku-
vopna vildi hann ekki útiloka það.
Blair sagði æskilegt að örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti nýja ályktun sem heimilaði
innrás í Írak en væri ekki for-
senda frekari aðgerða.
Franskir, þýskir, rússneskir og
kínverskir ráðamenn vilja fara
hægar og gefa eftirlitsmönnum
betri tíma til að vinna verk sitt.
Dominique de Villepin, utanríkis-
ráðherra Frakklands, sagði í gær
enga réttlætingu fyrir stríði
komna fram og útilokaði ekki að
Frakkland beitti neitunarvaldi
sínu í öryggisráðinu.
„Hversu mikinn tíma þurfum
við til að sjá að hann er ekki að
afvopnast?“ spurði George W.
Bush af því tilefni og ítrekaði að
tíminn væri senn á þrotum.
„Þetta er eins og að horfa á end-
ursýningu lélegrar kvikmyndar.
Hann er að tefja. Hann er að
blekkja. Hann er að biðja um
meiri frest. Eitt er víst, hann er
ekki að afvopnast,“ sagði Bush
um Saddam Hussein. ■
Frakkar og Þjóðverjar hvetja til varkárni:
Öllum ráðum beitt gegn Írak
TONY BLAIR
Sagði að öllum tiltækum og nauðsynleg-
um ráðum yrði beitt til að draga úr hætt-
unni sem stafar af Írak.
AP
/M
YN
D
Kastaði í ráðherra:
Dýrkeypt
eggjakast
KAUPMANNAHÖFN 19 ára Dani hefur
verið dæmdur í tveggja vikna
fangelsi fyrir að kasta eggi í höf-
uð Anders Fogh Rasmussen for-
sætisráðherra.
Maðurinn kastaði eggi í Fogh
Rasmussen þegar forsætisráð-
herrann var að yfirgefa athvarf
fyrir heimilislausa í Kaupmanna-
höfn á síðasta ári. Upphaflega var
hann dæmdur til greiðslu 3.000
danskra króna í sekt. Saksóknarar
áfrýjuðu dómnum og kröfðust
þyngri refsingar. Ekki er ljóst
hvort Fogh Rasmussen hafi farið
fram á það, en sjálfur gerði hann
síðar grín að eggjakastinu. ■
Brottför Vilhjálms Egils-
sonar af Alþingi:
Fær ekki
biðlaun
STJÓRNMÁL Vilhjálmur Egilsson,
sem sagði af sér þingmennsku um
miðjan janúar, fær ekki greidd bið-
laun.
Samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu Alþingis gera menn þar
á bæ ráð fyrir að laun Vilhjálms í
nýju starfi hjá Al-
þjóða gjaldeyris-
sjóðnum séu hærri
en sem nemur
þingfararkaupinu.
Sjálfur mun Vil-
hjálmur að
minnsta kosti ekki
hafa óskað eftir
greiðslu biðlauna.
Í lögum sem
samþykkt voru
árið 1999 segir að
biðlaun séu ekki
greidd fari menn í
hærra launað starf. Sé launin lægri
í nýja starfinu er greiddur mis-
munur þeirra og þingfararkaups.
Eftir 7% hækkun þingfararkaups-
ins um áramótin er það nú tæpar
370 þúsund krónur á mánuði.
Alþingismenn sem setið hafa á
þingi lengur en tíu ár eiga rétt á
sex mánaða biðlaunum. Þeir sem
skemur hafa setið eiga rétt á
þriggja mánaða launum. Þegar er
ljóst að nokkrir núverandi þing-
manna munu eiga tilkall til slíkra
launa þar sem þeir ætla ekki að
gefa kost á sér til áframhaldandi
þingsetu. Það sama gildir um aðra
sem kunna að falla út af þingi eftir
kosningar í vor. ■
Misræmi í skráningu
símanúmera:
Bond og
bin Laden í
Noregi
OSLÓ, AP Í símaskrám í Noregi má
meðal annars finna Andrés Önd,
Osama bin Laden og James Bond
en ef ekkja vill skrá númer sitt
undir nafni látins eiginmanns er
það ekki leyfilegt. Þetta kom í ljós
þegar kona á níræðisaldri hafði
samband við dagblaðið Verdens
gang og kvartaði yfir því að ósk
hennar um að fá að nota nafn eig-
inmannsins skyldi vera hafnað af
útgefanda símaskrárinnar.
Talsmenn útgefenda gáfu þá
skýringu að manneskjan sem
borgaði fyrir símaþjónustuna yrði
að vera skráð fyrir númerinu.
Þegar blaðið fór að athuga málið
kom upp úr dúrnum að í
símaskrám landsins má finna
nöfn á borð við James Bond,
Superman og Harry Potter svo
dæmi séu tekin. Þar má einnig
finna Osama nokkurn bin Laden
sem skráður er til heimilis í
Fjarskanistan. Gaf útgefandinn
þá skýringu að allt væru þetta
farsímanúmer þar sem notkunin
væri greidd fyrirfram og margir
þeirra sem notfærðu sér slíka
þjónustu væru skráðir undir
fölsku nafni. ■
VILHJÁLMUR
EGILSSON
Fær hærri laun en
sem nemur þing-
fararkaupi í nýju
starfi og fær því
engin biðlaun.
Nýir þingmenn á
Alþingi:
Adolf í stað
Vilhjálms
ALÞINGI Adolf H. Berndsen tók í
gær sæti á Alþingi í stað Vilhjálms
Egilssonar, sem afsalaði sér þing-
mennsku 16. janú-
ar 2003. Adolf tók
fyrst sæti sem
varamaður á Al-
þingi í febrúar
2001. Adolf tók ein-
nig sæti Vilhjálms
Egilssonar í sjáv-
arútvegsnefnd og
efnahags- og við-
skiptanefnd. Adolf
verður einnig
varamaður í Ís-
landsdeild þing-
m a n n a n e f n d a r
EFTA.
Einar K. Guð-
finnsson var kjörinn formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis í stað Vilhjálms Egilssonar
og Árni Ragnar Árnason var kjör-
inn formaður sjávarútvegsnefndar
Alþingis í stað Einars K. Guðfinns-
sonar.
Þá tók Björgvin G. Sigurðsson í
gær sæti sem varamaður á Alþingi
í stað Margrétar Frímannsdóttur.
Björgvin hefur fjórum sinnum tek-
ið sæti á Alþingi, fyrst sem vara-
maður í nóvember 1999. ■
LÁNSÁBYRGÐ SAMÞYKKT Bæjar-
stjórn Akureyrar samþykkti á
fundi sínum í gær að veita Lands-
virkjun lánsábyrgð vegna fram-
kvæmda við Kárahnjúkavirkjun.
Tillaga um að veita ábyrgðina
var samþykkt með tíu atkvæðum
gegn einu, en það var fulltrúi
Vinstri grænna sem greiddi at-
kvæði gegn tillögunni. Akureyr-
arbær á 5% eignarhlut í Lands-
virkjun.
HVALVEIÐAR „Það er bara ein sam-
þykkt til í Alþingi og hún er sú að
hefja veiðar eins fljótt og unnt
er,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns-
son, þingmaður Frjálslynda
flokksins.
Hann telur að Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
hafi farið út fyrir það umboð sem
Alþingi fól honum þegar hann
gekkst inn á skilmála sem settir
voru fyrir inngöngu Íslands í Al-
þjóðahvalveiðráðið í október í
fyrra. Þar er skýrt kveðið á um að
Ísland muni ekki hefja hvalveiðar
í atvinnuskyni fyrr en árið 2006.
„Hefur Alþingi gefið honum
það umboð að fresta atvinnuveið-
um fram til 2006 og jafnvel lengur
ef þörf þykir? Ég veit ekki til
þess. Ráðherra bara skrifaði und-
ir samninginn og tilkynnti hér í
pontu á Alþingi,“ segir Guðjón
Arnar og bætir við að þess vegna
haldi hann til streitu frumvarpi
sínu um að hefja skuli hið fyrsta
hvalveiðar hér við land.
„Ég er hins vegar mjög óhress
með alla málsmeðferð. Málið hef-
ur tvisvar verið sett á dagskrá en
ekki fengist rætt,“ segir Guðjón
Arnar. ■
Margrét Frímannsdóttir:
Frá störfum
í bili vegna
veikinda
STJÓRNMÁL Margrét Frímannsdótt-
ir alþingismaður gekkst á föstu-
dag undir velheppnaða aðgerð
vegna krabba-
meins í brjósti.
Að því er segir í
tilkynningu frá
Össuri Skarphéð-
inssyni, formanni
Samfylkingarinn-
ar, fór Margrét
heim af Landspít-
alanum í gær. Taka
á ákvörðun um
frekari meðferð á
næstu dögum.
Margrét verður af ofangreind-
um ástæðum frá störfum um
óákveðinn tíma. Hún er þó sögð
munu leiða lista Samfylkingarinn-
ar í Suðurkjördæmi í alþingis-
kosningum í vor eins stofnað hafi
verið til. Margrét er varaformað-
ur Samfylkingarinnar. ■
ADOLF H.
BERNDSEN
tók í gær sæti Vil-
hjálms Egilssonar,
sem afsalaði sér
þingmennsku fyrir
viku og hélt til
Washington.
MARGRÉT FRÍ-
MANNSDÓTTIR
Velheppnuð
aðgerð vegna
brjóstakrabba.
GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON
Vill ræða hvalveiðar strax og segir
sjávarútvegsráðherra ekki hafa haft
leyfi Alþingis til að fresta hvalveiðum í
atvinnuskyni.
Umboð sjávarútvegsráðherra til að fresta hvalveiðum í atvinnuskyni
Alþingi heimilaði ekki frestun
KÖNNUN Rúmlega 88% lands-
manna eru fylgjandi því að Ís-
lendingar hefji hvalveiðar en tæp-
lega 12% eru andvíg samkvæmt
niðurstöðum könnunar Frétta-
blaðsins.
Í október fengu Íslendingar
aftur aðild að Alþjóðahvalveiði-
ráðinu og þá skuldbatt þjóðin sig
til að hefja ekki hvalveiðar í at-
vinnuskyni fyrr en árið 2006. Að-
ildin opnaði hins vegar fyrir þann
möguleika að hefja hvalveiðar í
vísindaskyni.
Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals hf., segir að niðurstaðan
sýni að Íslendingar séu í nánari
snertingu við náttúruna en þeir
umhverfissinnar úti í heimi sem
sífellt séu að mótmæla hvalveið-
um. Stjórnvöld hafi samt verið á
eilífu undanhaldi, eins og skuld-
bindingin til að hefja hvalveiðar
ekki fyrr en árið 2006 sýni. Hann
segir að nú sé vitað með nokkurri
vissu hversu stór hvalastofninn sé
og að það sé nóg af hval á Íslands-
miðum. Árið 1986 til 1989 hafi
veiðar í vísindaskyni verið stund-
aðar því áhöld hafi verið uppi um
það hversu stór hvalastofninn
væri.
Hörður Sigurbjarnarson, fram-
kvæmdastjóri Norður-Siglingar á
Húsavík, segir að ef stjórnvöld
myndu heimila hvalveiðar myndi
það hafa mjög slæm áhrif á ferða-
þjónustu í landinu. Hvalaskoðun
sé langöflugasta afþreyingin sem
seld sé í íslenskri ferðaþjónustu.
Á síðasta ári hafi ríflega 60 þús-
und ferðamenn farið í hvalaskoð-
un af þeim 150 þúsund sem komið
hafi til landsins yfir sumartím-
ann.
„Ég tel það alveg víst að það
myndi rústa minni atvinnustarf-
semi ef hvalveiðar yrðu leyfðar
fyrir Norðurlandi,“ segir Hörður.
„Ég held að fólk átti sig kannski
ekki alveg á því hvaða áhrif það
myndi hafa ef við myndum hefja
hvalveiðar í andstöðu við okkar
viðskiptaþjóðir. Veltan í kringum
hvalaskoðun hérlendis er um 800
til 1.300 milljónir króna á ári. Að-
alsýningarhvalurinn hér fyrir
norðan er hrefnan, sem hefur
aldrei verið nein efnahagsleg
stærð í íslensku þjóðlífi, nema þá
helst á Brjánslæk. Ef hún yrði
veidd hér myndi það eyðileggja
okkar starfsemi.“
Í könnun Fréttablaðsins sögð-
ust tæplega 10% aðspurða vera
óákveðin eða neituðu að svara
spurningunni, en spurt var: Ertu
fylgjandi eða andvíg(ur) því að Ís-
lendingar hefji hvalveiðar? Alls
voru 600 manns spurðir og skipt-
ust þeir jafnt milli kynja og hlut-
fallslega á milli kjördæma eftir
áætluðum fjölda kjósenda í al-
þingiskosningunum í vor.
trausti@frettabladid.is
HVALBÁTARNIR Í REYKJAVÍK
Í október fengu Íslendingar aftur aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu og þá skuldbatt þjóðin
sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Aðildin opnaði hins vegar
fyrir þann möguleika að hefja hvalveiðar í vísindaskyni.
Um 90% vilja
hefja hvalveiðar
Forstjóri Hvals hf. segir Íslendinga vera í nánari snertingu við náttúr-
una en umhverfissinnar úti í heimi. Hvalaskoðun veltir um 800 til 1.300
milljónum króna. Ísland er skuldbundið til að hefja ekki hvalveiðar í at-
vinnuskyni fyrr en árið 2006.