Fréttablaðið - 22.01.2003, Page 4

Fréttablaðið - 22.01.2003, Page 4
4 22. janúar 2003 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ætlar þú að fylgjast með HM í handbolta? Spurning dagsins í dag: Spilarðu í happdrætti, spilakössum, lottói eða getraunum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 36%Nei 64% MIKILL ÁHUGI Mikill meirihluti gesta á frett.is ætlar að fylgjast með strákunum okkar á Heims- meistaramótinu í handbolta. Já Sjávarútvegsráðuneytið vill ekki samstarf við Norðmenn um fiskveiðar: Óháðar stofnanir mega spá í málin STJÓRNMÁL Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, segir ut- anríkisráðuneytið hafa sagt sjávarútvegsráðuneytinu frá áhuga Norðmanna á samstarfi um mótun fiskveiðistefnu. „Árni tók hins vegar ekki undir málið,“ segir Ármann. Hann upplýsir jafnframt að ekki hafi verið leitað til sjávarút- vegsráðuneytisins um styrk til handa Háskóla Íslands til þátt- töku í verkefninu. Að sögn Ármanns virtist í gær af fréttum, sem byggðar voru á starfsmanni norsku utan- ríkismálastofnunarinnar, sem samstarfið væri milli fulltrúa stjórnvalda þjóðanna. Það væri hins vegar ekki rétt enda varla grundvöllur fyrir slíku á þessu stigi. „Á meðan við erum með samninga þjóðanna um síld, loðnu og kolmunna í uppnámi finnst mér ekki líklegt að við förum að stjórna fiskveiðum sameiginlega með Norðmönn- um. Ég sé hins vegar ekkert að því að óháðar stofnanir velti þessum málum fyrir sér,“ segir Ármann. ■ Unga konan enn ekki fundin: Vinir kalla eftir hjálp á Netinu LEIT Guðrún Björg Svanbjörnsdóttir, 31 árs, sem fór úr landi til Kaup- mannahafnar 29. desember síðast- liðinn, hefur enn ekki komið í leit- irnar. Peningaúttekt með banka- korti Guðrúnar 16. janúar úr hrað- banka í miðbæ Kaupmannahafnar er ein af vísbendingum sem borist hafa um ferðir hennar. Sama dag segja vitni að Guðrún hafi sést á járnbrautarstöð í Malmö. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir engar nýjar upplýsingar hafa borist um ferðir Guðrúnar. Vinir Guðrúnar sendu frá sér tölvupóst í fyrradag þar sem óskað er eftir aðstoð við leitina. Í bréfinu er fólk hvatt til að áframsenda tölvupóstinn sem víðast og sérstak- lega ef tengsl eru í Svíþjóð og Dan- mörku. Þá segir að Guðrún hafi frá 14 ára aldri þjáðst af alvarlegu lyst- arstoli. Óttast sé að hún fari nú huldu höfði til þess eins að svelta sig. Hver dagur skiptir því miklu máli. Guðrún hefur margsinnis verið lögð inn í baráttunni við lystarstol. Í september 2002 var gripið til þess ráðs að svipta hana sjálfræði. Sætti hún meðferð þar til henni var leyft að heimsækja vini og kunningja í Reykjavík fyrir hátíðarnar. Guðrún sneri ekki aftur til Akureyrar eins og um var samið heldur notaði tæki- færið og fór úr landi. ■ Ráðuneytið vísaði aðeins á skólann Utanríkisráðherra fól ekki Háskóla Íslands að móta fiskveiðistefnu með Norðmönnum. Ráðuneytið styrkir Háskólann um 500 þúsund krónur. Sjávarútvegsráðherra var sagt frá áhuga Norðmanna í september. STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir samstarf Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands við norska stofnun um mótun hugsanlegrar sameigin- legrar fiskveiðistefnu þjóðanna ekki vera á vegum utanríkisráðu- neytisins. Halldór segir upphaf málsins mega rekja til ræðu sinnar í Berlín í mars í fyrra. „Ræðan var um vandkvæði sem væru fyrir Ís- land að gangast undir sameigin- lega sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins. Einnig um hugsan- legar lausnir ef til þess kæmi að Ísland sækti um aðild,“ segir hann. Að sögn Halldórs vakti ræða hans í Berlín allmikla athygli: „Norska utanríkispólitíska stofn- unin, sem er sjálfstæð stofnun, ákvað að fara út í rannsóknir á þessu sviði. Stofnunin byggði það meðal annars á samtölum við ýmsa aðila sem töldu að í þessari ræðu minni hefðu komið fram mjög áhugaverðar hugmyndir.“ Halldór segir norsku stofnun- ina hafa leitað til ráðuneytis hans um þátttöku í verkefninu. Utan- ríkisráðuneytið hafi hins vegar talið eðlilegra að Norðmennirnir leituðu samtarfs við einhvern utanaðkomandi aðila hérlendis. „Þá var leitað upplýsinga hjá okkur um það hvort einhver slík stofnun væri til og við bentum á Háskólann. Háskólinn fékk áhuga á málinu og leitaði eftir fjárstuðn- ingi hjá utanríkisráðuneytinu. Við sögðumst vera tilbúnir að styrkja þá með 500 þúsund króna fram- lagi. Eftir því sem ég best veit eru samtöl fram undan milli Alþjóða- stofnunar Háskólans og þessarar norsku stofnunar um málið,“ seg- ir Halldór. Vegna fréttar Ríkisútvarpsins í gær um að Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra hafi ekki vitað af þessu norsk-íslenska samstarfi segist Halldór sjálfur hafa heyrt um áhuga Norðmanna á slíku samstarfi í september í fyrra: „Ég upplýsti sjávarútvegsráð- herra um þetta í sama mánuði og sagði honum að við teldum ekki mögulegt af hálfu utanríkisráðu- neytisins að taka beinan þátt í verkefninu. Það er hins vegar besta mál að stofnanir fari ofan í saumana á þessu máli og leggi á það sjálfstætt mat. Ég tel að það þjóni hagsmunum Íslands að sjálfstæðir aðilar stundi rann- sóknir á málum sem skipta fram- tíðarhagsmuni okkar miklu,“ seg- ir utanríkisráðherra. gar@frettabladid.is Æfur ökumaður: Árás með sveðju WASHINGTON, AP Bandarískur karl- maður á sextugsaldri banaði manni með sveðju eftir að bílar þeirra rák- ust saman á bílastæði. Að sögn vitna rakst bíll árásarmannsins utan í sportbíl fórnarlambsins og rauk sá fyrrnefndi þá út úr bílnum og réðst á hinn ökumanninn. Höfuð manns- ins, andlit og háls voru afar illa út- leikin enda hafði árásarmaðurinn ekki sparað höggin. Farið var með hinn grunaða á sjúkrahús þegar uppgötvaðist að hann hefði reynt að fyrirfara sér með því að drekka illgresiseyði áður en lögreglan kom á vettvang. Hann var útskrifaður skömmu seinna. Fórnarlambið var 52 ára gamall fasteignasali sem eitt sinn hafði selt hinum grunaða fasteign en ekki er enn vitað hvort það tengdist árásinni. ■ Guðrún Gísladóttir: Nýir kafarar á leiðinni BJÖRGUN Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem stjórnar björgunaraðgerðum vegna Guðrúnar Gísladóttur KE, segir að gengið hafi verið frá samningum við nýtt köfunarfyrir- tæki í stað fyrirtækisins sem gekk úr skaftinu. Að sögn Ásgeirs tóku starfs- menn fyrra fyrirtækisins saman föggur sínar fyrir helgi. „Nýju kafararnir eru á leiðinni. Þeir þurfa einhvern tíma í að koma sér fyrir. Þeir eru með meiri búnað en hitt fyrirtækið. Það kannski leysir þau tæknilegu vandamál sem við höfum átt við að eiga.“ ■ JÖRÐIN SKELFUR Tveir jarð- skjálftar, 5,6 og 4,8 gráður á Richter-kvarða, skóku Gvatemala með þeim afleiðingum að raf- magns- og símasambandslaust varð víða í landinu. Ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki eða alvarlegt tjón en skjálftarnir vöktu þó mikla skelfingu meðal landsmanna. RÚTUR REKAST Á Tuttugu og tveir fórust þegar tvær rútur rákust á á þjóðvegi í norðvesturhluta Brasilíu. Önnur rútan fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti beint framan á hinni. Níu manns lifðu slysið af en fólkið liggur nú allt þungt haldið á sjúkrahúsi. Talsmaður lögreglu segir að slys- ið megi rekja til tæknilegra eða mannlegra mistaka. LÖGREGLUMENN MYRTIR Upp- reisnarmenn í Kólombíu veittu lögreglumönnum fyrirsát á þjóð- vegi í norðurhluta landsins. Til skotbardaga kom og féllu sex lög- reglumenn í valinn auk bílstjór- ans. Á sveitavegi skammt frá tóku uppreisnarmenn á sama tíma tíu almenna borgara í gísl- ingu. Á LEIÐ ÚR LANDI Myndin var tekin af Guðrúnu Björgu á Keflavíkurflugvelli daginn sem hún fór til Kaupmannahafnar. Vinir hennar kalla nú eftir hjálp við leitina með samþykki fjöl- skyldu Guðrúnar og lögregluyfirvalda. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON „Ég tel að það þjóni hagsmunum Íslands að sjálfstæðir aðilar stundi rannsóknir á málum sem skipta framtíðarhagsmuni okkar miklu,“ segir utanríkisráðherra um fyrirhugaðar sam- eiginlegar athuganir Háskóla Íslands og norskrar stofnunar á stefnu þjóðanna í fiskveiði- málum gagnvart Evrópusambandinu. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79.41 0.25% Sterlingspund 127.48 -0.05% Dönsk króna 11.37 0.17% Evra 84.59 0.19% Gengisvístala krónu 123,89 0,12% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 330 Velta 9.889 m ICEX-15 1.343 0,23% Mestu viðskipti Grandi hf. 132.000.000 Kaupþing banki hf. 80.306.400 Íslandsbanki hf. 53.042.619 Mesta hækkun Marel hf. 2,86% Búnaðarbanki Íslands hf. 2,11% Olíuverslun Íslands hf. 2,05% Mesta lækkun Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf.-7,14% Íslenskir aðalverktakar hf. -4,29% Líf hf. -2,65% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8529,9 -0,7% Nasdaq*: 1374,9 -0,1% FTSE: 3736,7 -1,1% DAX: 2886,6 -0,2% Nikkei: 8708,6 1,8% S&P*: 896,7 -0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 ÁRMANN KR. ÓLAFSSON „Á meðan við erum með samn- inga þjóðanna um síld, loðnu og kolmunna í uppnámi sé ég ekki að við förum að stjórna fiskveið- um sameiginlega með Norð- mönnum,“ segir aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. SUÐUR-AMERÍKA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ráðist á nuddstofu: Sjö myrtir HÖFÐABORG, AP Hópur manna réðst inn á nuddstofu fyrir samkyn- hneigða karlmenn í Höfðaborg í gær, myrti sjö karlmenn og særði þrjá alvarlega. Fórnarlömbin voru bundin og skotin í höfuðið af stuttu færi auk þess sem þau voru skorin á háls. Hinir særðu voru einnig skotn- ir í höfuðið og eru tveir í lífshættu. Nágrannar nuddstofunnar hringdu á lögreglu þegar þeir heyrðu skothvelli og sáu eitt fórnar- lambanna koma hlaupandi út úr húsinu með skotsár á höfði og hálsi. Að sögn talsmanns lögreglunnar var aðkoman hryllileg. Enn er á huldu hverjir standa á bak við morðin og ekki er vitað hvort hinir látnu voru viðskiptavinir eða starfs- menn nuddstofunnar. ■ Ljósmyndarinn í Mjódd er fluttur að Langarima 21 (áður Ljósmyndastofan Grafarvogi ) • Fermingarmyndatökur • Fjölskylduljósmyndir • Brúðkaupsmyndir Nokkrir tímar lausir. Sími 557 9550 • GSM 694 5595

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.