Fréttablaðið - 22.01.2003, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 2003
Laugavegi 13. Sími: 511 1185 | Brautarholti 2. Sími: 520 7605
VIÐ ELSKUM TÓNLIST... ÞÚ ELSKAR VERÐIÐ!
RISAÚTSALA
ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR
FULLT AF NÝJUM TITLUM Á FRÁBÆRU VERÐI.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF KLASSÍSKRI TÓNLIST Í VERSLUNINNI Á LAUGAVEGI.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Veitti verðlaunin fyrst árið 1996 en styrkjum úr Nýsköpunarsjói námsmanna er úthlutað til
kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa
sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins
er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði.
NÝSKÖPUN Forseti Íslands veitir í
dag Nýsköpunarverðlaun forseta
Íslands fyrir framúrskarandi úr-
lausn verkefnis sem styrkt var af
Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Verðlaunin voru fyrst veitt í árs-
byrjun 1996 og eru því nú veitt í
áttunda skipti. Sérstök dómnefnd
valdi þau þrjú verkefni sem til-
nefnd eru að þessu sinni.
Oddgeir Harðarson, nemandi
við rafmagnsdeild Tækniskóla Ís-
lands, er tilnefndur fyrir mýlirfu-
greiningu, Rósa E.R. Helgadóttir,
nemandi við textíldeild Listahá-
skóla Íslands, fyrir efnis- og
töskuhönnun og Jenna Stefáns-
dóttir, læknadeild Universitat
degli Studi di Trieste á Ítalíu, fyr-
ir rannsókn á áhrif hjartaaðgerða
á ungbörnum á virkni T eitil-
fruma.
Alls bárust sjóðnum 269 um-
sóknir um styrki fyrir sumarið
2002. 108 verkefni hlutu styrk og
voru þau unnin af 125 stúdentum.
Sjóðurinn er fjármagnaður með
framlögum frá ríki, Reykjavíkur-
borg, Framleiðnisjóði landbúnað-
arins og Akureyrarbæ, auk þess
sem önnur sveitarfélög hafa tekið
þátt í fjármögnuninni. ■
Nýsköpunarsjóður námsmanna:
Framúrskarandi
úrlausn verðlaunuð
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/B
ILLI