Fréttablaðið - 22.01.2003, Page 15
Vinir Nicole Kidman munumjög áhyggjufullir og telja að
hún sé að ofkeyra sig á vinnu. Ótt-
ast þeir að ferill
hennar eigi eftir
að brenna út í
kjölfarið. Kidman
hefur lagt gífur-
lega hart að sér í
starfi eftir skilnað
sinn við Tom
Cruise og óttast
vinirnir að aukinn
þrýstingur á að hún haldi vinsæld-
um sínum geti endað með ósköp-
um.
Hinar kynþokkafullu stjörnurDemi Moore og Madonna
munu á næstunni koma fram í
gestahlutverki í
gamanþættinum
vinsæla
Will&Grace.
Moore mun fara
með hlutverk
barnfóstru Jack í
einum þættinum
en ekki er vitað
hvaða hlutverk
Madonna fær í sínum þætti. Fjöl-
margar stjörnur hafa komið fram
sem gestir í þáttunum, þar á meðal
Matt Damon, Woody Harrelson,
Sir Elton John og Cher.
Rokkhljómsveitin Metallica léknýverið á leynilegum tónleik-
um fyrir framan nokkur hundruð
manns fyrir utan
fótboltaleikvang í
Kaliforníu. Sveitin
hefur unnið að
upptökum á nýj-
ustu plötu sinni
undanfarið en
ákvað að taka sér
stutta pásu til tón-
leikahaldsins.
Sviðið sem milljónarokkararnir
notuðu á tónleikunum var flutn-
ingabíll. Upptökustjórinn Bob
Rock plokkaði bassann á tónleik-
unum í stað Jason Newsted, fyrr-
verandi bassaleikara sveitarinnar.
Af Newsted, sem kallar sig nú
Jasonic Newsted, er það annars að
frétta að hann hefur gengið til liðs
við sína gömlu vini í kanadísku
rokksveitinni Voivod og stefnir á
tónleikaferð með sveitinni.
Hljómsveitin Blur er á höttun-um eftir þó nokkrum hljóð-
færaleikurum, þar á meðal tveim-
ur gítarleikurum, til að spila lögin
af nýjustu plötunni sinni á tónleik-
um. Eins og kunnugt er hætti Gra-
ham Coxon sem gítarleikari sveit-
arinnar á síðasta ári. Nýja platan
er væntanleg í búðir í lok apríl.
15MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 2003
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 9 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 5, 7, 8 og 9 Sýnd kl. 7, 9 og 10
GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 og 5 VIT498THE HOT CHICK kl. 6
VIT JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 6, 8 og 10
Kl. 6.30, 8.30 og 10.30 b.i. 14 ára
Sýnd kl. 5.30 og 9 b.i. 12 ára
POPPGOÐIÐ
Michael Jackson er ekki allur þar sem hann er séður.
Martin Bashir fær stórt verkefni:
Heimildarmynd um
Michael Jackson
KVIKMYND Michael Jackson hefur
gefið kvikmyndagerðarmanninum
Martin Bashir leyfi til að fylgja sér
eftir og taka upp næstu átta mán-
uði í lífi hans.
Bashir hefur fengið „óheftan að-
gang“ að poppgoðinu umdeilda en
hann hyggst gera 90 mínútna langa
mynd sem sýnd verður á ITV1
sjónvarpsstöðinni í febrúar. Bashir
hefur þegar gert myndir um Díönu
prinsessu og Michael Barrymore.
„Myndin er gerð með okkar skil-
málum og því megum við taka allt
upp. Okkur verður ekki meinað
neitt,“ sagði talsmaður Granada-
fyrirtækisins, sem framleiðir
myndina. Hugmyndin með mynd-
inni er að gefa sem réttasta mynd
af poppstjörnunni, sem hefur verið
afar umdeild síðustu ár. Síðast
komst Jackson í fréttirnar fyrir að
sveifla syni sínum fram af svölum
á hóteli í Berlín. Hann hefur einnig
verið gagnrýndur fyrir lýtaaðgerð-
ir og finnst mörgum sem hann sé
kominn langt yfir strikið hvað þær
varðar. ■
VÍGALEGUR
Leikarinn Morgan Freeman við frumsýn-
ingu kvikmyndarinnar „Leavity“. Með hon-
um á myndinni aðalleikkona myndarinnar
Holly Hunter og leikstjórinn Ed Soloman.
Kvikmyndin „8 Mile“ með rapp-aranum Eminem í aðalhlut-
verki fór beinustu
leið í efsta sæti
breska aðsóknar-
listans eftir að hún
var frumsýnd um
síðustu helgi. Ýtti
hún þar myndinni
„The Lord of the
Rings: The Two
Towers“ af toppnum eftir að hún
hafði setið þar í fjórar vikur.
Leikarinn gráhærði Richard Geretileinkaði foreldrum sínum
Golden Globe-verð-
launin sem hann
fékk fyrir hlutverk
sitt í söngvamynd-
inni „Chicago.“
„Mamma og pabbi,
þetta er fyrir ykk-
ur. Allir tónlistar-
tímarnir sem þið
létuð mig sækja hafa skilað sér,“
sagði Gere baksviðs.
AP
/M
YN
D