Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 6
6 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR
NORÐURLÖND
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Bandaríski utanríkisráðherrann
flutti langa ræðu í fyrradag þar
sem hann kepptist við að
sannfæra öryggisráð S.Þ. um
að Írakar hefðu brotið gegn
samþykkt öryggisráðsins. Hvað
heitir maðurinn?
Knattspyrnuliðið Manchester
United er komið í úrslit ensku
deildarbikarkeppninnar ásamt
Liverpool. Hvað heitir knatt-
spyrnustjórinn?
Bresk rokksveit er við það að
gefa út sína fyrstu breiðskífu
síðan 1986. Hvaða hljómsveit
er þetta?
SEOUL, AP Norður-kóresk stjórn-
völd vöruðu stjórnvöld í Wash-
ington við því að árás á kjarnorku-
ver sín myndi leiða til allsherjar
stríðs. Yfirlýsingin kom í kjölfar
vangaveltna um að Bandaríkin
myndu auka hernaðarmátt sinn í
og nærri Suður-Kóreu. N-Kóreu-
menn gáfu einnig til kynna að þeir
kynnu að ráðast fyrirvaralaust á
Suður-Kóreu af þessum sökum.
Bandarískir embættismenn
hafa áhyggjur af því að Norður-
Kóreumenn kunni að vera byrjaðir
að vinna úraníum til notkunar í
kjarnorkusprengjur. Njósnagervi-
hnettir Bandaríkjamanna hafa náð
myndum þar sem dulbúnir flutn-
ingabílar eru staðsettir við
geymslu fyrir úraníum. Sérfræð-
inga greinir á um hvort Norður-
Kóreumenn hafi verið að flytja úr-
aníum eða einungis látið líta út fyr-
ir að svo væri til að auka spennuna
í samskiptum við Bandaríkin á
sama tíma og þeir síðarnefndu
undirbúa sig fyrir átök í Írak.
Norður-Kóreumenn hafa sagst
vera að koma kjarnorkufram-
leiðslu sinni í eðlilegt horf. Banda-
ríkjamenn segja raforkufram-
leiðslu í norður-kóreskum kjarn-
orkuverum litla en þar sé hægt að
útbúa úraníum í fjórar til fimm
kjarnorkusprengjur á nokkrum
mánuðum. ■
VARNIR UNDIRBÚNAR
Suður-kóreskir hermenn sjást hér á æfingum. Herinn undirbýr sig fyrir óvænta árás úr
norðri.
Loft lævi blandið á Kóreuskaga:
Norður-Kóreumenn
vara við stríði
LITUR Í TILVERUNA Umboðsmaður
danska þingsins hefur ákveðið í
samráði við fangelsisyfirvöld að
leifa vistmönnum í lokuðum
fangelsum landsins að hafa áhrif
á það hvernig klefar þeirra eru
málaðir. Fangarnir þurfa þó að
greiða fyrir málningu, fötu og
pensil og mála klefa sína sjálfir.
NÝR FORSTJÓRI
Sænska fjar-
skiptafyrirtækið
Ericsson hefur
tilkynnt að for-
stjórinn Kurt
Hellström muni láta af störfum í
apríl. Hlutabréf fyrirtækisins
ruku upp um tólf prósentustig í
kjölfar fréttarinnar. Væntanlegur
arftaki Hellström er Carl-Henric
Svanberg, forstjóri lásaframleið-
andans Assa Abloy.
BYGGINGAR Enn er með öllu óljóst
hver byggir eða kemur til með að
reka 90 herbergja hótel sem
teiknað hefur verið á lóðina á
horni Aðalstrætis og Túngötu. Um
er að ræða glæsilegt hótel í göml-
um stíl sem byggt yrði að hluta
yfir fornminjar sem fundust í
grunni lóðarinnar fyrir
skemmstu:
„Það breytist margt á langri
leið og markinu sem við settum
okkur hefur enn ekki verið náð.
Við erum þó með einn rekstrarað-
ila í takinu og vonumst eftir að ná
samningum við hann. Slíkur
samningur er skilyrði þess að
hægt verði að ákveða hver byggir
hótelið,“ segir Jónas Þorvaldsson
hjá Innréttingum, sem upphaflega
var stofnað í kringum hótelbygg-
inguna. „Það var alltaf gert ráð
fyrir að Innréttingar byggðu hót-
elið og það verður líkast til raunin
ef allt gengur eftir,“ segir Jónas.
Innréttingar eru í eigu Fast-
eignafélagsins Stoða, sem aftur er
í eigu Kaupþings og Baugs, og
Minjaverndar, sem alfarið er í eigu
Reykjavíkurborgar og íslenska
ríkisins. „Teikningar sem birst
hafa af hótelinu eru eingöngu hug-
myndir um hvað komi til með að
rísa á þessari lóð. Annað er enn
óljóst en skýrist vonandi síðar í
mánuðinum,“ segir Jónas Þor-
valdsson hjá Innréttingum. ■
HÓTELIÐ Á HORNINU
Aðeins hugmynd um hvað eigi að rísa á lóðinni á horni Aðalstrætis og Túngötu.
Hótelbygging á horni Aðalstrætis og Túngötu:
Óvíst hver byggir eða rekur hótelið
Coca-Cola í Danmörku
kært:
Sítrónu-
bragðið
bara plat?
DANMÖRK Dönsku neytendasam-
tökin, Danmarks Aktive Forbru-
gere, hafa kært Coca-Cola fyrir-
tækið fyrir vörusvik.
Samtökin kæra Coca-Cola fyrir
að telja neytendum trú um að
sítróna sé í
drykknum „light
lemon“. Segja
þau að sítrónu-
bragðið sé til-
komið vegna
kemískra efna
en ekki náttúru-
legra.
Á dönsku
sjónvarpsstöð-
inni TV2 hafa áhorfendur séð aug-
lýsingu þar sem sítrónur reyna
árangurslaust að hoppa ofan í
kókflöskuna. Einnig er að finna
auglýsingar í búðum þar sem kók
light-lemon flaska er umkringd
sítrónuberki. Með þessu telja dön-
sku neytendasamtökin að verið sé
að reyna að gabba neytendur. ■
VG í kraganum:
Leynd yfir
leiðtoganum
FRAMBOÐ Ónefndur karlmaður
verður í 1. sæti framboðslista
Vinstri grænna í Suðvesturkjör-
dæmi fyrir komandi alþingiskosn-
ingar.
Ekki verður skýrt frá því hver
hann er fyrr en eftir helgi. Þórey
Edda Elísdóttir stangarstökkvari
verður í öðru sæti.
Kristín Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri flokksins og fyrr-
verandi alþingismaður, verður í
heiðurssæti listans. ■
FJÁRMÁL Raunávöxtun Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna var
neikvæð um 2,7% á síðasta ári en
var neikvæð um 0,7% árið 2001.
Ávöxtun erlendu hlutabréfaeign-
ar sjóðsins var neikvæð um
19,9%, en raunávöxtun innlendu
hlutabréfaeignarinnar var já-
kvæð um 17,7%.
Um 13,5% styrking íslensku
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum hafði áhrif á afkomu
sjóðsins. Þá var staðan á erlend-
um mörkuðum erfið á síðasta ári
og lækkaði heimsvísitala Morgan
Stanley um 21,1%. Staðan á ís-
lenska hlutabréfamarkaðnum var
mun betri. Úrvalsvísitala aðallista
Kauphallar Íslands hækkaði um
16,7% á árinu.
Ljóst er að með hækkandi hlut-
falli innlendra og erlendra hluta-
bréfa í verðbréfasafni lífeyris-
sjóða mun meiri sveiflna verða
vart í ávöxtun á komandi árum.
Meðalraunávöxtun sjóðsins síð-
ustu 5 árin er 3,2% og meðalraun-
ávöxtun síðustu 10 ára er 5,4%.
Eignir sjóðsins hækkuðu um
tæp 5% eða 4,5 milljarða króna á
síðasta ári og námu 102 milljörð-
um í árslok. Í fyrra greiddu rúm-
lega 41 þúsund sjóðfélagar til
sjóðsins. Iðgjaldagreiðslur voru
tæpar 7,4 milljarðar króna, sem
er um 8% aukning milli ára. Jafn-
framt greiddu tæplega 6 þúsund
fyrirtæki til sjóðsins vegna
starfsmanna sinna.
Á síðasta ári fengu rúm 6 þús-
und lífeyrisþega lífeyrisgreiðslur
úr sjóðnum að fjárhæð 2,1 millj-
arði króna samanborið við 1,8
milljarða árið áður. Lífeyris-
greiðslur hækkuðu því um 15%.
Tryggingafræðileg úttekt sem
miðast við árslok 2002 sýnir að
skuldbindingar nema 8,1% um-
fram eignir. Skuldbindingar um-
fram eignir hækkuðu um 6,6%
milli ára, sem skýrist aðallega af
neikvæðri raunávöxtun sjóðsins á
árinu, nýjum töflum um dánarlík-
ur, sem sýna auknar lífslíkur sjóð-
félaga, lægri núvirðingu skulda-
bréfaeignar sjóðsins vegna lækk-
andi vaxta á markaði og breyttrar
aðferðafræði varðandi framreikn-
ing réttinda óvirkra sjóðfélaga.
Eignir lífeyrissjóðsins umfram
áfallnar skuldbindingar nema
11,5% af hreinni eign sjóðsins til
greiðslu lífeyris.
Ráðstöfunarfé Lífeyrissjóðs
verslunarmanna nam rúmum 20
milljörðum króna á síðasta ári,
sem er 26% aukning frá fyrra ári.
Innlend hlutabréfakaup umfram
sölu námu 804 milljónum. Skulda-
bréfaviðskipti sjóðsins námu
rúmum 12 milljörðum Þar af
námu kaup skuldabréfa tæpum 11
milljörðum og sala skuldabréfa
rúmum milljarði. Erlend verð-
bréfakaup umfram sölu námu
tæpum 2,7 milljörðum króna.
trausti@frettabladid.is
HÚS VERSLUNARINNAR
Í fyrra greiddu rúmlega 41 þúsund sjóðfélagar í Lífeyrissjóð verslunarmanna. Iðgjalda-
greiðslur voru tæpar 7,4 milljarðar króna sem er um 8% aukning milli ára.
Ávöxtun erlendra hluta-
bréfa neikvæð um 19,9%
Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna námu 102 milljörðum í árslok
2002. Raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 2,7%. Um 6 þúsund
manns fengu samtals 2,1 milljarð króna í lífeyrisgreiðslur.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77 1.74%
Sterlingspund 126.64 1.24%
Dönsk króna 11.19 0.71%
Evra 83.19 0.69%
Gengisvístala krónu 119,93 -1,15%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 306
Velta 7.451 m
ICEX-15 1.357 0,11%
Mestu viðskipti
Baugur Group hf. 312.784.000
Sjóvá-Almennar hf. 164.632.167
Fjárfestingarf. Straumur hf. 162.866.441
Mesta hækkun
Austurbakki hf. 13,55%
Skýrr hf. 10,42%
Opin kerfi hf. 4,35%
Mesta lækkun
Samherji hf. -1,04%
Grandi hf. -0,84%
Össur hf. -0,60%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7947,1 -0,5%
Nasdaq*: 1305,2 0,3%
FTSE: 3597,0 -2,2%
DAX: 2645,3 -3,0%
Nikkei: 8484,2 -0,8%
S&P*: 839,7 -0,5%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00