Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 29
29FÖSTUDAGUR 7. febrúar 2003 Bílar og menning: Porsche í Listasafni LISTIR Heldur óvenjuleg listaverk verða til sýnis í Listasafni Reykja- víkur við Tryggvagötu fram á sunnudag. Þar sýnir Bílabúð Benna ýmsar útgáfur af Porsche- bifreiðum og eru bílarnir í sýning- arsölunum sjálfum. Á sýningunni ber hæst frumsýningu á nýjum jeppa frá Porsche sem hlotið hef- ur nafnið Cayenne. „Þessi sýning er ekki hluti af stafsemi safnsins. Við leigjum sal- ina hér út fyrir ýmsar uppákomur og þetta er ein af þeim,“ segir Soffía Karlsdóttir, upplýsingafull- trúi Listasafns Reykjavíkur. „Hinu er ekki að leyna að hér er um að ræða hönnun á heimsmæli- kvarða sem þykir með því besta sem gert er í þessum flokki. Við hleypum ekki hvaða bílategund sem er hér inn,“ segir hún. ■ Michael Jackson æfur: Finnst Bashir hafa svikið sig FÓLK Michael Jackson hefur gagn- rýnt kvikmyndagerðarmanninn Martin Bashir og heimildarmynd sem hann gerði um poppgoðið. Honum finnst Bashir hafa svikið sig. Jackson hefur verið harðlega gagnrýndur í kjölfar myndarinn- ar „Lifað með Michael Jackson“, sem sýnd var á ITV1-sjónvarps- stöðinni, þar sem hann viðurkenn- ir að sofa með börnin sín uppi í rúmi hjá sér. Jackson var fyrir nokkrum árum sakaður um að hafa misnotað börn. Talsmaður söngvarans segir að hann hafi séð myndina fyrst í fyrradag og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð Bashir. „Ég treysti Martin Bashir til að koma inn í líf mitt og fjölskyldu minnar því ég vildi að sannleikur- inn kæmi fram,“ sagði Jackson meðal annars í yfirlýsingunni. „Bashir taldi mig á að treysta sér og að hann myndi gera heiðarlega mynd um líf mitt. Hann sagðist vera maðurinn sem hefði snúið ímynd Díönu.“ Jackson segir að honum finnist hann svikinn. „Mér finnst ég illa svikinn, ég hleypti manni inn í líf mitt, leyfði honum að kynnast börnum mínum og samstarfsfólki. Ég opnaði hjarta mitt fyrir honum og sagði sannleikann en hann fórnaði því fyrir þessa skelfilegu mynd.“ Poppgoðið segist hafa fengið fjöldann allan af bréfum þar sem fólk lýsir yfir stuðningi við hann. „Allir sem þekkja mig vita að börnin mín eru númer eitt hjá mér og ég myndi aldrei gera barni mein,“ sagði Michael Jackson. ■ Soderbergh og Clooney: Endurgera argentíska mynd KVIKMYNDIR Leikstjórinn Steven Soderbergh og leikarinn George Clooney hafa ákveðið að fram- leiða kvikmyndina „Nine Queens“ sem verður endurgerð argentískrar myndar. Myndin, sem fjallar um dag í lífi tveggja svikahrappa, var meðal annars valin sú besta í Argentínu árið 2001. Þeir félagar hafa áður komið nálægt endurgerðum kvikmynd- um því „Ocean’s 11“ frá árinu 2001 sló rækilega í gegn í miða- sölunni. Sú var endurgerð sam- nefndrar myndar frá árinu 1960. Gregory Jacobs, sem lengi hefur verið aðstoðarleikstjóri hjá Soderbergh, mun leikstýra myndinni og verður þetta fyrsta verkefni hans í leikstjórastóli. Hann mun einnig skrifa handritið í samvinnu við Soderbergh. „Árum saman höfum við George verið að leita að leik- stjóraverkefni fyrir Greg og við teljum að þetta efni hitti beint í mark: Glæpakvikmynd sem ger- ist í nútímanum með frábærum söguþræði og flóknum persón- um,“ sagði Soderbergh. ■ Pondus eftir Frode Øverli Al Pacino:Vill forræði yfir börnun- um sínum KVIKMYNDIR Leikarinn Al Pacino og fyrrum unnusta hans til langs tíma, leikkonan Beverly D’Angelo, deila nú hart um forræði yfir tveggja ára gömlum tvíburum sem þau eiga saman. Fregnir herma að Pacino fari fram á fullt forræði eða heimsókn- arrétt yfir börnunum, sem heita Anton og Olivia. Réttað verður í málinu í New York þann 24. febrúar næstkomandi. Pacino, sem er 63 ára gamall, á 13 ára dóttur úr fyrra sambandi. ■ PORSCHE CAYENNE Til sýnis í Listasafni Reykjavíkur. MICHAEL JACKSON Sár og svekktur út í Martin Bashir, sem gerði heimildarmynd um líf hans. CLOONEY George Clooney ætlar að framleiða nýju myndina með félaga sínum Soderbergh. Erna, ég er kominn heim! Drullastu niður og skrifaðu undir skilnaðarpappírana! Já, þú heyrðir rétt, drósin þín! En af hverju? Ég hef alltaf sagst ætla að vera þér trú! Þú sagðist trúa mér, Runólfur! Já, ég trúði þér, Erna... En nú sé éghlutina frá öðru sjónar- horni! Skilnað- arpapp- íra, Run- ólfur? WEMBLEY-TURNARNIR RIFNIR Byrjað verður að rífa niður hina frægu turna Wembley-leikvangsins í London í dag. Nýr 90 þús- und sæta leikvangur verður reistur þar sem sá gamli stóð, en hann var byggður árið 1923. Wembley var einn frægasti leikvangur heims, en þar fögnuðu Englendingar fyrsta og eina heimsmeistaratitli sínum árið 1966. Stefnt er að því að taka nýja leikvanginn í notkun í byrjun ársins 2006. M YN D /A P Allt á hálfvirði! Engjateig 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.