Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 20
FUNDIR 12.00 Gretar L. Marinósson flytur er- indið Hvernig verða flokkar sér- þarfa til í grunnskóla? Fyrirlest- urinn er í stofu 101 í Odda, Há- skóla Íslands, og er öllum opinn. Gretar er dósent í sérkennslu- fræði við Kennaraháskóla Íslands. 12.15 Lagastofnun Háskóla Íslands stendur í samvinnu við umhverfis- ráðuneytið fyrir opnum fræða- fundi í Hátíðasal Háskóla Íslands um þátttöku almennings í ákvörðunum um umhverfismál. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á efninu. 12.20 Málstofa efnafræðiskorar verður haldin í stofu 158, VR II, Hjarðar- haga 4-6. Pálmar I. Guðnason, Efnafræðistofu RH, flytur erindi um MSverkefni sitt: „Kísilinni- haldandi sexhringir“. Allir vel- komnir. 14.00 Rannsóknastofa í kvennafræð- um við Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi um stjórnun, fag- stéttir og kynferði. Framsögu hafa Guðný Guðbjörnsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir, Þóra Margrét Páls- dóttir, Dagbjörg Þyri Þorvarðar- dóttir og Þorgerður Einarsdóttir. Stofa 101 í Lögbergi kl. 14-17. Málþingið er öllum opið og að- gangur ókeypis. 20.00 Ullarvettlingarnir, myndlistarvið- urkenning Myndlistarakademíu Ís- lands (MAÍ) verða afhentir frjó- huga íslenskum myndlistarmanni á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. 20.30 Dr. Bjarni Guðleifsson náttúru- fræðingur flytur erindi í húsakynn- um KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Bjarni ætlar að fjalla um sóleyna með augum náttúrufræðingsins og flytur síðan stutta hugleiðingu í framhaldi af því. LEIKSÝNINGAR 20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleik- hússins. 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Söngleikurinn Sól og Máni eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni. 20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Leynd- armál rósanna eftir Manuel Puig í leikstjórn Halldórs E. Laxness. 20.30 Leikfélag Kópavogs er með aukasýningu á Hljómsveitinni í Hjáleigunni, litla sviði Félagsheim- ilis Kópavogs. 21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. 21.00 Beyglur með öllu í Iðnó. SKEMMTANIR Stórtónleikar í Kompaníinu, félagsmið- stöð ungs fólks á Akureyri. Fram koma hljómsveitirnar Brain police og Ensími. Johnny Dee sér um dillið á dansgólfinu í Leikhúskjallaranum í kvöld. Geir Ólafsson og Big band verða með stórskemmtun á Broadway. Ásamt Geir koma þau Ragnheiður Gröndal og Harold Burr fram. Ber verður í Sjallanum á Ísafirði. Papar spila á Players í Kópavogi. SÝNINGAR Ragna Róbertsdóttir heldur sýninguna Á mörkum hins sýnilega í Listasafni Ís- lands. Sýningin stendur til 16. mars. Elísabet Ýr Sigurðardóttir sýnir olíu- málverk á striga í Blómaverkstæði Betu, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Sýningin stendur til 6. mars. Um síðustu helgi opnaði Freygerður Dana Kristjánsdóttir myndlistarsýningu á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík. Sýningin heitir Tilfinningar og stendur út febrúarmánuð. Agatha Kristjánsdóttir sýnir ellefu olíu- málverk í kaffistofunni Lóuhreiðri að Laugavegi 59. Málverkin á sýningunni eru flest ný. Sýningin stendur út febrúar. Um síðustu helgi hófst sýning á verkum Ólafs Más Guðmundssonar í sýningar- sal Ingustofu á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin verður opin fram í maí, virka daga frá kl. 9-17, um helgar frá kl. 14-18. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Mannakyn og meiri fræði er yfirskrift sýningar á myndlýsingum í gömlum ís- lenskum handritum, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Þar getur að líta myndir Jóns bónda Bjarnasonar og ýmissa annarra mynd- skreyta. Einnig hljómar á sýningunni hljóðlistaverkið Forneskjutaut eftir Sjón og Hilmar Örn Hilmarsson. Sýningin stendur til 9. mars. Um síðustu helgi hófst í Listasafni Borgarness sýning á málverkum eftir Hubert Dobrzaniecki. Þar sýnir lista- maðurinn olíumálverk og grafík frá ár- unum 1999-2002. Sýningin er opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 26. febrúar. Um síðustu helgi hófst í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, sýningin Akvarell Ísland. Þetta er fjórða sýningin sem hópurinn Akvarell Ísland heldur í Hafnarborg og er hún í boði safnsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 17. febrúar. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leópoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtu- daga og föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gall- eríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11- 18, laugardaga kl. 13-17 og eftir sam- komulagi. Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumarið 2000. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í 20 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR HAUKUR DÓR Málverkasýning í Álfaborgarhúsinu, Knarrarvogi 4 og í verslun Álfaborgar að Skútuvogi 6. Sýningunni lýkur 9. febrúar, 2003. Opnunartími í Knarrarvogi 4: Alla daga frá kl. 13.00 til 18.00 Opnunartími í Skútuvogi 6: Á verslunartíma. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? „Ég er að skapa heim“ „Á mörkum málverksins“ er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Íslands. Ragna Róbertsdóttir sýnir landslagsverk úr vikri og gleri. MYNDLIST Hvers vegna skyldi listamaður ekki setjast niður fyrir framan listaverk sem hann velur sér og mála það sem hann sér rétt eins og aðrir listamenn mála landslag eða fólk eða hvað- eina sem þeim dettur í hug? Þetta er einmitt það sem bandaríski myndlistamaðurinn Mike Bidlo hefur gert. Á sýn- ingu hans í Listasafni Íslands má sjá listaverk sem eru svo til ná- kvæmlega eins og málverk eftir Pablo Picasso, Jackson Pollock eða Andy Warhol. Franski listamaðurinn Claude Retault fer svolítið aðra leið í sýningu sinni, sem einnig er í Listasafni Íslands. Hann sendi starfsfólki listasafnsins fyrir- mæli um að mála veggi salarins í ákveðnum litum og hengja þar upp málverk sem eru í nákvæm- lega sama lit. Listaverk þeirra beggja eru alveg á mörkum þess að geta kallast málverk í hefðbundnum skilningi þess orðs. Jafnvel má spyrja hvort þetta séu listaverk yfirhöfuð. Markmið þeirra með sýningunum er einmitt ekki síst að varpa fram slíkum spurning- um. Þriðja sýningin í safninu er á verkum Rögnu Róbertsdóttur, sem gerð eru annars vegar úr vikri, hins vegar og muldu gleri. Þessi verk hennar eru einnig á mörkum þess að teljast málverk, enda er sameiginleg yfirskrift sýninganna þriggja „Á mörkum málverksins“. „Allar þessar sýningar skír- skota hver á sinn hátt til hefð- bundna olíumálverksins,“ segir Ólafur Kvaran, forstöðumaður safnsins. Ragna Róbertsdóttir tekur undir að líta megi á sýningarnar þrjár eins og þær séu á „spor- baug í kringum málverkið. Óneitanlega eru þarna pínulitlir snertifletir“. Hins vegar segist hún ekkert hafa hugsað út í neitt slíkt þegar hún var að vinna sín verk. „Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli hvar þau skarast við önnur verk, eða hvað fólk kallar þau.“ Ragna sýnir í salnum á efstu hæð Listasafnsins, sem snýr að Tjörninni. Vikurverkin nefnir hún hraunlandslag, en glerverk- in jökullandslag. Þegar komið er inn í salinn mæta vikurverkin sýningargestum eins og veggur sem lokar fyrir allt útsýni „líkt og eldgos gera gjarnan. Síðan þegar maður kemur á bak við þennan vegg, þá opnast manni nýr heimur.“ Þar ríkir birtan og um leið blasir útsýni til Tjarnar- innar við út um gluggana. „Ég er náttúrlega að skapa heim. Ég kem inn í þennan sal og get gert hvað sem ég vil. Í raun- inni hentar þessi salur mér alls ekki vegna þess hvernig hann er. Þá ákvað ég að setja upp vegg þvert yfir salinn og láta hann að öðru leyti njóta sín bara eins og hann er. Salurinn verður þá eins og umgjörð í kringum verkið.“ gudsteinn@frettabladid.is Geir Ólafsson með stórsveit á Broadway: Notaleg vetrarskemmtun TÓNLIST „Draumur allra er að geta lifað af listinni og verið með svona sýningar,“ segir Geir Ólafsson söngvari, sem ætlar að bjóða upp á mikilfenglega söng- skemmtun á Broadway í kvöld ásamt tuttugu manna stórsveit. Einnig syngja með honum Ragn- heiður Gröndal og Harold Burr. „Þetta verður svona notaleg vetrarskemmtun á Broadway,“ segir Þorsteinn Eggertsson, sem Geir fékk til liðs við sig til þess að skrifa handrit að sýningunni. Ragnheiður Gröndal var sig- urvegari söngvakeppni Samfés árið 2000. „Harold Burr var á sínum tíma í hljómsveitinni Platters. Hann var í upphaflegu útgáfunni, en hefur verið búsett- ur hér í tuttugu ár,“ segir Þor- steinn. „Hann ílentist hér af því hann varð skotinn í stelpu.“ „Við vorum síðast með þessa tónleika í september,“ segir Geir. „En nú vildum við gera þetta enn meira og stærra. Við erum með útsetningar Þóris Baldurssonar og Óla Gauks, sem þeir gerðu sérstaklega fyrir mig. Óli Gauk- ur samdi einnig lag fyrir mig sem heitir Farvel Frans.“ ■ GEIR ÓLAFSSON OG ÞORSTEINN EGGERTSSON Geir hefur fengið til liðs við sig tuttugu manna stórsveit og söngvarana Harold Burr og Ragnheiði Gröndal. RAGNA RÓBERTSDÓTTIR Hraunlandslagið á veggnum er gert úr litlum vikurkorn- um sem Ragna hefur fest á ferkantaða veggfleti.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M www.casema.is Harðviðarhús, einbýlishús, sumarhús, klæðningarefni, pallaefni og bílskúrar. Sími: 564-5200 og 865-7990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.