Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2003, Blaðsíða 32
Loks er kominn á prent megrunar-kúr sem gerir mann eins og Tarz- an í laginu þótt maður rífi sig upp úr rúminu um miðjar nætur til að drekka rjóma. Þetta er Ásmund- arkúrinn svonefndi og heitir í höfuð- ið á fyrrum formanni ASÍ sem forð- um barðist hatrammlega gegn til- raunum stjórnvalda til að fá almenn- ing til að herða sultarólina. Þessi kúr sem Ásmundur fann upp ásamt Guð- mundi Björnssyni lækni er alveg eins og megrunarkúr sem dr. Atkins í Bandaríkjunum var svo heppinn að finna upp – nema í Atkinskúrnum er hvergi fjallað um hamsatólg. EINI GALLINN á þessum megrun- arkúr er sá að landlæknir fyrirskipar þeim sem hann vilja stunda að útvega sér lækni með góð mælitæki til að fylgjast með því að gangverkið þoli allt þetta býlífi og tattóvera 112 á handarbakið á sér, ef það skyldi hrökkva ofan í mann biti af söltuðu hrossaketi. Sumir segja þó að land- lækni gangi ekkert til nema öfund yfir því að hafa ekki sjálfur fundið upp nákvæmlega eins megrunarkúr og þeir Ásmundur, Guðmundur og dr. Atkins. ÞAÐ ER vitanlega svekkjandi að hálaunaðir vísindamenn skuli ekki ennþá hafa fundið upp jafneinfaldan hlut og megrunarpillu sem maður gæti tekið fyrir svefninn og vaknað upp grannur og spengilegur. En þetta er eftir öðru. Nú þegar Íslend- ingar hafa loksins nóg að borða eftir margra alda svelti þá koma yfirvöld- in og heimta að þessi langpínda þjóð herði sultarólina enn á ný. OFGNÓTT og offita eru aðalvanda- mál þjóðarinnar og eina lausnin er að lækka laun almennings svo að hann borði sig ekki alltaf pakksadd- an. Trúlega þarf þó gífurlega launa- skerðingu ef bjarga á heilsu almenn- ings, því að Pétur Blöndal alþingis- maður þekkir mann sem lifir eins og greifi á 90 þúsund krónum á mánuði og leggur meira að segja fúlgur í banka. Þessi huldumaður segir hag- sæld sína felast í því að hann borðar ekki pizzur, enda eru þær á bannlista fyrir þá sem taka Ásmundarkúrinn alvarlega og vilja herða sultarólina. Sjálfur hefur Pétur ekki tjáð sig um hvort hann sjálfur byggir afkomu sína á pizzubindindi, eða lævíslegum ráðagerðum um að krækja í væna sneið af SPRON. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar Ásmund- arkúrinn www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Sporléttir sölumenn www.eignanaust.is Sími 551 8000 • Fax 551 1160 Vitastíg 12 • 101 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.