Fréttablaðið - 04.03.2003, Page 22
22 4. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
41 ÁRS „Þetta er lygimál og della,
óhróður sem óvildarmenn eru að
dreifa um mig. Alveg er með
ólíkindum hvað fólki dettur í
hug. Ég er 29 ára og hef verið um
nokkra hríð,“ segir Árni Snævarr
fréttamaður en samkvæmt áreið-
anlegum heimildum Fréttablaðs-
ins er Árni 41 árs í dag.
Árni segist ekki hafa hugsað
sér að gera neitt sérstakt í tilefni
dagsins en hélt hraustlega upp á
þetta sama 29 ára afmæli fyrir
réttu ári með veislu á efri hæð
veitingastaðarins Astró. Þangað
kom góður hópur manna og fagn-
aði með afmælisbarninu. Menn
skemmtu sér vel þó að allt hafi
farið í handaskolum í tengslum
við fyrirhugaðan heiðursgest.
„Já, það er þannig að ég hafði
alltaf stefnt að því, þegar ég
héldi upp á 29 ára stórafmælið,
að bjóða til eina fræga mannin-
um sem er fæddur þennan dag.
Nefnilega sjálfum Burt Reyn-
olds. Ég var meira að segja búinn
að færa þetta í tal við Friðrik Er-
lingsson rithöfund, sem einmitt á
afmæli þennan sama dag. Við
erum í 4. mars félaginu. En síðan
komst ég að því mér til mikillar
skelfingar að þetta er tóm vit-
leysa í mér. Burt er fæddur á ein-
hverjum allt öðrum degi. Sem
von var olli þetta mér miklum
vonbrigðum og hóf ákafa leit að
einhverjum öðrum frægum sem
á þennan sama afmælisdag. Eini
árangurinn af þeirri leit var
Chastity Bono, lesbísk dóttir
Cher og Sonny heitins Bono. Hún
mun vera fædd þennan dag. Af
einhverjum ástæðum fannst mér
ekki heppilegt að bjóða henni til
veislu.“
Árni fékk margar góðar gjaf-
ir. „Meðal annars línuskauta frá
vinnufélögum mínum. Ég fór
með þá út í bíl en þá var honum
stolið. Þjófurinn náðist skömmu
síðar, en á þeim tíma hafði hann
selt línuskautana og fengið sér
morfín. Ég hef síðan verið að
leita eiturlyfjasala á línuskautum
til að endurheimta afmælisgjöf-
ina en ekki haft erindi sem erf-
iði.“
jakob@frettabladid.is
AFMÆLI
SKÁKMAÐUR Hrafn Jökulsson seg-
ist hafa lært mannganginn þegar
hann var um sex ára gamall. Hann
hefur á síðustu árum komið sér í
þá stöðu að verða einn helsti hrók-
ur skáklistarinnar á Íslandi. Hann
er forseti Hróksins, skákfélagsins
sem varði Íslandsmeistaratitil
sinn um helgina. Hann gerir þó lít-
ið úr sínum eigin hæfileikum á
skákborðinu.
„Skákhæfileikar mínir hafa
aldrei verið stórbrotnir,“ viður-
kennir hann með spaklegum róm.
„Skáklistin og allur hennar dular-
fulli heimur hefur þó alltaf heillað
mig. Mér verður alltaf betur og
betur ljóst hversu lítið ég kann
því lengur sem ég starfa með
Hróknum. Sérstaklega þegar ég
kynnist því hvernig helstu skák-
meistarar heims vinna, nálgast og
hugsa skákina. Þeir eru nánast í
annarri vídd en við hinir.“
Hrafn segir að nýta megi skák-
ina til margra góðra hluta. Það
finni hann á barnastarfi félagsins.
„Það er alveg óhætt að tala um
skákæði hjá ungu kynslóðinni.
Það fer heldur ekkert framhjá
foreldrunum þegar krakkarnir
leggja tölvurnar til hliðar og
heimta að fá að tefla.“
Iðulega er Hrafn titlaður
blaðamaður. Hann segir þó að
skrif sín síðustu ár hafi nær ein-
göngu verið í mótstímaritum og á
vefsíðu Hróksins. „Það má nú
segja að blaðamaðurinn sé kom-
inn í gott og tímabært frí. Það er
alltaf gott að skipta svolítið um
þann heim og hugarheim sem
maður hrærist í.“
Hrafn er þriggja barna faðir.
Elsti sonur hans, Þorsteinn Máni,
verður 19 ára gamall á morgun.
„Hann er einn af helstu máttar-
stólpum Hróksins. „Svo á ég son á
sjöunda ári sem heitir Örnólfur.
Hann er mjög áhugasamur skák-
maður. Dóttir mín, Þórhildur, er
að verða fjögurra ára og sýnir
manntaflinu mikinn áhuga, þó að
hún eigi nú eftir að læra að tefla,“
segir Hrafn og greinilegt er að
krókurinn beygist snemma, eða er
hann kannski beygður? ■
Hrafn Jökulsson blaðamaður er einnig
forseti skákfélagsins Hróksins, sem
tryggði sér Íslandsmeistaratitil skák-
félaga um helgina.
Persónan
Blaðamaðurinn kominn í frí
ÁRNI SNÆVARR
Stóð lengi í þeirri meiningu að hann ætti sama afmælisdag og Burt Reynolds, en það
reyndist á misskilningi byggt.
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
HRAFN JÖKULSSON
Lærði mannganginn sex ára og er nú einn
helsti hrókur skáklistar á Íslandi.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að forsæt-
isráðherra vill ekki bónusgreiðslur.
Leiðrétting
Guðmundur lá banaleguna ogbenti konu sinni að koma:
„Mín hinsta ósk er... og ég vona að
þú forsmáir hana ekki... en, sem
sagt, eftir að ég hef skilið við... þá
vil ég að þú giftist honum Magn-
úsi.“
Guðmunda: „En... ég hélt þú
hataðir Magnús?“
Guðmundur: „Það passar.“
Árni Snævarr fréttamaður er samkvæmt áreiðanlegum heimildum 41
árs í dag. Hann heldur því hins vegar staðfastlega fram að hann sé 29
ára, allt annað sé della sem óvildarmenn eru að dreifa.
Lýsir eftir eiturlyfja-
sala á línuskautum
TÍMAMÓT
HRÓSIÐ
Khalid Shaikh Mohammed.
Suðurgötu 10.
Hrókurinn.
1.
2.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
3.
Skráningarsími
561 8585
Yogaspuni Gauja litla
8 vikna aðhald í World Class, aðeins 14.500 kr.
www.gauilitli.is
Ný námskeið hefjast 10. mars
JARÐARFARIR
13.30 Magnús Ólafsson, verkfræðingur,
Álfheimum 22, verður jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju.
13.30 Guðni Gíslason, Granaskjóli,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
AFMÆLI
Árni Snævarr fréttamaður og Friðrik Er-
lingsson rithöfundur eru báðir 41 árs.
... fær Kristján Pálsson fyrir að
láta ekki höfnunartilfinningu ná
tökum á sér. Kristján fékk ekki
tækifæri til þess að kanna stuðn-
ing sinn í prófkjöri. Miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins hafnaði
beiðni hans um að fá að bjóða
fram DD lista. Kristján lætur það
ekki á sig fá og fer samt fram.
LANDSSAMBAND SENDIBIF-
REIÐASTJÓRA gaf út veglegt af-
mælistímarit í tilefni 50 ára af-
mælis síns nú í þessum mánuði.
Í ritinu kennir ýmissa grasa,
meðal annars er þar könnun
sem lýtur að því að finna hver
hinn dæmigerði sendibílstjóri
er. 33% félagsmanna voru
spurðir spjörunum úr og niður-
staðan er sú að dæmigerður
sendibílstjóri er að nálgast
fimmtugt, fjölskyldumaður, er
utan af landi, áhugamaður um
íþróttir, hefur stundað sjó-
mennsku eða verið iðnaðarmað-
ur, hefur gaman að ferðalögum
og ... haldinn vægri bíladellu!
FRÉTTIR AF FÓLKI
Ath! Gestabókin á heimasíðunni er komin í lag!
Opnum aftur
með fullri reisn
Grensásvegi 7 • Sími: 517 3540
Opið alla daga frá kl. 21 – Lokað mánudaga
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M