Fréttablaðið - 04.03.2003, Side 23
SKÁK Íslandsmóti skákfélaga lauk
um helgina. Skákfélagið Hrókur-
inn varði Íslandsmeistaratitil sinn
með góðum sigri í 1. deild. Forysta
Hróksins var nokkuð örugg fyrir
síðustu umferð og sigurinn nánast
formsatriði. Hrókurinn hlaut 43,5
vinning af 56 en næstu sveitir
voru undir 40 vinningum.
Hrókurinn fagnaði þreföldum
sigri því einnig unnust sigrar í 2.
og 3. deild. Í 2. deild leiddi b-sveit
Hróksins lengst af og fyrir síðustu
umferð hafði sveitin 5,5 vinnings
forskot. Mesta spennan var þó í 3.
deild þar sem c-sveit Hróksins og
sveit Selfyssinga voru efstar og
jafnar fyrir síðustu umferð. Úr-
slitin réðust ekki fyrr en í síðustu
skákum beggja klúbba. Selfoss
vann 5 fyrstu skákirnar sínar á
meðan Hrókurinn missti hálfan
vinning. Selfyssingar töpuðu hins
vegar lokaskákinni og Hrókurinn
tryggði sér sigurinn á lokasprett-
inum með 27 vinningum gegn 26,5.
Loks ber að minnast á öruggan
sigur Hauka í 4. deild. Sigur þeirra
var aldrei í hættu og var fyllilega
verðskuldaður. ■
Íslandsmótið í skák:
Hrókurinn fagnar
þreföldum sigri
GARY KASPAROV OG TOMAS ORAL
Oral tilheyrir hinni feikisterku útlendinga-
hersveit Hróksins og sýndi snilldartakta.
Íslandsmót Skákfélaga, 7.
umferð
Tomas Oral
- Þorvaldur Logason
Hvítur á leik
Þessi staða kom upp í síðustu um-
ferð á Íslandsmóti Skákfélaga.
Tomas Oral teflir fyrir Íslands-
meistaralið Hróksins og gaf tón-
inn í síðustu umferð með þessari
stuttu og snotru skák.
10. Re5!!
Glæsilegur leikur. Stillir hvítu
mönnunum upp í gaffal fyrir
svartan en raunin er að svartur
getur hvorugan manninn tekið.
Taki hann riddarann er drottning-
in af og taki hann biskupinn fær
hvítur mátsókn eftir 11. Dh5+
10...Ke7
Betri varnartilraun var að
leika 10...h5 en þá hafði Oral í
hyggju 11. Df3 Bg7 12. Bh4 og
hvítur stendur mun betur.
11. Dh5 De8
Svartur verður að koma í veg
fyrir Df7 en nú kemur önnur
bomba.
12. Bxf6+
Eftir þennan leik eru svörtum
allar bjargir bannaðar og mát eða
liðstap fylgir í nokkrum leikjum.
12...Kxf6 13. Rg4+ Ke7 14. Dg5
Kf7 15. Re5#
Mát í 15. leikjum er ekki algengt
og vekur alltaf athygli!
Taflfélagið Hrókurinn er áblússandi siglingu undir for-
sæti Hrafns Jökulssonar, sem
hefur fengið Eddu útgáfu og
miðlun og Kaupþing til að
styðja við bakið á líflegu starfi
félagsins. Stórmóti Hróksins,
þar sem gamla kempan Viktor
Kortsnoj var meðal þátttak-
enda, lauk með pompi og prakt
og var verðlaunaafhending á
fimmtudaginn. Hrafn hélt við
það tækifæri líflega tölu og gat
þess meðal annars að eftir að
Kaupþing gerðist styrktaraðili
Hróksins hafi legið beinast við
að fá forstjóra þess, Sigurð Ein-
arsson, til þess að ganga í félag-
ið. Hrafn sagðist gera ráð fyrir
að félagsgjöld Sigurðar yrðu tí-
und af launum, þannig að fjár-
hagsáhyggjur munu vart angra
félagið á næstunni.
FRÉTTIR AF FÓLKI
23ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2003
Tölvunámskeið
fyrir eldri borgara
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Námsflokkar Reykjavíkur standa fyrir tölvunámskeiðum fyrir eldri
borgara sem haldin eru í tölvustofum grunnskóla. Umsjónarmenn námskeiðanna eru tölvukennarar í
skólunum en nemendur leiðbeina eldri borgurum á tölvurnar. Þessir nemendur hafa góða þekkingu á
tölvum og eru tilbúnir að miðla af þeirri þekkingu sinni. Námskeiðið er ætlað byrjendum og eru tvenns
konar námskeið í boði:
• Notkun á interneti og tölvupósti
• Notkun á word og excel
Kennslutími:
Þetta eru 12 kennslustunda
námskeið sem standa yfir
í 5 vikur.
Skólar sem bjóða upp
á námskeið vor 2003:
Árbæjarskóli
Rofabæ 34
Ártúnsskóli
Árkvörn 6
Fellaskóli
Norðurfelli 17-19
Hólabrekkuskóli
Suðurhólum 10
Langholtsskóli
Holtavegi 23
Réttarholtsskóli
Réttarholtsvegi
Kostnaður:
4.500 kr. fyrir 5 skipti.
Skráning:
Hjá Námsflokkum Reykjavíkur,
sími 551 2992.
Búnaðarbankinn styrkir þetta námskeið