Fréttablaðið - 04.03.2003, Síða 24
Ísérlegri rannsókn á því hve mikiðtraust Íslendingar bera til stofn-
ana kom í ljós á dögunum að karlar
treysta Alþingi á meðan konur
leggja traust sitt á kirkjuna. Þegar
illt er í efni og fokið í flest skjól er
hefð fyrir því að treysta á guð og
lukkuna. Allt útlit er fyrir að íslensk
kvenþjóð meti nú stöðuna svo. Það
er kannski orðið tímabært að leggja
allt sitt traust á æðri máttarvöld
þegar óæðri máttarvöld um allar
trissur eru ekki traustsins verð.
AÐSTANDENDUR íslenskrar nátt-
úru leggja traust sitt á almættið –
enda vafasöm aðgerð framundan.
Æxli verður komið fyrir en ekki
fjarlægt. Æðakerfi verður stíflað en
ekki hreinsað og víst að sjúklingur-
inn verður aldrei samur og mun
mara í hálfu kafi um ókomna tíð.
Ekkert hrjáir okkur krúttverja þó
nema kannski oggulítið atvinnuleysi
sem vart er orð á gerandi enda
verður nóg að gera í malbikinu í
sumar.
BOLLUÁTIÐ er að baki og í dag er
saltað kjet og baunir í matinn hjá öll-
um. Stóru áhyggjurnar eru kólester-
ól, kolvetni, kaloríur og kosningar að
vori. Tilboðsborðið er einfalt og tí-
unda maí verður boðið upp á tvo að-
alrétti og nokkra ofurlitla aukabita
fyrir grænmetisætur og sérvitringa.
Kosningavélarnar eru að hefja sig til
flugs. Sumir eru á breiðþotum en
aðrir á kústskafti. Eldsneytið er fok-
dýrt. Kosningasjóðirnir eru enn sem
fyrr leyndarmál, enda óviðeigandi að
spyrja hvaðan peningarnir koma
þegar farið er á fjörur við kjósendur.
SÖLUMENN standa í röðum með til-
boð sem kjósendur geta ekki hafnað.
Tortryggnir vilja þó vita hvaðan fjár-
magnið kemur sem heldur flokksvél-
inni á útsýnisflugi, en öðrum er nokk
sama. Hætt er við að baráttan snúist
upp í verðlaunahátíð auglýsingastof-
anna – færni þeirra og getu til að
selja ímyndina, útlitið og traustið.
Eina sýnilega fjármagnið í kosninga-
baráttunni er tekið úr vösum kjós-
enda. Skrautsýningin er að hefjast
og heppilegt að treysta á guð og
lukkuna og vona að sameiginlega
buddan verði ekki orðin of létt að
kosningum loknum og að kjósendur
fái í þetta sinn að kíkja ofan í flokks-
buddurnar og sjá hverjir leggja þar
krónur í púkk. ■
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Kristínar Helgu Gunnarsdóttur
Nýr og betri Berlingo á Atvinnubíladögum Brimborgar
B r i m b o r g R e y k j a v í k s í m i 5 1 5 7 0 0 0 • B r i m b o r g A k u r e y r i s í m i 4 6 2 2 7 0 0 • b r i m b o r g . i s
Ein létt sendiferð
og næstum heilt tonn
Frakkarnir eru erfiðir. Þeir sturta tómötunum á
þinghúströppurnar ef því er að skipta. Stundum
agúrkum. Þegar Citroën Berlingo er annarsvegar
þá heimta þeir ekki bara gæði með munaðinum
heldur styrkleika á við stærri sendibíla. Þeir eru
flottir Frakkarnir - auðvitað fengu þeir það sem
engin annar býður: Berlingo með 800 kílóa
burðargetu - bara 200 kíló í tonnið! Vertu klókur;
fáðu mikið fyrir miklu minna, kauptu Berlingo
sem lofar góðu - komdu í Brimborg.
Við hjá Brimborg lofum þér:
• Berlingo á mjög góðu verði (aðeins kr. 1.220 þús. án vsk)
• Stærra hleðslurými en í sambærilegum sendibílum (3m3)
• Meiri burðargetu en í sambærilegum sendibílum (800 kg)
• Traustri og skjótri þjónustu
• Lægri tíðni bilana en víðast hvar þekkist
• Hliðarhurðum á báðum hliðum með lokunarvörn
• Topplúgu fyrir lengri hluti
• Fjarstýrðri samlæsingu
• Breiðum og þægilegum sætum með langri setu
• Fjarstýringu á hljómtæki við stýrið
• Skrifborði ef þú fellir bakið á framsætinu og plássi fyrir ostinn
Misstu ekki af
tækifærunum á Atvinnubíla-
dögum Brimborgar.
Frábær tilboð. Allar gerðir
fjármögnunarleiða.
Komdu í heitt kaffi.
Horfðu nú í nýja átt og farðu með meira
í einni ferð á Citroën Berlingo
Hjá Frökkunum er munaður
staðalbúnaður. Loksins þekkja
þeir líka orðið gæði.
Í 5 ár hefur Citroën táknað bæði
gæði og munað. Ástæðan er róttæk
gæðastefna sem mótuð var árið 1996
og litu fyrstu afurðir hennar dagsins
ljós árið 1998. Árangurinn er 54
prósent söluaukning á heimsvísu hjá
þessum franska framleiðanda.
Við hjá Brimborg höfum sannreynt
gæði Citroën á 3ja ár.
B
R
IM
B
O
R
G
/
G
C
I I
C
E
LA
N
D
-
G
C
I E
R
H
LU
TI
A
F
G
R
E
Y
G
LO
B
A
L
G
R
O
U
P
Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði og er háð
breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra.
• Mjög hagstæðri rekstrarleigu
kr. 28.062 m.vsk. á mánuði í 3ár
Innifalið smur- og þjónustuskoðanir.
Guð og
lukkan