Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 23
23MÁNUDAGUR 10. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5og 8 bi. 16 ára ABOUT SCHMIDT 5.30, 8 og 10.30 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali um helgar TWO WEEKS NOTICE kl. 8 og 10.10 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 FRIDA kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára CHICAGO kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára Fimmta plata rapparans Commoner að mörgu leyti áhugaverð. Helst fyrir frumlegar útsetningar, gjörsamlega ólíkar öllu því sem þekkist í hiphopheimum í dag. Nán- ast í hverju einasta lagi kemur svo stórstjarna úr tónlistarheiminum við sögu. Í þeim efnum, eins og reyndar í flestum öðrum, leitar Common út fyrir ramma hiphops- ins. Gestir á þessari plötur eru meðal annrs The Neptunes, Sonny úr P.O.D., Mary J. Blige, Prince, Laetitia Sadier úr Stereolab, Jill Scott og Erykah Badu. Það er nánast eins og Common hafi ákveðið að gera plötu þar sem ekkert lag sækir áhrif í sömu tón- listarstefnu. Hér eru til dæmis skírskotanir í nýbylgjurokk, dixie- land, motown, soul og funk. Hljóð- vinnsla er svo til algjörrar fyrir- myndar. Það er eins og Common hafi raðað lögunum á plötuna eftir gæðum, bestu lögin eru aftast en sístu fremst. Þannig er besta lag plötunnar, „Jimi Was a Rock Star“, óður til Hendrix þar sem Erykah Badu fer á kostum, næst síðast. Erfitt er að finna galla á þessari plötu. Common óttast ekki að flókn- ar útsetningar dragi athygli hlust- andans frá textunum. Ég óttast að hipp-hoppurum þyki Common of skrýtinn og því nái hann ekki upp á yfirborðið. Hrein unun fyrir þá sem leita að ferskum straumum. Birgir Örn Steinarsson Common: Electric Circus Umfjölluntónlist Hugsað út fyrir rammann CATHERINE KEENER Hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni „Adaptation“. Catherine Keener í nýrri mynd: Leikur ást- konu dauð- vona ekkils Leikkonan Catherine Keener munleika á móti Daniel Day-Lewis í myndinni „Rose and the Snake“. Keener, sem lék meðal annars í „Adaptation“, mun leika ástkonu Lewis en myndin verður tekin upp í sumar. Í myndinni leikur Day-Lewis dauðvona ekkil, sem á 16 ára gamla dóttur sem heitir Rose. Feðginin búa í yfirgefnu þorpi þar sem Rose hefur útilokast frá umheiminum. Þegar faðir hennar tekur saman við einstæða móður, sem á tvo ung- lingsdrengi, verður kynferðisleg vakning hjá Rose sem á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. ■ hann geti varla hugsað sér að leika hana enn einu sinni. Hann segist almennt hafa lítinn áhuga á að leika í hasarmyndum. Leikarinn var þó nálægt því að ganga frá samningum um fjórðu myndina á síðasta ári en hætti við á síðustu stundu. Hann segir þó að ef fram- leiðandi „Die Hard“ komi upp með gott handrit, sem snúist ekki um hryðjuverk, þá muni hann hug- leiða málið. Leikkonan Julianne Moore, semfékk tvær Óskarsverðlaunatil- nefningar í ár, hefur tekið að sér aðalhlutverk í spennutryllinum „The Forgotten“. Moore kemur til með að leika móður sem berst við sorgina eftir að átta ára sonur hennar deyr. Henni bregður svo vitanlega í brún þegar sálfræðing- ur hennar segir að hún hafi búið til minninguna um soninn og að hann hafi aldrei verið til. Konan kynnist öðrum sjúkling með sama vanda- mál og saman reyna þær að sanna að börn þeirra hafi lifað í raun og veru. Leikarinn Jude Law hefur ákveð-ið að mæta ekki á Óskarsverð- launahátíðina sem haldin verður síðar í mánuðinum. Þetta ákvað hann eftir að myndir, sem sýndu hann og Nicole Kidman láta vel að hvort öðru, birtust í slúður- blaði í Banda- ríkjunum. Sögusagnir um meint ástar- samband leikaranna hafa verið á kreiki alveg frá því að hjóna- bandserfiðleikar Jude Law og Sadie Frost voru gerðir opinberir á síðum breskra slúðurblaða. Það á að vera greiði við Nicole að Law ætli ekki að mæta enda myndu myndavélarnar fylgjast náið með þeim báðum og að mati leikarans á kvöldið að vera hennar þar sem hún er tilnefnd. ■ FÓLK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.