Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 10. mars 2003 ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU Veiði í ám og vötnum í 4 eða 5 daga FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS, FERÐARÁÐGJÖF OG FARPANTANIR UM ALLAN HEIM 80.900Verð frá Flug, sigling, veiðileyfi, gisting og leiðsögn Flogið er frá Reykjavík með Flugfélagi Íslands og lent í Narsarsuaq á Suður- Grænlandi. Þar tekur fararstjóri á móti hópnum og siglir með hann til Narsaq þar sem dvalið er og siglt til veiða á hraðbátum alla dagana. Þú kynnist töfrum náttúrunnar meðan þú rennir fyrir fisk við stórkostlegar aðstæður. Vötnin eru bæði stór og smá. Árnar eru flestar stuttar, straumharðar og vatnslitlar með flúðum og fossum. Fluguveiði á Grænlandi hefur gengið mjög vel, en veiði á spún í vötnum hefur einnig gefist vel. Aðeins 6–8 manns í hverri ferð Við leggjum metnað í góða fararstjórn og vandaða leiðsögn við veiðar. Þess vegna er fjöldi í hverri ferð takmarkaður við 8 manns. Tilvalið fyrir veiðifélaga, hjón, pör eða fjölskyldur að skella sér í skemmtilega veiðiferð á framandi slóðir við ógleymanlegar aðstæður. Fagmenn veita allar nauðsynlegar ráðleggingar um búnað og veiðina fyrir brottför. HREINDÝRAVEIÐAR EINNIG Í BOÐI. Brottfarardagar fyrir 4ra daga ferðir: 1. júlí, 8. júlí, 15. júlí, 19. ágúst og 26. ágúst. Brottfarardagar fyrir 5 daga ferðir: 4. júlí, 11. júlí, 15. ágúst og 22. ágúst. Innifalið: Flug Reykjavík–Narsarsuaq–Reykjavík, flugvallaskattar, siglingar með hraðbát alla dagana, gisting í 2ja manna herbergi í svefnpokaplássi, veiðileyfi, fararstjórn. VERÐ Á 4RA DAGA FERÐ 80.900 KR. VERÐ Á 5 DAGA FERÐ 89.900 KR. Stangveiðiferðir til Grænlands FÓLK Leikarinn Sean Connery seg- ist hafa borgað tæplega 3,7 millj- ónir punda (457 milljónir króna) í skatta frá árinu 1997 til breska ríkisins. Á þeim tíma hefur hann búið á Bahamaeyjum. Leikarinn gaf skosku dagblaði leyfi til þess að birta skattaskýrsl- ur sínar til þess að svara ásökun- um fjölmiðla að hann hefði flúið Bretland til þess að forðast skatta. Hann hefur alla tíð vísað því á bug enda þekktur fyrir að vera stoltur Skoti. Connery var aðlaður árið 2000 en segir að upphaflega hafi það staðið til árið 1997. Þá hafi verið hætt við það vegna pólitískra skoðana hans. ■ OSAMA OG SADDAM ÞEIRRA BELGA Tveir menn tóku sig vel út sem Osama Bin Laden og Saddam Hussein í Belgíu um dag- inn. Belgar halda öskudag hátíðlegan og ríkir þá sannkölluð karnivalstemning í landinu. Ekki fylgir sögunni hvort þessi gervi voru vænleg til vinsælda eða gerðu öðrum þátttak- endum hátíðarinnar gramt í geði. SEAN CONNERY Segist hafa borgað 457 milljónir í skatta frá árinu 1997 og virðist ekkert vera að kippa sér upp við það. Sean Connery: Borgaði 457 milljónir í skatta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.