Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 18
KAPPAKSTUR Ökuþórinn David Coulthard, liðsmaður McLaren, fagnaði sigri á fyrsta móti For- múlu 1 kappakstursins sem haldið var í Melbourne í Ástralíu í gær. Coulthard kom í mark 8,6 sek- úndum á undan Juan Pablo Montoya, liðsmanni Williams. Montoya var um tíma í forystu en þegar 10 hringir voru eftir missti hann Coulthard fram úr sér. Kimi Raikkonen, samherji Coulthard hjá McLaren, var lengi vel í baráttunni um fyrsta sætið en dróst aftur úr þegar hann þurfti að taka út refsingu fyrir að aka of hratt á viðgerðarsvæðinu. Lauk hann keppni í þriðja sæti. Heimsmeistarinn Michael Schumacher var einnig lengi vel í baráttunni um efsta sætið en skemmdi bíl sinn þegar 20 hringir voru eftir og missti þar úr mikil- vægan tíma. Hann lauk keppni í fjórða sæti og er þetta í fyrsta sinn síðan í júlí árið 2001 sem Þjóðverjinn snjalli kemst ekki á verðlaunapall. Rubens Barrichello, samherji Schumacher hjá Ferrari, féll úr keppni eftir fimm hringi. Niður- staðan var því mikil vonbrigði fyrir Ferrrari-liðið, sem vann For- múluna með yfirburðum í fyrra. Coulthard, sem er 31 árs gam- all, hefur unnið að minnsta kosti einn kappakstur á ári í Formúlu 1 síðan 1997. Hann lenti í öðru sæti í Melbourne árið 2001 en náði ekki að ljúka keppni í fyrra. „Þetta voru frábær úrslit,“ sagði Coulthard eftir kappakstur- inn. „Frá sjónarhóli liðsins þá get- um við ekki annað en verið ánægðir með fyrsta og þriðja sæt- ið. En við eigum enn mikið verk fyrir höndum í baráttunni við Ferrari-liðið.“ Michael Schumacher var ekki eins ánægður. „Það er eðlilegt að hlutirnir breytist einn góðan veð- urdag. Þannig ganga hlutirnir bara fyrir sig í íþróttunum.“ ■ 10. mars 2003 MÁNUDAGUR Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820m2 jarðhæð með m/2 stór- um innkeyrsludyrum. Góður möguleiki á að skipta upp í 3-5 ein. 5m lofthæð. Í húsinu er stór og virtur förðunarskóli 2. Við Tranavog.Á 2.hæð ca 435 m2. Stór bjartur salur sem hægt er að skipta upp í smærri ein. Tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðn- að. 3. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslunarbil 68m2 og 136 m2. Í þetta 1500 manna hverfi vantar ýmsa þjónustu. 4. Við Bolholt- skrifstofuhúsnæði Á 4.hæð í lyftuhúsi ca 545 m2 hæð sem skipta má upp í smærri einingar. Hagstætt leiguverð. 5. Við Bergstaðastræti- verslunar eða þjónustuhúsnæði. 2 einingar, ca.60m2 ca.50m2 á jarðhæð.Hægt að sameina. 200 m frá Skóla- vörðustíg. Upplýsingar gefur Snorri í síma 892 3797 og tsh@islandia.is HNEFALEIKAR Íslendingar og Danir unnu fjórar viðureignir hvorir í átta hnefaleikabardögum sem háðir voru í Laugardalshöll á laugardagskvöld. Þeir Ronald Þór Fairweather, Stefán Breiðfjörð, Arnar Bjarna- son og Ingólfur Snorrason fóru með sigur af hólmi í sínum bar- dögum gegn Dönunum. „Ég held að það geti allir verið sáttir við þennan árangur miðað við að þetta var fyrsta keppnin okkar,“ sagði Salvar Halldór Björnsson, framkvæmdastjóri keppninnar. „Maður sá að sumir keppendur hefðu getað gert betur ef stressið hefði verið minna. En salurinn var ótrúlegur og hvatn- ingin var þvílík.“ Að sögn Salvars mættu um 1.500 til 2.000 manns til að styðja við bakið á íslensku keppendun- um og hafði hann aldrei kynnst annarri eins stemningu. ■ 16.00 Sýn Útsending frá leik Los Angeles Lakers og Philadelphia 76ers. 19.15 Grindavík Grindvíkingar leika gegn Haukum í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfu- bolta. Heimamenn eru í 3. sæti deild- arinnar en gestirnir í því neðsta. 19.15 Keflavík Deildarmeistarar Keflavíkur leika gegn KR í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta. 19.15 Kennaraháskólinn ÍS leikur gegn Njarðvík í lokaumferð 1. deildar kvenna í körfubolta. Njarð- víkingar eiga möguleika á að ná þrið- ja sætinu af Grindvíkingum. 20.00 Sýn Toppleikir. Upptaka frá leik Blackburn Rovers og Manchester United. 22.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. 22.50 Skjár 1 Mótor. Þáttur um mótorsport. 23.00 Sýn Ensku mörkin. Sýnt verður frá leikjum helgarinnar í enska boltanum. 23.40 RÚV Markaregn. Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum helgarinnar í þýska fótbolt- anum. ÞUNGT HÖGG Ingólfur Snorrason kýlir Dan- ann Nicolaj Thogersen í viðureign þeirra í þungavigt. Þetta var síðasti hnefaleika- bardagi kvöldsins og vann Ingólfur auðveldan sigur. Viðureign Íslands og Danmerkur: Jafntefli í hringnum HÖRÐ KEPPNI Kappaksturinn í Melbourne var afar spennandi og skiptust ökumenn á um að halda forystunni. Hér sést Michael Schumacher aka rétt á eftir Finnanum Kimi Raikkonen, á meðan hann var í fyrsta sæti. Coulthard fagnaði sigri Fyrsta mótið í Formúlu 1 kappakstrinum var háð í Ástralíu í gær. Liðs- menn McLaren náðu fyrsta og þriðja sætinu. Heimsmeistarinn Michael Schumacher komst ekki á verðlaunapall í fyrsta sinn í tvö ár. FÖGNUÐUR Skotinn David Coulthard fangar sigrinum í Melbourne. Þetta var 13. sigur kappans í Formúlu 1 kappakstrinum. ÍÞRÓTTIR Í DAG FR ÉT TB LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.