Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 10. mars 2003 FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Ro- berto Carlos, leikmaður Evrópu- meistara Real Madrid, vill ganga til liðs við Arsenal þegar samning- ur hans við spænska liðið rennur út eftir tæp tvö ár. „Mig langar að leika í ensku úrvalsdeildinni og ég veit að hún hentar mér,“ sagði Carlos í viðtali við blaðið News of the World. „Þegar samningurinn minn renn- ur út verður þetta forgangsmál hjá mér og í Arsenal eru samland- ar mínir frá Brasilíu. Ég held að félaginu svipi til Real Madrid. Það hefur gífurlegt sjálfstraust sem virðist óhaggandi. Þegar lið eru þannig er erfitt að sigra þau. Þeir eru með frábæran leik- mannahóp, frábæran þjálfara og liðið er í góðu jafnvægi,“ bætti Carlos við. ■ FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið hefur hafið rannsókn á at- viki sem átti sér stað í leik Arsenal og Chelsea í bikarkeppn- inni á laugardag. Þá kastaði áhangandi Chelsea peningi í Frakkann Thierry Henry, leikmann Arsenal. Leit stendur nú yfir að þeim sem bar ábyrgð á verknaðinum og verður honum væntanlega meinaður að- gangur að leikjum í enska boltan- um í framtíðinni. Henry varð ekki fyrir meiðsl- um er peningnum var kastað að honum en hann meiddist hins veg- ar í leiknum sjálfum. Talið er óvíst hvort hann geti tekið þátt í leik Arsenal við Roma í Meistara- deild Evrópu sem háður verður annað kvöld. ■ HENRY Thierry Henry heldur á peningnum sem kastað var í hann í leiknum gegn Chelsea, sem endaði með 2:2 jafntefli. Leikur Arsenal og Chelsea: Henry varð fyrir aðkasti CARLOS Roberto Carlos varð heimsmeistari með Brasilíumönnum síðasta sumar. Þessi sókndjarfi bakvörður hefur staðið sig vel með Real Madrid undanfarin ár. Roberto Carlos: Vill fara til Arsenal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.