Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 12
12 10. mars 2003 MÁNUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR BORGARMÁL Undir stjórn R-listans hafa rekstrarstyrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs í borginni ver- ið skertir um 13%. Þetta kom fram í máli Kjartans Magnússon- ar, borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna, á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Íþrótta- og tómstundaráð hef- ur ákveðið að úthluta styrkjum fyrir 26 milljónir króna í ár. Kjartan sagði að þetta væri 4 milljónum króna lægri upphæð en á síðasta ári. „Á meðan R-listinn beitir sér fyrir niðurskurði til æskulýðs- starfsemi og íþróttamála fatlaðra og aldraðra eru peningar afgangs til kaupa á lóðum af vildarvinum fráfarandi borgarstjóra,“ sagði Kjartan. „Mörg félög sem verða fyrir niðurskurðinum nú hafa orðið fyrir búsifjum á undanförn- um árum vegna síhækkandi fast- eignagjalda og vandséð hvernig þau muni mæta slíkum viðbótar- útgjöldum á sama tíma og dregið er úr stuðningi við þau frá borg- inni.“ Anna Kristinsdóttir, borgar- fulltrúi R-listans og formaður ÍTR, vísaði þessari gagnrýni til föðurhúsanna. Hún sagði að þó rekstrarstyrkir væru að lækka milli ára væri framlag til íþrótta- og æskulýðsmála í heildina að hækka um rúmlega 100 milljónir milli ára. Alls næmu styrkveit- ingar á vegum ÍTR tæpum 700 milljónum króna. ■ Innbrotsþjófur: Ótrúleg afköst DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hátt í hundrað inn- brot, bílaþjófnaði og fleiri afbrot á um tveggja ára tímabili. Níu mánuðir refsingarinnar eru skil- orðsbundnir. Maðurinn braust bæði inn í bíla og hús og stal öllu steini léttara. Hann falsaði ávísanir og misnot- aði greiðslukort annarra. Alls stal hann fyrir rúmar fimm milljónir króna. Í Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist maðurinn, sem rauf skil- orð fyrri dóma, vera hættur í af- brotum, vera í vinnu og eiga von á barni. ■ Fangar flýja: Gengu út í frelsið MEXÍKÓ, AP Fangarnir þrír sem flúðu úr fangelsi í Norður-Mexíkó þurftu ekki að hafa mikið fyrir flóttanum. Þeir gengu út um aðal- inngang fangelsisins án þess að nokkur maður gerði tilraun til að stöðva þá. Fangelsismálayfirvöld segja allt útlit fyrir að fangarnir hefðu notið aðstoðar fangavarða við flóttann. Rannsókn hefur verið hafin á flótta mannanna þriggja. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn í tengslum við flóttann. ■ HÚSNÆÐISMÁL Rúmlega 20% fé- lagslegra íbúða í Reykjavík eru í Efra Breiðholti, en 36% allra íbúða í hverfinu tilheyra félags- lega kerfinu. Um 19% allra fé- lagslegra íbúða í borginni eru í Grafarvogi, eða um 24% allra íbúða í hverfinu. Lægsta hlutfall félagslegra íbúða er í Norðurbænum eða póst- númeri 104. Þar eru um 4% allra félagslegra íbúða í borginni, eða tæplega 5% allra íbúða í hverfinu. Í nýrri skýrslu um félagslega íbúðakerfið segir að þetta sé mjög óæskileg staða og bjóði heim verulegri hættu á aðgreiningu þjóðfélagshópa. Í skýrslunni er komið með tillögur til úrbóta og ein af þeim er að við gerð skipu- lagsáætlana í Reykjavík verði lögð rík áhersla á blöndun byggð- ar til að vinna á móti þessari að- greiningu. Æskilegt þykir að í íbúðahverf- um verði allt að 20% íbúða miðað- ar við þarfir tekjuminni hópa, ungs fólks sem er að hefja búskap og námsmanna. Lagt er til að við þéttingu byggðar í grónum hverf- um verði gert ráð fyrir byggingu leiguíbúða. ■ LEIGUÍBÚÐIR Umsóknum um félags- legt leiguhúsnæði í Reykjavík fjölgaði um 53% milli áranna 2001 og 2002. Í fyrra sótti 881 um hús- næði en 164 fengu úthlutað íbúð. Þetta kemur fram í skýrslu um stefnu í uppbyggingu leiguhús- næðis í Reykjavík. Biðlisti eftir félagslegu leigu- húsnæði í Reykjavík hefur lengst um 429 umsækjendur síðan árið 1998. Á sama tímabili fjölgaði íbúðum Félagsbústaða hf. hins vegar um 400 og um síðustu ára- mót áttu Félagsbústaðir 1.400 íbúðir. Meðalbiðtími eftir úthlutun var 22 mánuðir í fyrra og hafði hann lengst um tvo mánuði frá því árið 2001. Ástæðurnar fyrir þessari gríð- arlegu fjölgun umsækjenda eftir félagslegu leiguhúsnæði eru margþættar. Atvinnuleysi jókst í Reykjavík í fyrra, en skýr tengsl eru á milli aukins atvinnuleysis og þarfar fyrir ódýrt og öruggt leigu- húsnæði. Lokun félagslega eigna- íbúðakerfisins og kaupleiguíbúða- kerfisins árið 1998 hafði í för með sér að hundruð félagslegra íbúða hurfu af markaðnum. Uppsveifla fasteignamarkaðarins árið 1999 og 2000 hafði einnig áhrif, en hún leiddi til þess að almennum leiguí- búðum fækkaði og leiguverð á al- menna markaðnum hækkaði. Í skýrslunni er einnig sagt að hækk- un vaxta hafi leitt til þess að fé- lagasamtök hafi dregið úr nýbygg- ingum leiguíbúða til félagsmanna sinna. Í skýrslunni er leitað leiða til þess að mæta þeim vanda sem skapast hefur á leigumarkaðnum. Ein af megintillögunum er að styrkja almenna leigumarkaðinn með því meðal annars að lækka gjöld þeirra sem vilja byggja leiguíbúðir og hækka hámarks- upphæð húsaleigubóta. Einnig er lagt til að félagsmálaráðuneytið endurskoði tekju- og eignamörk vegna félagslegra íbúða og að kannað verði hvort lífeyrissjóðir geti komið að fjármögnun 10% framlags til byggingar leiguíbúða. Þá er einnig lagt til að óbeinar niðurgreiðslur Reykjavíkurborg- ar á íbúðir verði lagðar af og fyrir- komulagi stuðningsins breytt á þann hátt að hann verði persónu- bundinn, skattfrjáls og skerði ekki bætur frá Tryggingastofnun ríkis- ins. trausti@frettabladid.is Dómur staðfestur: Skilorð yfir barnaníðingi DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir kynferðis- afbrotamanni á Suðurlandi. Maðurinn var í október dæmd- ur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlk- um og einum dreng. Auk fangels- isdómsins átti hann að greiða tveimur barnanna 450 þúsund krónur í miskabætur. Þriðja barn- ið krafðist ekki bóta. Stúlkurnar eru tengdar brotamanninum ætt- arböndum. Maðurinn undi dómnum en ákæruvaldið áfrýjaði til refsi- þingingar. ■ HEILDARHÆKKUN STYRKJA Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og formaður ÍTR, sagði að þó rekstrarstyrkir væru að lækka milli ára væri framlag til íþrótta- og æskulýðsmála í heildina að hækka um rúmlega 100 milljónir milli ára. Tekist á um styrki til íþrótta- og æskulýðsstarfs í borgarstjórn: Um 13% skerðing rekstrarstyrkja EFRA BREIÐHOLT Í nýrri skýrslu um fé- lagslega íbúðakerfið segir að núverandi skipting félagslegs húsnæðis í borginni sé mjög óæskileg og bjóði heim verulegri hættu á aðgreiningu þjóðfélagshópa. Skipulag félagslegs húsnæðis í Reykjavík býður heim hættu á aðgreiningu í þjóðfélagshópa: Um 20% íbúða í Efra Breiðholti YFIRLIT FÉLAGSLEGRA ÍBÚÐA Í REYKJAVÍK EFTIR HVERFUM Í ÁRSLOK 2001 Fjöldi Fjöldi Hlutfall íbúða félagslegra íbúða félagslegra íbúða Vesturbær 7.406 1.093 14,8% Austurbær 8.976 1.308 14,6% Norðurbær 5.573 275 4,9% Suðurbær 5.774 294 5,1% Árbær 2.970 203 6,8% Efra Breiðholt 3.634 1.317 36,2% Neðra Breiðholt 1.499 379 25,3% Seljahverfi 2.485 339 13,6% Grafarvogur 5.319 1.266 23,8% Grafarholt 600 40 6,7% Alls 44.236 6.514 14,7% Sprenging í umsóknum um félagslegt húsnæði Í fyrra sótti 881 um félagslegt leiguhúsnæði eða 53% fleiri en árið 2001. Rekja má fjölgunina til hækkunar á leiguverði á almennum markaði og aukins atvinnuleysis. Lagt til að húsaleigubætur verði hækkaðar. SAMDRÁTTUR Í NÝBYGGINGUM LEIGUÍBÚÐA Í skýrslu um stefnu í uppbyggingu leigu- húsnæðis í Reykjavík segir að hækkun vaxta hafi leitt til þess að félagasamtök hafi dregið úr nýbyggingum leiguíbúða til félagsmanna sinna. MÓTMÆLI GEGN STRÍÐI Ungur drengur heldur í hönd móður sinn- ar í mótmælastöðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í Istanbúl í Tyrklandi. Á spjald- inu fyrir aftan hann er „bandarískri villi- mennsku“ hafnað. MEIRI LOÐNA Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann um 50 þúsund tonn og er hann því 765 þúsund tonn. Þetta er gert eftir mælingar fyrir Suðaustur- landi. Endanleg ákvörðun um kvóta vertíðarinnar verður tekin að lokinni athugun rannsókna- skipsins Árna Friðrikssonar fyrir Vestjörðum og er ákvörðunar að vænta fljótlega. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.