Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.03.2003, Qupperneq 2
2 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR EVRÓPA Páll Vilhjálmsson, formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, hefur ekki verið samstíga forystunni í veigamiklum málum. Hann spilar sóló. “Ég segi eins og Bergþóra: Ung var ég gefin Njáli.“ SPURNING DAGSINS Páll, hvað ert þú að gera í Samfylkingunni? KRISTJÁN PÁLSSON Sérframboð hans fengi um 6 prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins sem gerð var á laugardag. Skoðanakönnun: Kristján með sex prósent STJÓRNMÁL Sérframboð Kristjáns Pálssonar, framboð óháðra, fengi um 6 prósent fylgi í Suðurkjör- dæmi væri kosið nú. Þetta kemur fram í vikulegri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á laugardag. Þess ber að geta að skekkjumörk eru talsverð þar sem úrtakið var ekki stórt. Niðurstaða í kjördæminu var þessi; Framsókn með 16 prósent, Sjálfstæðisflokkur með 18 pró- sent, Frjálslyndir með tvö pró- sent, Samfylking með 48 prósent, Vinstri grænir með 10 prósent og framboð Kristjáns með sex pró- sent eins og áður sagði. Kristján hefur sótt um listabókstafinn T. ■ Grófu sig í fönn Tveir vélsleðamenn sem eyddu sólarhring villtir á og við Langjökul fundust í gærmorgun. Ekkert amaði að þeim. Sleði annars þeirra bilaði og staðsetningartæki virkaði ekki. Þeir grófu sig í fönn þegar þeir höfðu farið ranga leið niður af jöklinum. SVAÐILFARIR Tveir vélsleðamenn sem villtust á Langjökli á sunnu- dag fundust laust fyrir hádegi í gær. Ekkert amaði að þeim. Þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til Reykja- víkur. F j ö l s k y l d u r mannanna biðu þeirra á Reykja- víkurflugvelli og voru auðsjáanlega fegnar að óvissunni var lokið. „Þetta var mjög góð tilfinning. Það var ekki gott fyrir fólkið okk- ar að þurfa að bíða milli vonar og ótta,“ segir Jón Bjarni Hermanns- son, annar mannanna sem leitað var að, um endurfundina. Jón týndist ásamt Knúti Hreinssyni. Þeir hittust í fyrsta skipti nú um helgina á Hveravöll- um. Jón var þar í þriggja manna hópi vélsleðamanna. Hann segir að vegna slæms veðurútlits hafi þeir farið heim á leið í samfloti við Knút og félaga hans, Bjarna. Lagt var upp um klukkan ell- efu á sunnudags- morgun og haldið á Langjökul: „Við reyndum að halda hópinn en það var allt svart. Fljót- lega dróst Bjarni aftur úr. Síðan misstum við Knútur sjónar á Magnúsi og Samúel, félögum mínum,“ lýsir Jón. Jón segir þá Knút hafa haldið kyrru fyrir í von um að Magnús og Samúel sneru við. Eft- ir tveggja tíma árangurslausa bið hafi þeir ætlað að halda til baka niður af jöklinum. Magnús og Samúel sneru reyndar við til Hveravalla en hittu ekki á Jón og Knút. Bjarni sneri einnig niður af jöklin- um og gat gert vart við sig í farsíma. „Okkur leist ekkert á þetta. En við römbuð- um ekki á rétta leið heldur ofan í dal. Þá vorum við bara á ein- um sleða því sleðinn hans Knúts fór ekki í gang. Sömuleiðis virkaði staðsetn- ingartækið hans ekki. Við ákváð- um að grafa okkur í fönn og vor- um komnir með þokkalega holu um kvöldið,“ segir Jón. Mennirnir voru vel búnir og með nesti. „En vistin var skrítin. Við töluðum saman og vorum á útkíkkinu. Við vissum að það átti að létta til á mánudaginn og vor- um ósköp rólegir,“ segir hann. Knútur og Jón sváfu ekki um nóttina. Um morguninn struku þeir vel af eldrauðum vélsleða Jóns Bjarna til að gera sig betur sýnilega. „Við heyrðum strax í þyrlunni og sáum hana einu sinni sveima yfir. Öðru hverju heyrðum við líka hljóð í vélsleðum en það var ekki fyrr en um klukkan hálf- ellefu að þeir komu auga á okkur og við á þá.“ Fjöldi björgunarsveitarmanna tók þátt í leitinni og segist Jón þeim afar þakklátur. gar@frettabladid.is Skotið á bát: Vopnahlé í hættu SRI LANKA, AP Herskip úr flota Sri Lanka sökkti báti Tamíltígra sem var að nálgast norðurströnd eyjunnar. Atvikið er talið geta haft mikil og neikvæð áhrif á vopnahlé stjórnvalda og Tamíl- tígra sem vonir hafa staðið til að dugi til að friður verði saminn á eyjunni eftir 19 ára borgara- stríð. Stjórnvöld segjast hafa haft upplýsingar um að uppreisnar- menn væru að flytja vopn í land. Uppreisnarmenn vísa því á bug að nokkuð ólöglegt hafi átt sér stað og segja atvikið geta haft víðtæk áhrif á friðarferlið. ■ Aco-Tæknival kaupir Svar: Stofnandi kominn heim VIÐSKIPTI Aco-Tæknival hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 90 prósenta hlut í fyrir- tækinu Svari. Áætlað er að sam- eina félögin um næstu mánaða- mót. Framkvæmdastjóri Svars er Rúnar Sigurðsson, sem stofn- aði Tæknival fyrir tuttugu árum. „Ég er í það minnsta á leiðinni,“ segir Rúnar aðspurður um hvort hann sé kominn heim. „Svona er lífið.“ Gríðarlegur vöxtur var í rekstri fyrirtækisins og veltan jókst hratt. Rúnar fór frá félag- inu en átti áfram hlut í því. Síð- ustu ár hafa verið erfiðleikar í rekstrinum. Tekjur dregist sam- an og tap verið á rekstrinum. Rúnar segir að í kjölfar sam- einingarinnar muni hann taka við stjórn á þeim hluta rekstrar- ins sem snýr að skrifstofubún- aði, fjarskiptabúnaði og net- lausnum. „Það er skrýtin tilfinn- ing að koma aftur. Ég er mjög spenntur. Félagið er með sterka bakhjarla og ég er mjög spennt- ur að byggja félagið upp í það stórveldi sem það var.“ ■ KOMINN HEIM Rúnar Sigurðsson stofnaði Tæknival fyrir tuttugu árum. Hann hefur rekið fyrirtækið Svar að undanförnu. Svar mun að öllum líkindum sameinast Aco-Tæknivali. Rúnar er því snúinn aftur til fyrirtækisins. FAGNAÐARFUNDIR Fjölskyldur vélsleðamannanna tveggja sem týndir voru við Langjökul nætur- langt í fyrrinótt voru ánægðar að endur- heimta þá um hádegisbil í gær. „Það var ekki gott fyrir fólkið okkar að þurfa að bíða milli vonar og ótta,“ segir Jón Bjarni Hermannsson, sem faðmar hér Hafdísi, yngri dóttur sína. „Við heyrðum strax í þyrl- unni og sáum hana einu sinni sveima yfir.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI VIÐ FÖGRUHLÍÐ Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo vélsleðamenn að ósk björgunarsveitarmanna sem höfðu fundið þá við Fögruhlíð utan í Langjökli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Stríðshrjáð börn í Kasmír: Herinn býður í skemmtiferð NÝJA-DELHÍ, AP Í afskekktum þorp- um í Kasmír, við landamæri Ind- lands og Pakistan, búa börn sem hafa á sinni stuttu ævi upplifað meiri hörmungar en flestir geta gert sér í hugarlund. Um árabil hefur þetta svæði verið vettvang- ur blóðugra átaka milli indverska hersins og íslamskra uppreisnar- manna sem njóta stuðnings Pakistana. Hafa börnin því mörg hver orðið vitni að mannskæðum skotbardögum og stórskotaárás- um auk þess að búa við stöðugan ótta um líf sitt og limi. Indverski herinn hefur um nokkurt skeið staðið fyrir átaki sem ætlað er að hleypa birtu inn í myrka tilveru þessara ólánsömu barna og felst í því að bjóða þeim í ferðir til helstu borga og ferða- mannastaða á Indlandi. Tilgang- urinn er sá að vinna hjörtu íbú- anna í Kasmír og fá þá þar með á band indverskra stjórnvalda. Sem stendur deila Pakistanar og Indverjar yfirráðum í Kasmír en báðar þjóðirnar gera tilkall til svæðisins í heild sinni. Meirihluti íbúanna í indverska hlutanum er múslímar og eru margir þeirra afar ósáttir við indversk stjórn- völd. Það verður því að teljast sterkur pólitískur leikur að reyna að vinna hugi íbúanna með ofan- greindum hætti. ■ ÁHYGGJULAUST AUGNABLIK Gleðin skein úr andlitum þessara drengja þegar þeir fengu að fara í rússíbana í skemmti- garði í höfuðborginni Nýju-Delhí í fyrsta skipti á ævinni. Á því augnabliki virtist sem allar áhyggjur og biturleiki vegna átakanna heima fyrir hyrfu eins og dögg fyrir sólu. RÚSSNESK BÖRN HEILSULAUS Aðeins um þriðjungur rússneskra barna getur talist heilbrigður, samkvæmt könnun sem gerð var í landinu öllu á síðasta ári. Um 67 prósent barna undir 18 ára aldri eiga við einhvers konar heilsu- vandamál að stríða og er það rak- ið til þess hve hreinlæti er ábóta- vant í rússneskum skólum. Meiri- hluti barnanna þjáist af öndunar- færasjúkdómum. M YN D : L AN D H EL G IS G Æ SL AN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.