Fréttablaðið - 11.03.2003, Síða 4
4 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
ÍRAKSDEILAN
ÍRAKSDEILAN
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Er framboð á háskólanámi á
Íslandi nægilegt, of mikið eða
of lítið ?
Spurning dagsins í dag:
Eiga kaup á vændi að vera refsiverð?
Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is
23,5%
33,8%Of mikið
Of lítið
42,7%
NÆGILEGT
FRMBOÐ
Rúm 42% telja að
framboð á
háskólanámi sé
nægilegt.
Nægilegt
Mörkinni 6 • Sími: 588-2061 • sala@bodeind.is
Kr. 194.900,-
BOÐEIND
w w w . b o d e i n d . i s
Antec PlusView1000AMG stór turn m/glugga. Sannkalla›
flaggskip me› miklu afli og öllu flví besta í aukabúna›i.
Intel P-4 2,53GHz örgjörvi • 512Mb DDR minni
60Gb ATA 133 har›ur diskur • DVD geisladrif
Geislaskrifari • Asus V9280TD AGP8X, DDR 128MB,
nVidia Geforce4 skjákort • USB kortalesari •
Hátalarar • ViewSonic P90F skjár 1600x1200@ 87
ára ábyrg
ð
SH
S
29
19
-2
00
3
Hugbúna›ur og leikir: Asus
DVDXP hugbúna›ur fyrir
DVD, MediaShow,
Morrowind, Black Thorn,
Worms Blast, VR Aquarium,
Demo Showcase, PcCillin
vírusvörn, PC Prope,
2ja ára ábyrg› af
heildarpakka en skjár me›
3ja ára ábyrg›.
Entrprise P4-2,53GHz
Sjónvarpsáhorf:
Ýtir undir
árásarhneigð
NEW YORK, AP Ofbeldi í sjónvarpi get-
ur haft afdrifarík áhrif á unga
áhorfendur og meðal annars ýtt
undir árásarhneigð síðar á lífsleið-
inni. Þetta eru niðurstöður fágætrar
rannsóknar þar sem fylgst var með
sjónvarpsáhorfi 329 barna á aldrin-
um sex til níu ára og breytingum á
hegðun þeirra fram á fullorðinsár.
Í rannsókninni, sem framkvæmd
var í Michigan-háskóla í Bandaríkj-
unum, var sýnt fram á að börn sem
horfðu á ofbeldi í sjónvarpi væru
líklegri til þess að beita maka sína
ofbeldi og komast í kast við lögin
síðar á ævinni. Athygli vakti að
þessara áhrifa skyldi gæta hjá kon-
um jafnt sem körlum. ■
VIÐSKIPTI Íslandsbanki og fyrir-
tæki tengd þeim voru fyrirferðar-
mikil í hópi þeirra sem keyptu
bréf ríkisins sem seld voru í Bún-
aðarbankanum á föstudag. Ís-
landsbanki og fjárfestingarfélag-
ið Straumur keyptu hluti í útboð-
inu. Auk þess keyptu lífeyrissjóð-
ir sem eiga stóra eignarhluti í Ís-
landsbanka bréf í útboðinu. Ís-
landsbankamenn segja ekki
ástæðu til að lesa mikla merkingu
út úr þessum kaupum.
Fyrir eiga félög tengd eignar-
haldsfélaginu Gildingu stóran hlut
í bankanum. Íslandsbanki sýndi á
sínum tíma áhuga á að kaupa Bún-
aðarbankann, en var hafnað á
grundvelli samkeppnissjónarmiða.
Fjármálamarkaður er í örri þróun
og telja kunnugir að möguleikar
kynnu að opnast á sameiningu
fjármálafyrirtækja, þar með talið
Íslandsbanka og Búnaðarbanka.
Eignarhlutur Íslandsbanka-
blokkarinnar er of lítill til að hafa
áhrif á rekstur bankans. Náist
samkomulag við Gildingarhópinn
gæti það tryggt stjórnarsæti. S-
hópurinn mun á næstunni kaupa
ríflega 45 prósenta hlut í bankan-
um. Ákvörðun um sameiningu við
aðra fjármálastofnun krefst 2/3
hluta atkvæða hluthafa. ■
MIKILL ÁHUGI
Mikil eftirspurn var eftir bréfum Búnaðarbanka á föstudag. Meðal þeirra sem keyptu í
bankanum voru Íslandsbanki og tengd félög.
Útboð bréfa Búnaðarbanka:
Íslandsbanki keypti hluti
UMFERÐ Þrettán ára drengur lét líf-
ið í hörðum árekstri vestan Voga-
afleggjara á Reykjanesbraut á
sunnudagskvöld. Slysið er fyrsta
banaslysið hérlendis síðan 13.
október í fyrra. Síðan eru liðnir
147 dagar.
Fólksbíll sem drengurinn var
farþegi í skall framan á leigubíl
sem kom úr gagnstæðri átt.
Drengurinn var látinn við komu á
sjúkrahús. Nítján ára ökumaður
fólksbílsins er alvarlega slasaður
en leigubílstjórinn slapp án mik-
illa meiðsla.
Talið er að ökumaður fólksbíls-
ins hafi misst bílinn yfir á rangan
vegarhelming.
Samkvæmt upplýsingum frá
Umferðarráði lauk á sunnudags-
kvöld þriðja lengsta tímabili án
banaslysa frá því hægri umferð
var tekinn upp árið 1968. Það ár
liðu 173 dagar – frá 10. apríl og 30.
september – á milli banaslysa.
Síðasta banaslys ársins 1996 varð
20. október. Næsta banaslys þar á
eftir varð ekki fyrr en 31. mars
árið eftir. Á milli voru 162 dagar.
Óli H. Þórðarson, formaður
Umferðarráðs, segist vonsvikinn
að löngu tímabili án banaslysa sé
lokið: „En við lítum fram á veginn
og vonum að við séum ekki að fá á
okkur hrinu eins og stundum ger-
ist. Ég heiti á alla ökumenn og
vegfarendur að leggja sitt af
mörkum.“ ■
SKILTI UMFERÐARRÁÐS VIÐ SANDSKEIÐ
Þriðja lengsta tímabilinu án banaslysa frá árinu 1968 lauk á sunnudag. 147 dagar voru
liðnir frá síðasta banaslysinu, sem varð þegar karlmaður lést á Skeiðavegi 13. október í
fyrra.
Þrettán ára lést í hörðum árekstri á Reykjanesbraut-
inni:
Fyrsta banaslysið í
nær fimm mánuði
Leitin að bin Laden:
Netið
þrengist
ISLAMABAD, AP Pakistanskir leyni-
þjónustumenn segja að netið sé að
þrengjast utan um Osama bin
Laden, stofnanda al Kaída-hryðju-
verkahreyfingarinnar. Þeir stað-
festu á blaðamannafundi í höfuð-
stöðvum pakistönsku leyniþjónust-
unnar að Khalid Shaikh Mo-
hammed, háttsettur foringi í hreyf-
ingunni, hefði sagt þeim frá fundi
sínum með bin Laden í desember.
„Við virðumst vera aðeins
nokkrum klukkustundum á eftir
honum,“ sagði talsmaður leyniþjón-
ustunnar. ■
200.000 Serbar:
Geta ekki
snúið aftur
KOSOVO, AP Þeim 200.000 Serbum
sem flýðu Kosovo eftir stríðið
1999 er ekki óhætt að snúa aftur,
að því er fram kemur í skýrslu
sérstakrar nefndar Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna og Öryggis- og samvinnu-
stofnunar Evrópu.
Skýrsluhöfundar segja að þó
réttur minnihlutahópa hafi auk-
ist á vissum sviðum sé það enn
svo að samfélög minnihlutahópa
sæti árásum og ógnunum af
hálfu Kosovo-Albana. Öfgamenn
af albönskum uppruna hafa
hefnt sín á serbneskum íbúum
fyrir ofríki sem þeir sættu af
hálfu stjórnvalda í Belgrad. ■
Gengið lækkar skuldir:
Lækka um
þrettán
milljarða
UPPGJÖR Landsvirkjun hagnaðist um
5,7 milljarða á síðasta ári. Afkomu-
batinn er 7,5 milljarðar frá árinu á
undan. Helsta skýring afkomu-
batans er breyting á gengi krónunn-
ar. Skuldir félagsins lækkuðu úr 94
milljörðum í 81 milljarð milli ára.
Skuldir Landsvirkjunar eru að
stærstum hluta í erlendum gjald-
miðlum. Raunverulegur afkomubati
fyrirtækisins á milli ára er um 400
milljónir. Rekstrartekjur Lands-
virkjunar jukust um rúm fjögur
prósent, en rekstargjöldin hækkuðu
um rúm þrjú prósent. ■
KÖNNUN Atburðir og fréttir síð-
ustu viku höfðu engin áhrif á til-
trú nærri helmings kjósenda á
Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra. Þær urðu hins vegar til
þess að 38% aðspurðra í skoðana-
könnun Fréttablaðsins segjast
hafa minni tiltrú á forsætisráð-
herra en áður. 11% segjast hafa
meiri tiltrú á honum en áður.
Mikill munur er á því hvaða
áhrif atburðir síðustu viku hafa á
aðspurða eftir því hvaða flokka
þeir styðja. Davíð hefur löngum
verið dáður innan Sjálfstæðis-
flokksins. Eftir síðustu viku segja
þó 30% stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokksins að tiltrú þeirra á for-
manni flokksins hafi aukist. Níu
prósent segja hana hafa minnkað
en rúmur meirihluti, 59% segja til-
trú sína á forsætisráðherra hvorki
hafa aukist né minnkað. 61% allra
þeirra sem segja tiltrú sína á Davíð
hafa aukist kemur úr röðum stuðn-
ingsmanna Sjálfstæðisflokks.
Þessu er öðruvísi farið í öðrum
flokkum. Rúmlega þriðji hver
stuðningsmaður Framsóknar-
flokks, 35%, segir tiltrú sína á for-
sætisráðherra hafa minnkað meðan
aðeins fimm prósent segja hana
hafa aukist. 59% stuðningsmanna
Vinstri grænna segja tiltrú sína á
forsætisráðherra hafa minnkað,
fjögur prósent segja hana hafa auk-
ist. Nær tveir af hverjum þremur
stuðningsmönnum Samfylkingar,
65%, segja að tiltrú sín á forsætis-
ráðherra hafi minnkað, einungis
þrjú prósent segja hana hafa auk-
ist.
Ef litið er til næstu þingkosn-
inga kann það að hafa mest áhrif
hvað þeim þykir sem ekki hafa gert
upp hug sinn um hvað þeir kjósa.
Sjö prósent þeirra segjast hafa
meiri tiltrú á Davíð en áður, 56%
segja hana ekki hafa breyst. 31%
þeirra segir tiltrú sína á forsætis-
ráðherra hafa minnkað í kjölfar at-
burða síðustu viku.
Hringt var í 600 einstaklinga,
jafnt skipt eftir kynjum og hlut-
fallslega eftir landshlutum. Spurt
var: Hafa atburðir og fréttir liðinn-
ar viku dregið úr eða aukið tiltrú
þína á Davíð Oddssyni? 3,9% að-
spurðra neituðu að svara. Einnig
var spurt um breytta tiltrú á Baugi
vegna sömu atburða. Niðurstöður
þeirrar könnunar verða birtar á
morgun. ■
Tiltrú á Davíð
minnkaði
DAVÍÐ ODDSSON
Rúmlega þriðji hver svarandi í skoðanakönnun blaðsins segir að tiltrú sín á forsætisráð-
herra hafi minnkað eftir atburði síðusut viku.
38% segja að tiltrú þeirra á forsætisráðherra hafi minnkað í kjölfar frétta
og atburða síðustu viku. Ellefu prósent segja hana hafa aukist.
Hvorki né
Aukið
4
38
48
11
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
50
Svara ekki
Minnkað
ARABABANDALAGIÐ TIL BAGDAD
Arababandalagið hyggst senda
háttsetta sendinefnd til Bagdad,
höfuðborgar Íraks, fyrir lok vik-
unnar, í von um að finna megi
leiðir til að komast hjá stríði. Auk
aðalritara Arababandalagsins
fara fimm utanríkisráðherrar
arabaríkja til Bagdad.
SEGJA NEI Rússar og Frakkar
munu greiða atkvæði gegn nú-
verandi tillögu Breta og Banda-
ríkjamanna. Bretar og Banda-
ríkjamenn hafa sagt möguleika á
að breyta tillögunni að einhverju
leyti.
NIÐURSTÖÐUR
Hafa atburðir og fréttir liðinnar viku dreg-
ið úr eða aukið tiltrú þína á Davíð Odds-
syni?