Fréttablaðið - 11.03.2003, Síða 13

Fréttablaðið - 11.03.2003, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 2003 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 0 8 7 5 7 / sia .is HART BARIST Það var hart barist í Laugardalshöll um helgina þegar Íslendingar tóku á móti Dönum í alls átta hnefaleikabardögum. Eftir að kýlt hafði verið á báða bóga í nokkrar klukkustundir varð niðurstaðan jafntefli, 4:4. Þetta var fyrsta viðurkennda hnefaleikakeppnin hér á landi síðan 1956 og mætti fjöldi fólks til að fylgjast með viðburðinum. 15.00 Stöð 2 Trans World Sport. Íþróttir um allan heim. 18.00 Sýn Sportið með Olís. 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki síðustu umferðar og spáð í spil- in fyrir þá næstu. 19.30 Sýn Meistaradeild Evrópu. Bein útsending frá leik Inter Milan og Newcastle United. 21.40 Sýn Meistaradeild Evrópu. Útsending frá leik Arsenal og Roma. 23.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis. 0.30 Sýn Mótor (e). Þáttur um mótorsport. ÍÞRÓTTIR Í DAG KÖRFUBOLTI Michael Jordan skor- aði 39 stig þegar Washington Wiz- ards tapaði fyrir New York Knicks með 97 stigum gegn 96 í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Þetta var að öllum líkindum síðasti leikur kappans í Madison Square Garden, heimavelli Knicks, en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir leiktíðina. Tracy McGrady átti stórleik fyrir Orlando Magic sem vann Denver Nuggets 111:98. Hann skoraði 43 stig þrátt fyrir að hvíla í síðasta leikhluta. ■ Enska bikarkeppnin: Watford mætir Southampton FÓTBOLTI Watford leikur gegn Sout- hampton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar 13. apríl. Í hin- um undanúrslitaleiknum leikur Sheffield United við Arsenal eða Chelsea. Lundúnafélögin gerðu jafntefli á laugardag og þurfa að leika að nýju 25. mars. Arsene Wenger lýsti því yfir eftir leikinn gegn Chelsea að tími væri kominn til að hætta aukaleikjum eftir jafntefli á seinni stigum bikar- keppninnar. Arsenal hefur þegar þéttskipaða dagskrá heima fyrir og í Evrópu og á t.d. mikilvægan leik gegn Everton tveimur dögum fyrir leikinn gegn Chelsea. ■ JORDAN Michael Jordan, leikmaður Wizards, tek- ur skot á körfuna yfir Othella Harr- ington, leikmann New York Knicks. Stórleikur Jordan dugði Wizards ekki til. Michael Jordan: Skoraði 39 stig gegn Knicks AP /M YN D FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.