Fréttablaðið - 11.03.2003, Side 23

Fréttablaðið - 11.03.2003, Side 23
MEÐ SÚRMJÓLKINNI FRÉTTIR AF FÓLKI 23ÞRIÐJUDAGUR 11 . mars 2003 UPPISTAND Bullukollagengið sem kennir sig við Jackass, og hefur slegið í gegn í samnefndum sjón- varpsþáttum og kvikmynd sem ganga út á hvers kyns líkams- meiðingar og fíflagang, er vænt- anlegt til landsins. Hópurinn verður með tvær ólíkar sýningar í Háskólabíói föstudaginn 11. apr- íl og laugardaginn 12. apríl. Fyrri sýningin er bönnuð börnum innan 16 ára og viðkvæmu fólki er ráð- lagt að láta það eiga sig að koma en seinni sýningin er öllu mildari og leyfð öllum aldurshópum. Miðasala á báðar sýningarnar hefst í Háskólabíói á sunnudag- inn. Það mun sjálfsagt ganga á ýmsu á sviðinu í apríl og aðstand- endur sýningarinnar eru í óða önn að verða sér úti um alla þá sviðs- muni sem Jackass-liðið þarf á að halda á meðan á skemmtuninni stendur. Meðal þess sem Steve-O og félagar vilja hafa við hendina eru einn 12 feta stigi, einn lítri af Jose Cuervo Tekíla, svitalykt- areyðir í brúsa, átta ljósaperur, fimm pör af latexhönskum og er sérstaklega tekið fram að það mega ekki vera uppþvottavett- lingar, ein fullhlaðin heftibyssa og einn oddhvass steikarhnífur. Þeir félagar gerðu allt vitlaust í Dublin á dögunum og því verður viðbúnaður yfirvalda vart minni þegar þeir koma hingað en þegar Falun Gong liðar heiðruðu land- ann með nærveru sinni í fyrra. ■ Á sólríkum sumardegi fór Stein- unn að heimsækja ömmu sína á Hrafnistu. Þegar hún kemur að húsinu sér hún ákaflega glaðleg- an gamlan mann sem situr fyrir utan og ruggar sér í stól sínum. „Góðan daginn,“ segir hún og spyr: „Hvernig stendur á því að þú ert svona ánægður með lífið og tilveruna?“ „Tja,“ segir gamli maðurinn. „Ég reyki þrjá sígarettupakka á degi hverjum og drekk 11 viskíflöskur yfir vikuna.“ „Vá,“ segir Steinunn. „Og hvað ertu eiginlega gamall?“ „Þrjátíu og tveggja.“ Kvikmyndagagnrýnandinnsnaggaralegi Hugleikur Dagsson fór oft mikinn í bíóum- fjöllun sinni í hinum rómuðu út- varpsþáttum sem kenndir voru við Tvíhöfða. Tvíhöfðinn er sem kunnugt er klofinn og talar nú tveimur tungum. Sig- urjón Kjart- ansson er kominn með nýjan þátt ásamt Dr. Gunna, sem nefnist Zombie, en Jón Gnarr mun brátt láta að sér kveða á nýrri út- varpsstöð. Hugleikur gerir ráð fyrir að mæta áfram til Sigurjóns og spjalla um kvik- myndir en vill þó ekki snúa alveg bakinu við hinum Tvíhöfðanum sínum og hefur boðið Jóni Gnarr krafta sína og þá ef til vill frekar sem „sjálfstæður myndlistarmað- ur.“ Maddömunni, vefriti ungraFramsóknarmanna er annt um að stjórnsýslu landsins verði dreift um landið en safnist ekki öll fyrir í Reykjavík eins og gerst hefur. Nú leggur hún til að stór hluti af starfsemi Landhelgis- gæslunnar verði flutt út á land. Það sé ekkert því til fyrirstöðu að flytja skrifstofuhaldið til Akur- eyrar, stjórnstöðina til Keflavík- ur, heimahöfn varðskipa til Ísa- fjarðar eða Vestmannaeyja, sjó- mælingahluta til Hornafjarðar eða Seyðisfjarðar og minni þyrlu gæslunnar og flugvélina til Akur- eyrar eða Egilsstaða. Eina sem þurfi að vera eftir sé stóra þyrl- an nærri helsta hátæknisjúkra- húsi landsins sem staðsett er í Reykjavík. Nær 50 manns voru mættir áfyrstu árshátíð netmiðlanna sem var haldin í Árbyrgi á Hótel Íslandi um síðustu helgi, nokkrum árum eftir að netmiðl- arnir risu hvað hæst. Fjölmenn- ustu sveitirnar komu frá Vísi.is, Mbl.is, og Femin.is en þar var einnig að finna fulltrúa nokkurra annarra netmiðla, svo sem Dokt- or.is, Teljari.is og Djamm.is. Einn af hápunktum kvöldsinsvar uppboð á kynlífsdúkkunni Nancy sem hafði verið útréttuð sem hjúkka. Hvort sem það er til marks um efnahaginn á netmiðl- unum eða eitthvað annað fékkst ekki hærra boð í dúkkuna en svo að hún ku hafa verið seld fyrir talsvert innan við kostnaðarverð. Klæðnaður dúkkunnar þótti þó vel við hæfi þegar leið á kvöldið og hersingin hélt upp á Broadway þar sem læknar og hjúkrunar- fræðingar voru að djamma. JACKASS Brjálæðingarnir í innkaupakerrunni stefna að því að gera allt brjálað í Háskólabíói í næsta mánuði. Undarlegir sviðsmunir: Heftibyssa, áfengi og átta ljósaperur Að gefnu tilefni skal tekið fram að Djúpa laugin er grunn. Leiðrétting

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.