Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 36
16. júní 2003 MÁNUDAGUR16 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6 THE MATRIX R.. 5.30, 8, 10.30 b.i 12 BRINGING DOWN... kl. 3.45, 5.50, 8, 10.15 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 6 og 9 b.i. 12 ára kl. 6NÓI ALBINÓI kl. 6. 8 og 10RESPIRO OLD SCHOOL kl. 3.45 5.50. 8. 9.05, 10.15, 11.20 Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl. kl. 4 IDENTITY kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i 16 kl. 8 og 10 b.i. 12 Sýnd kl. 5.45, 8, og 10.15 b.i. 12 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd í lúxus kl. 6, 8.30 og 11 kl. 5.45, 8 og 10.15HOW TO LOSE A... XMEN kl. 5, 8 og 10.40 bi 12 SKÓGARLÍF 2 kl. 3.45 Fréttiraf fólki TÓNLIST Rokkararnir NoFx eru ekki reiðir ungir menn. Reiði þeirra er allt of þroskuð til þess, enda liðs- menn búnir að vera hella úr hland- skálum sínum í gegnum tónlist sína frá því að sveitin var stofnuð í Kaliforníu árið 1983. Rokk NOFX er einfalt, beitt, hápólitískt á köflum og hefur alla burði til þess að hrista all verulega upp í rokkáhugamönnum. Liðs- menn eru enn reiðir sem má glögg- lega heyra á nýjustu breiðskífu þeirra „War on Errorism“ sem er hörð ádeila á stjórnarstefnu Geor- ge Bush Bandaríkjaforseta. Það hefur verið stefna sveitar- innar frá upphafi að halda sig víðs fjarri risaútgáfunum enda sjálf- stæð fram í fingurgóma. Hún hef- ur gefið út tólf breiðskífur á fjórt- án ára útgáfusögu sinni. Sveitin hefur farið gegnum margar manna breytingar og hafa liðsmenn jafn- vel dáið frá sveitinni. Það gerðist árið 1986 þegar söngvarinn Dave Allen lést í bílsslysi. Sveitin er án efa fyrirrennari vinsælli sveita á borð við Bad Religion, Green Day og Offspring. Þegar þær tvær síðastnefndu urðu vinsælar lofuðu þær NoFx enda- laust í fjölmiðlum sem olli því að sveitinni var ýtt upp á yfirborðið í nöp liðsmanna sjálfra. Þeir svöruðu fyrir sig með plötunni „White Trash, Two Heebs and a Bean“ sem er talin til betri verka sveitarinnar. Platan „Punk in Drublic“ sem kom út tveimur árum síðar þótti svo alls ekki síðri. Sú plata seldist vel í Bandaríkjunum og náði gullplötu- sölu. Sveitin er þekkt fyrir að föndra í útgáfum sínum. Gefa jafnan plötur sínar út á marglituðum vínyl og gera fjölbreyttar umbúðir. Liðs- mönnum líður hvergi betur en á litl- um klúbbum, sem Gaukurinn telst víst vera á heimsvísu þó okkur finn- ist hann stór, og þekktir fyrir að gefa sig alla í spilamennskuna. Með NoFx leika Brain Police og hljómsveitin Innvortis frá Húsa- vík. Húsið opnar 20:00, miðasala fer fram í verslunum Skífunnar. biggi@frettabladid.is Í kvöld heldur bandaríska rokksveitin NoFx tónleika á Gauknum. Tónleikarnir eru liður í X-Slash, 10 ára afmælisveislu X-sins 977. Hljómsveitin hefur verið á meðal helstu pönkrokksveita Bandaríkjanna í tvo áratugi. Brellulausir, reiðir og kraftmiklir Harðhausinn og hasarhetjanBruce Willis, fyrrverandi eig- inmaður Demi Moore, segist alls ekkert í fýlu yfir ástríðufullu sam- bandi Demi og nýja kærastans, vitleysingja- stjörnunar Ashton Kutcher sem er 16 árum yngri en hún. Þvert á móti segir Bruce að Asthon sé fínn gaur sem hann þekki ágætlega. Hann er aðallega bara yfirmáta ánægður að hún Demi sín sé hamingjusöm, enda þau enn bestu vinir. Þau skildu árið 2000. Homer, höfuð Simpsons fjöl-skyldunar virðist ætla að vinna internet kosningu á vegum BBC2 sjónvarpsstöðvarinnar í Bretlandi um mesta og besta Ameríkana allra tíma. Könnuninni er haldið úti í tengsl- um við umræðuþátt sem með yfir- skriftina „hvað þykir heiminum um Ameríku“. Lengi framan af voru Homer og Abraham Lincoln jafnir í 1.-2. sæti en Homer hefur nú sigið fram- úr, með tæp- an fimmtung atkvæða meðan Abe situr eftir með 16%. Aðrir hátt á lista eru Martin Luther King í þriðja sæti. Bob Dylan og hinn kraftalega vaxni Mr. T er á topp 10. Frekar af harðhausum, enArnold Schwarzenegger hefur lýst því yfir að það verði aldrei gerð Terminator 4, í það minnsta ekki sem hann léki í. Hann seg- ist nefnilega ótt- ast að hún yrði kölluð „Tortím- andinn: Í hjóla- stól“ af spjátrungum. Leikur í síð- ustu mynd tók sinn toll á kappan- um að eigin sögn „þegar ég þarf að gera áhættuatriði 30 sinnum fyrir eina töku, verkjar mig í vöð- vana daginn eftir.“ Arnold, sem er nú 55 ára, segist hinsvegar full- komlega eiga skilið að fá þær 30 milljónir dollara sem hann fékk fyrir leik sinn í Termimator 3: Rise of the Machines. Rökin fyrir því eru að annars fengi kvik- myndaverið þær bara, en hann muni eyða þeim í betri málstað en þeir. Hugsanlega kosningabaráttu til dæmis... Já, auður stjarnanna er umdeildur.Nú hefur James Gandolfini, Sopranos stjarna númer eitt ákveðið að gefa öllum stærri meðleikur- um sínum í þáttun- um 500.000 doll- ara. Þetta gerir hann eftir slæmt umtal vegna gríð- arhárra launa- krafna sinna, til að hljóta náð fyrir augum almennings og samstarfs- manna hans. Talsmaður Gandolfini segir James hafi alltaf ætlað að gefa peninga sína svona frá sér, og það hafi verið ein af rökunum fyrir launakröfunum. Jim Carrey segist hafa valið aðleika með Morgan Freeman í nýj- ustu mynd sinni, Bruce Almighty, til að læra meira um leiklist, þó hann hafi búist við stormasömu samstarfi. Freem- an er einmitt þekktur fyrir óað- finnanlegan undi- búning. „Færið mér samleikara sem færa mér víti á jörðu hef ég alltaf sagt“ sagði Carrey. „Mig langar bara að fara út fyrir eigin takmörk, langar að leika allt. Ekki Rambo, en allt sem ég get.“ Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. Alhliða útgáfuþjónusta Sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.is Hagkvæmari prentun Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Mörg góð tilboð fyrir 17 júní Allt að 50 % afsláttur NOFX Eins og sést á þessari mynd eru liðsmenn ekki mjög hrifnir af stjórnarstefnu George Bush Banda- ríkjaforseta. Meira að segja er hún liðsmönnum það mikið hugarangur að þeir gerðu hann að aðal- þema nýjustu plötu sinnar „War against Errorism“.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.