Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 15
Til sölu hjá Fasteignamiðlun- inni er nýleg og falleg íbúð að Neðstaleiti 5 í Reykjavík. Um er að ræða íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi en eignin er á tveimur hæðum. „Ég kann voðalega vel við mig hér,“ segir Ingibjörg Páls- dóttir en hún og eiginmaður hennar, Steinar Berg Ísleifsson, eru eigendur íbúðarinnar. „Eina ástæða þess að við flytjum héð- an er að við eigum aðra eign í Borgarfirði og þangað ætlum við að flytja.“ Íbúðin er fimm herbergja, þrjú rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. „Hún er náttúru- lega ákaflega vel staðsett,“ seg- ir Ingibjörg. „Það er mjög gott útsýni yfir Fossvogsdalinn og Kópavoginn og það sést til Keflavíkur á góðum degi. Hérna er lítill garður sem reyndar er sameign en það sér fólk um hann sem og alla aðra sameign í húsinu. Því erum við alveg laus við áhyggjur af slík- um málum. Svo er ótrúleg ró og næði hér miðað við hvað þetta er miðsvæðis. Við verðum ekki vör við neina umferð frá ná- grenninu og yfirleitt engan há- vaða yfir höfuð.“ Íbúðin skiptist þannig að gengið er inn í hol með parketi á gólfi og fataskáp. Úr holi er gengið í rúmgóða og bjarta parketlagða stofu með útgangi út á stórar suður-svalir. Eldhús- ið er með parketi á gólfi, snyrti- legri innréttingu og öllum hel- stu tækjum. Gott borðpláss er þar fyrir framan. Parketlögð sjónvarpsstofa er inn af stofu og herbergisgangur er parket- lagður. Herbergi eru rúmgóð og baðherbergi er flísalagt með baðkari. Eigninni er vel við haldið, innan sem utan, og til stendur að mála þak hússins fljótlega. Allar frekari upplýsingar veitir Brynjar Baldursson hjá Fasteignamiðluninni, Síðu- múla 11. ■ Nýleg íbúð miðsvæðis í bænum/ Kyrrð og ró í Neðstaleiti w w w .f rj a ls i. is Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Stokkaðu upp fjármálin – með hagstæðari lánum Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfest- ingarbankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig hentug leið fyrir þá sem standa í húsbyggingum eða fasteignakaupum. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. skrautlegt kál ● verð á málningu Guðjón Petersen: ▲ SÍÐUR 2-3 fjórða kynslóðin í sama húsi Friðrik Weisshappel: ▲ SÍÐA 2 Vínrekki hækkar borð Góð ráð Runólfur Gunnlaugsson: ▲ SÍÐA 15 Um hugsanleg 90% lán Gott vítamín fast/eignir Mánudagur 16. júní 2003Fasteignaauglýsingar í 93.000 eintökum Valhöll auglýsir í dag fallegt 200 fm einbýli á tveimur hæðum við Bergsmára í Kópavogi. 6 Ás fasteignasala er með fallega íbúð á annari hæð til sölu við Hjallabraut. 8 Fasteignamiðlun er með til sölu endaraðhús á tveimur hæðum við Klettás í Garðabæ. 10 Fasteignasölur Húsbréf Flokkur Ávöxtunarkrafa Gengi 1. feb 4,45% 1,2573 1. jan 4,68% 1,2372 98/2 4,51% 1,6264 98/1 4,68% 1,6048 96/2 4,74% 1,8219 Gengi 6. júní 2003 Efni 101 Reykjavík 17 Austurbær 19 Ás 8 Bakki 15 Eign.is 15 Eignakaup 15 Eignanaust 19 Fasteignamiðlun 10 Grund 16 ÍAV 4 REMAX 12 Valhöll 6 NEÐSTALEITI 5 Fjölbýlishús byggt 1983. ÍBÚÐ Á TVEIMUR HÆÐUM Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. 2 2 3 15 16 19 Fjórar kynslóðir í sama húsi Frikki Weisshappel gefur góð ráð Verðkönnun á málningu Staðan á fasteignamarkaðinum Greiðsluerfiðleikar Íbúð í Rimahverfi Húsið o.fl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.