Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2
2 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR Hann hefur ekki skilið umræðuna um fiskveiðistjórnunarkerfið. Í ræðu sinni á 17. júní sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra sjávarútvegsumræðuna í kosning- unum hvorki hafa verið skýra né skynsamlega. Frjálslyndi flokkurinn sem hefði helgað sig barátt- unni gegn kvótakerfinu væri enn minnsti flokkur- inn á þingi. Guðjón Arnar Kristjánsson er formað- ur Frjálslyndra. Spurningdagsins Guðjón Arnar, hvernig fannst þér ræða Davíðs? ■ Írak ■ Lögreglufréttir Kerlingarfjöll: Aukin hveravirkni JARÐHITASVÆÐI Fannborgarmenn, áhugamenn um Kerlingarfjöll og svæðið þar í kring, hafa orðið var- ir við aukna hveravirkni á jarð- hitasvæðinu í Hveradölum. Jónas Kjerúlf, einn Fannborg- armanna, segir að fyrir mörgum árum hafi verið virkur leirhver við ána sem var kallaður Víti. „Hann þornaði upp í kringum 1970 og færði sig innar í gilið, en varð þó aldei aftur neitt í líkingu við Víti. Nú hefur opnast hver á nýjum stað og þegar ég var þarna um helgina sá ég að hann hafði skvett heilmiklu úr sér og dynkirnir og hávaðinn voru með ólíkindum. Það er reyndar þannig með þessi háhitasvæði að þau eru alltaf að breyta sér, en það er óneitanlega meiri virkni þarna upp á síðkastið en verið hefur,“ segir Jónas. NÆSTRÁÐANDI HANDTEKINN Bandarískar hersveitir í Írak hafa handtekið Abid Hamid Ma- hmud al-Tik- riti, valda- mesta mann Íraks á eftir Saddam Hussein og Qusai syni hans. Al-Tikriti stjórnaði að- gangi að for- setanum fyrr- verandi og hafði yfirumsjón með margvíslegum varnarmálum. EKKI SENDA FLÓTTAMENN HEIM Ríkisstjórnir ættu að bíða með að senda íraska flóttamenn aftur til Íraks, segir Dennis McNamara, sendimaður Flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Írak. Hann segir landið ekki nægilega stöðugt til að senda hundruð þús- unda flóttamanna aftur heim að svo stöddu. SJÁVARÚTVEGUR Samherjatogarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 kom í gær til Reykjavíkur með 900 tonn af karfa af Reykjaneshrygg. Árni V. Þórðarson skipstjóri segist ekki vita hvort um mettúr hafi verið að ræða. „En það hefur alla vega ekki oft verið komið með jafn mikið eftir jafn stuttan tíma. Við vorum þrettán sólarhringa á veiðum,“ segir hann. Karfinn fer frosinn beint til Japans. „Þetta eru 500 tonn af hausuðum karfa,“ segir Árni og upplýsir aðspurður að aflaverð- mætið sé rúmar 60 milljónir króna: „Fyrir tveimur árum hefði þetta verið 90 milljónir miðað við gengi og verð sem þá var.“ Skipstjórinn skýrir ekki frá upphæð aflahluta skipverjanna. „En ég get sagt þér að hver háseti borgar á bilinu 250 til 300 þúsund krónur til samfélagsins fyrir að fá að fara þennan túr. Menn geta reiknað það ef þeir vilja en þetta er mikil vinna og er ekki gert nema með hörkudugnaði,“ segir hann. Baldvin Þorsteinsson átti að halda í nótt sem leið með sömu áhöfn að nýju á karfamiðin á Reykjaneshrygg. „Það er sami mannskapurinn að minnsta kosti þennan og næsta túr,“ segir skip- stjórinn. ■ VIÐSKIPTI Fyrstu fjóra mánuði árs- ins keyptu erlendir fjárfestar ís- lensk húsbréf fyrir um 20 millj- arða króna, að sögn Halls Magn- ússonar, sérfræð- ings stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs. „ Ú t l e n d i n g a r eru að kaupa rúm- lega það sem Íbúða- lánasjóður er að gefa út á hverjum mánuði,“ segir Hallur. Ein helsta forsenda stjórn- valda fyrir hækkun húsnæðislána í 90% er að núverandi þróun haldi áfram. Hallur segir allt stefna í að það gerist og langmestur hluti húsbréfa fari úr landi. Hann segir erlenda fjárfesta líta á húsbréfin sem mjög góðan fjárfestingar- kost. Þau séu í fyrsta lagi ríkis- tryggð, þá sé lánshæfismat Ís- lands mjög gott og síðast en ekki síst séu vextir á þeim háir miðað við vexti á alþjóðamarkaði og þau verðtryggð. Hallur segir þessa ásókn er- lendra fjárfesta í bréfin hafa komið sér mjög vel fyrir íslenska neytendur. „Á síðustu níu mánuðum hafa bréfin farið úr 13 til 14% afföllum í yfirverð, sem þýðir 1% raun- vaxtalækkun á húsbréfum. Það er álit greiningardeilda bankanna að þessi þróun muni halda áfram.“ Bent hefur verið á að hækkun húsnæðislána í 90% geti valdið því að offramboð verði af hús- bréfum. Sérstaklega geti það gerst ef áhugi erlendra fjárfesta minnki, t.d. ef vextir erlendis hækki. Þá muni kaupþunginn leggjast í auknum mæli á íslenska fjárfesta, bankakerfið og lífeyris- sjóðina. Hallur segist ekki skilja þessa gagnrýni því ef vextir er- lendis hækki muni þeir einfald- lega líka hækka hérlendis. Bréfin verði því góður fjárfestingarkost- ur eftir sem áður. Önnur forsenda hækkunar húsnæðislána í 90% er að þau verði skráð hjá erlendum upp- gjörsaðila. Viðmælendur Frétta- blaðsins innan bankakerfisins hafa bent á að ekki sé víst að er- lendir uppgjörsaðilar muni vilja skrá bréfin, það sé ekki víst að það svari kostnaði fyrir þá því ís- lenski skuldabréfamarkaðurinn sé mjög smár. Líklegt sé að ís- lensk stjórnvöld muni þurfa að greiða með skráningu bréfanna. Hallur segir afar ólíklegt að er- lendir uppgjörsaðilar muni hafna skráningu bréfanna. Alls sé verið að gefa út húsbréf fyrir um 500 milljónir dollara á ári og það ætti að duga til þess að fá bréfin skráð. „Af hverju ættu þeir ekki að skrá okkar bréf eins og bréf annarra?“ trausti@frettabladid.is 19. JÚNÍ „Við ætlum að mála bæinn bleikan,“ segir Katrín Anna Guð- mundsdóttir, talskona Femínista- félags Íslands. Í dag er kvenrétt- indadagurinn, sem haldinn er í til- efni þess að 19. júní árið 1915 fengu konur í fyrsta skipti kosn- ingarétt. Femínistafélag Íslands, í samstarfi við sjö önnur félög sem berjast fyrir jafnrétti, ætlar að standa fyrir nokkurri dagskrá í tilefni dagsins. „Við ákváðum að gera þetta með svolitlum stæl og ætlum að reyna að búa til stemningu í kringum þetta,“ segir Katrín. „Við viljum reyna að skapa samstöðu hjá fólki um það að við viljum jafnrétti og að fólk sýni það í verki með að vera með eitthvað bleikt.“ Allir sem vilja þrýsta á um aukinn rétt kynjanna eru hvattir til þess að klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt í dag. Auk þess verða æðstu ráðamönnum þjóðarinnar afhentir bleikir stein- ar til að hvetja þá til þess að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við ákvarðanatöku. ■ BÍLVELTA Á NESVEGI Bíll valt á Nesvegi á milli Grindavíkur og Krísuvíkur í gær. Tveir voru í bílnum. Annar fann til eymsla í öxl og var fluttur á heilsugæslu- stöð. Bíllinn var nokkuð skemmd- ur og þurfti að fjarlægja hann með dráttarbíl. FARTÖLVU STOLIÐ Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um inn- brot í heimahús í gær. Stolið var fartölvu og fylgihlutum. HÓFLEGUR HRAÐI Lögreglan í Vík í Mýrdal mældi ökuhraða í mikilli umferð í gær. Allir mæld- ust á löglegum hraða í góða veðr- inu. BALDVIN ÞORSTEINSSON Samherjatogarinn Baldvin Þorsteinsson landaði í Reykjavíkurhöfn í gær nærri 900 tonnum af karfa sem áhöfnin veiddi djúpt út af Jökultunguenda um 130 mílur vestur af Reykjanesi. Íslandsmet Baldvins Þorsteinssonar í úthafskarfaveiðum: Níu hundruð tonn í einum túr BARÁTTUDAGUR KVENNA Allir sem vilja þrýsta á um aukinn rétt kynjanna eru hvattir til að klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt í dag. 19. júní er baráttudagur kvenna: Bleikur dagur ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Hallur Magnússon, sérfræðingur stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, segir er- lenda fjárfesta líta á húsbréfin sem mjög góðan fjárfestingarkost, ekki síst þar sem þau séu ríkistryggð. Tugmilljarða kaup útlendinga Sérfræðingur stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs segir vax- andi áhuga á húsbréfum meðal erlendra fjárfesta. Hann vísar á bug gagnrýni á hækkun húsnæðislána í 90%. ■ „Útlendingar eru að kaupa rúmlega það sem Íbúðalána- sjóður er að gefa út á hverj- um mánuði.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H LE M Húsnæði Radíóhússins: Allt fullt af græjum TÆKI „Ég er að fara að tæma þetta endanlega,“ segir Páll Grétar Jóns- son, eigandi hins gjaldþrota Radíó- húss. Eigandi húsnæðisins, Erling Jóhannesson, hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar fréttar um að Páll hefði farið með vörubílahlöss af ósóttum græjum á haugana. Er- ling bendir á að húsnæðið sé enn fullt af græjum og dregur í efa að Páll hafi hent miklu. Páll segist standa við frásögn sína. Hins vegar segir hann það rétt að húsnæðið sé ekki orðið tómt. Þar eru enn vídeótæki sem Páll segist ætla að nota í varahluti, auk þess sem viðgerð standi yfir á nokkrum sjónvörpum. Málið er í raun orðið æsispenn- andi, þar sem Erling hyggst henda öllu undir eins og hann fær útburð- arheimild. Erfið staða getur komið upp ef sjónvörpin sem komu ný- verið í viðgerð fara á haugana. Páll segist ætla að reyna að ná í græjurnar í tæka tíð. Hann kveðst hins vegar orðinn uppiskroppa með pláss til að geyma þær, því hann hafi þegar fyllt eigin hirslur af nýtilegum tækjum sem hann vildi ekki henda. Á meðal þess sem eftir er í húsnæðinu er 46 tommu sjónvarpið sem hann hyggst nota sjálfur. ■ RADÍÓHÚSIÐ Eigandi húsnæðisins sem Radíóhúsið var í bíður eftir útburðarheimild til þess að geta tæmt húsnæðið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.