Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 10
12 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR ■ Bandaríkin Í TEYGJUSTÖKKI Það var mikið fjör í miðbænum á 17. júní eins og sjá má á þessari stúlku. Stendur við yfirlýsingar um lögbrot Flugleiða Valgerður Bjarnadóttir botnar ekkert í klögumáli Flugleiða á hendur henni. Hefur ekkert með úrskurði Kærunefndar jafnréttismála að gera. JAFNRÉTTISMÁL „Ég þarf hvergi að víkja sæti. Kærunefnd jafnréttis- mála er að fjalla um málið. Starf nefndarinnar er mér algjörlega óviðkomandi og ég veit varla hverjir eiga sæti í nefndinni,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu, vegna þeirra ávirðinga sem Flugleiðamenn hafa sett fram á hendur henni vegna kæru Kven- réttindafélags Ís- lands á hendur fyr- irtækinu. Flugleið- ir þurfa að svara til saka vegna auglýs- inga á borð við „Dirty Weekend“ og „One Night Stand“. Urgur er meðal kvenna sem telja að Flug- leiðir séu með auglýsingunum að stórskaða ímynd íslenskra kvenna á alþjóðavettvangi. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um auglýsingarnar er Valgerður Bjarnadóttir jafnréttisstýra, sem sagði í viðtali að það væri hennar skoðun að auglýsingarnar væru á skjön við jafnréttislög. Í svari Flugleiða vegna málsins er nokkru púðri eytt í að lýsa van- hæfi Valgerðar vegna áður- nefndra yfirlýsinga. Hún segist ekkert botna í þeim málflutn- ingi þar sem kæru- nefndin myndi úr- skurða um málið óháð sinni skoðun. Jafnrétt- isstofa kæmi ekki að málinu fyrr en eftir úr- skurðinn. „Ef úrskurður verð- ur Flugleiðum í hag fellur málið um sjálft sig og þeir standa með pálmann í höndunum. En að öðrum kosti mun það falla í okkar hlut að fylgja málinu eftir. Við höfum ekkert úrskurðarvald,“ segir Valgerður. Í svari Flugleiða vegna kærunnar er vakin athygli á því að Valgerður hafi tjáð sig opinber- lega um hinar umdeildu auglýs- ingar án þess að hafa séð þær. „Þetta er alrangt og ég hafði séð nokkrar af þessum auglýsingum, en að vísu ekki þær sem eru í neðanjarðarlest- um. Síðan hef ég séð fleiri þeirra, sem styrkir mig enn frekar í skoð- un minni. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að þær séu á skjön við jafnréttislög. Mál þetta snýst um ímynd íslensku þjóðar- innar. Málið þurfti aldrei að fara í þennan farveg. Um leið og þeir heyrðu að auglýsingarnar voru svona umdeilar hefðu þeir getað brugðist við og sagt að þeir myndu taka athugasemdirnar til greina,“ segir Valgerður. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af þeim málflutningi Flugleiða sem snýr að henni. „Ég fæ enga marbletti þótt á mér sé barið,“ segir hún. rt@frettabladid.is FLUGLEIÐIR Félagið var kært fyrir ósæmilegar auglýsingar sem þykja skaða ímynd ís- lenskra kvenna. „Ég fæ enga mar- bletti þótt á mér sé barið. Gjaldþrot rækjuvinnslunnar á Kópaskeri: Sveitarstjóri biður um byggðakvóta KÓPASKER „Við munum væntanlega óska eftir byggðakvóta. Hann þyrfti að vera að minnsta kosti 200 til 300 tonn,“ segir Elvar Árni Lund, sveitarstjóri í Öxarfjarðar- hreppi, en rækjuvinnslan Gefla á Kópaskeri fór fram á gjaldþrota- skipti á dögunum. Hún hefur lengi verið ein meginstoðin í atvinnulífi Kópaskers, en að sögn Elvars er þó ekki hægt að segja að skellur- inn komi núna fyrir sveitarfélag- ið, því rækjuvinnsla hefur að mestu legið niðri í verksmiðjunni undanfarna mánuði. Að sögn Elvars sótti Öxarfjarð- arhreppur um byggðakvóta fyrr á árinu, en var hafnað án útskýringa. Aftur á móti var útgerðarfélagi Hólmsteins Helgasonar á Raufar- höfn, sem var stór hluthafi í Geflu, úthlutað 53 þorskígildistonnum. Ætlunin var að skipta honum út fyrir rækjukvóta og landa aflan- um á Kópaskeri. Af þessu varð ekki m.a. vegna slælegrar rækju- veiði og er kvótinn að mestu óveiddur, að sögn Elvars. Hann segir líklegt að hann verði veiddur í bráð, en hann er að meginstofni til þorskur og ýsa, og landað á Kópaskeri. Hins vegar þarf mun meira til, að sögn Elvars. Auk þess að sækja um kvóta hefur sveitarstjórnin áhuga á því að leita leiða til að auka fiskeldi á staðnum. Elvar bendir á vel heppnað fordæmi Silf- urstjörnunnar í því sambandi. ■ VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að auglýsing- ar Flugleiða séu á skjön við jafnréttislög. BAGDAD, AP Bandarískir hermenn skutu á íraska borgara sem höfðu safnast saman fyrir utan aðal- bækistöðvar innrásarhersins í Bagdad til að mótmæla. Tveir Írakar létu lífið og að minnsta kosti einn særðist. Um var að ræða fyrrum her- menn í íraska hernum. Talsmaður bandaríska hersins segir að mót- mælendurnir hafi kastað steinum að bílalest herlögreglunnar þegar hún var að koma að hliði fyrrum forsetahallar Saddams Husseins, sem nú hýsir höfuðstöðvar innrás- arliðsins. Íraskir borgarar hafa ítrekað efnt til mótmæla við forsetahöll- ina síðan bandaríski herinn hertók Bagdad, einkum vegna ógreiddra launa opinberra starfs- manna og hermanna. Undanfarna sólarhringa hefur bandaríski her- inn gert óvænta húsleit um miðjar nætur á heimilum fjölda borgar- búa og handtekið um 400 manns. Aðgerð þessi, sem kallast „Eyði- merkursporðdrekinn“, hefur vak- ið mikla reiði meðal almennings í landinu og orðið til þess að kynda undir tortryggni Íraka í garð bandaríska innrásarhersins. ■ Átök við höfuðstöðvar innrásarhersins í Bagdad: Bandarískir hermenn skutu á mótmælendur HALDIÐ AFTUR AF MÓTMÆLENDUM Bandarískir hermenn beina byssum sínum að Írökum til þess að koma í veg fyrir að þeir brjóti sér leið inn í höfuðstöðvar innrásarliðsins í Bagdad. SAGAN ENDURSKOÐUÐ George W. Bush Bandaríkja- forseti sakaði gagnrýnend- ur sína um að endurskoða söguna með því að halda því fram að ekki hefði stafað hætta af Saddam Hussein fyrir innrás- ina í Írak. BISKUP HANDTEKINN Biskup í borginni Phoenix var handtekinn eftir að hafa keyrt á brott í kjöl- far þess að hann ók á gangandi vegfaranda. Biskupinn sagðist hafa staðið í þeirri trú að hann hefði keyrt á hund eða kött, ellegar að einhver hefði kastaði steini í bíl sinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.