Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 4

Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 4
4 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR Átti lögreglan að hafa afskipti af mótmælendunum á Austurvelli? Spurning dagsins í dag: Hvernig líst þér á ráðningu Ásgeirs Sigurvinssonar sem landsliðsþjálfara? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 50,2% 49,8% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Jeffrey Archer: Sleppt úr fangelsi BRETLAND Rithöfundurinn og fyrr- um þingmaðurinn Jeffrey Archer sleppur úr fangelsi í næsta mán- uði. Nefnd sem tekur ákvörðun um reynslulausnir ákvað að Archer skyldi sleppt út þegar hann hefur setið inni í tvö ár, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Fyrsti möguleiki manna á reynslulausn er þegar þeir hafa afplánað helming fangelsisdóms síns. Archer var dæmdur fyrir meinsæri. Hann var fundinn sek- ur um að hafa fengið kunningja sinn til að bera ljúgvitni í skaða- bótamáli sínu gegn bresku dag- blaði. ■ EVRÓPUSAMBANDIÐ Í nýrri skýrslu um tengsl Íslands og Noregs við Evrópusambandið, sem unnin hef- ur verið í samvinnu norsku alþjóða- málastofnunarinnar NUPI og Al- þjóðamálastofnunar Háskóla Ís- lands, er því haldið fram að ákveði Noregur og Ísland að sækja um að- ild að Evrópusambandinu samtímis myndi það réttlæta endurskoðun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Í slíkri endurskoðun yrði komið til móts við hagsmuni ríkjanna tveggja í sjávarútvegi. Skýrsluhöfundar benda m.a. á að sameiginlega sjávarútvegsstefnan hafi þegar verið endurskoðuð, á þann veg að hún komi nú betur til móts við grundvallarhagsmuni Ís- lands og Noregs. Þeir benda einnig á að heildarafli ESB-ríkjanna sé nú um 6 til 7 milljón tonn en yrði á bil- inu 10 til 11 milljón tonn með aðild Íslands og Noregs. Slík aukning myndi réttlæta endurskoðun á stefnunni. Skýrslan um sjávarútvegsmál er viðauki við skýrsluna sjálfa, sem fjallar í stórum dráttum um þrjár leiðir ríkjanna tveggja til að tengjast Evrópusambandinu. Að sögn Baldurs Þórhallssonar, for- manns stjórnar Alþjóðamálastofn- unar HÍ, verður innihaldið nánar kynnt á morgun, bæði í Noregi og á Íslandi. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Barnageðlæknar vilja efndir á loforði heil- brigðisráðherra um stjórnsýsluúttekt á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Geðheilbrigði ungmenna: 30 börn á biðlista HEILBRIGÐISMÁL „Tæplega 30 börn 12 ára og yngri bíða eftir inn- lögn,“ segir í yfirlýsingu Barna- geðlæknafélags Íslands, þar sem óánægju er lýst með stöðu geð- heilbrigðismála barna og ung- linga. Læknarnir segja unglinga- geðdeild Landspítalans að jafnaði yfirfulla og biðlista þar svo lang- an að óviðunandi sé. Stjórn félagsins segir stöðu geðheilbrigðismála barna og ung- linga að mestu leyti óbreytta þrátt fyrir fyrirheit og auknar fjárveit- ingar. „Stjórn BGFÍ telur einnig mik- ilvægt að loforð ráðherra um stjórnsýsluúttekt á Barna- og ung- lingageðdeild LSH verði efnd. Einnig þau loforð ráðuneytis um að skipa nefnd í samstarfi við barnageðlæknafélagið. Er einnig með öllu óskiljanlegt hvers vegna þessum áformum er ekki hrint í framkvæmd,“ segir í yfirlýsing- unni. ■ Barðastrandarsýsla: Þrír handteknir FÍKNIEFNI Þrír menn eru í haldi lög- reglunnar á Ísafirði, grunaðir um fíkniefnamisferli. Lögreglan á Patreksfirði hand- tók mennina seint að kvöldi þjóð- hátíðardagsins í Barðarstrandar- sýslu eftir ábendingu frá lögregl- unni á Ísafirði. Í bíl mannanna fundust tæki til neyslu fíkniefna og lítilræði af fíkniefnum. Menn- irnir eru nú lausir úr haldi lög- reglu og telst málið upplýst. ■ KARLAR L U J T Mörk Stig KR 5 3 1 1 6:6 10 Fylkir 5 3 0 2 9:4 9 Þróttur 5 3 0 2 8:7 9 KA 5 2 2 1 8:6 8 FH 5 2 2 1 7:5 8 ÍA 5 1 3 1 5:4 6 ÍBV 4 2 0 2 6:7 6 Valur 5 2 0 3 7:9 6 Grindavík 5 1 0 4 5:10 3 Fram 4 0 2 2 4:7 2 Þróttur 2:1 Fylkir FH 2:1 Grindavík ÍBV Frestað Fram Telja að meira tillit yrði tekið til hagsmuna Íslands og Noregs við aðild: Breytt sjávarútvegsstefna talin líkleg NÁTTÚRULÆKNINGAR „Á annað ár er búið að banna mér að flytja inn all- ar jurtir á þeim forsendum að ég sé að búa til lyf. Þetta hefur valdið mér miklum vandræðum,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir, sem hefur ekki fengið að flytja inn jurtir í hálft annað ár. Kol- brún hefur starf- að við grasa- lækningar síðan árið 1994 og seg- ir að þetta bann Lyfjastofnunar stórskemmi fyr- ir sér. Hún hefur fengið aðstoð lögfræðings til að ná fram rétti sínum. „Málsmeðferðin er með endem- um. Það er búið að taka heilt ár að fá rökstuðning Lyfjastofnunar fyr- ir þessu banni. Ég fékk loks svar fyrir nokkrum vikum. Stofnunin skiptir þessu í lækningajurtir og hefðbundnar jurtir sem aðrir en ég fá að flytja inn. Mér er bannað að flytja inn kamillu, piparmyntu, hafra og fleiri jurtir sem seldar eru á almennum markaði. Þeir segja að ég sé að búa til lyf, sem er alrangt. Ef það sem ég geri eru lyf þá er kjötsúpa lyf. Ef þetta á yfir mig að ganga þá verða þeir að gæta jafnræðis og banna allar matjurtir sem fluttar eru inn á vegum matvörubúða,“ segir Kol- brún. Hún segir að jurtir sínar hafi verið stöðvaðar hjá Tollstjóra að fyrirmælum Lyfjastofnunar, sem stjórni þessu. „Ég nota jurtirnar að hluta til að losa fólk undan óþörfum lyfj- um. Ég er búin að tala við lyfja- fræðing heilbrigðisráðuneytisins sem sýndi mér skilning en hefur ekki burði til að kippa þessu í lið- inn. Ég ætla að leita ásjár heil- brigðisráðherra,“ segir Kolbrún. Fanney Ásgeirsdóttir, lyfjaeft- irlitsmaður hjá Lyfjastofnun, segir að bannið sé tilkomið vegna þess að þarna sé um að ræða efni sem eru notuð til lyfjagerðar. „Það þarf leyfi til þess. Hún er að framleiða úr jurtum sem eru skilgreind sem lyf. Við athuguð- um hjá Landlækni hvort hún hefði leyfi en svo var ekki. Hún þarf að útvega sér leyfi til að stunda lyfjaframleiðslu,“ segir Fanney. Hún segir að lyfjalög segi skýrt að efni sem notuð séu til að lina þjáningar séu skilgreind sem lyf. rt@frettabladid.is Grasalæknir leitar ásjár ráðherra Lyfjastofnun hefur á annað ár bannað jurtir sem Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir notar við starf sitt. Lyfjastofnun segir hana ekki hafa leyfi til lyfjaframleiðslu. Kolbrún segist ekki vera í lyfjaframleiðslu. KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR Fær ekki að flytja inn matjurtir og aðrar þær jurtir sem hún notar í starfi sínu. „ Máls- meðferðin er með endem- um. Það er búið að taka heilt ár að fá rökstuðning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÞRÓTTARAR NÁLGAST TOPPINN Nýliðar Þróttar komu mörgum á óvart með því að leggja Fylki í Laugardalnum í gær. Sigurmarkið kom ekki fyrr en eftir að venjulegur leiktími var liðinn. Neyðarástand: Óeirðir í smábæ MICHIGAN, AP Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í bænum Benton Harbor í Michigan í Bandaríkjun- um. Fimmtán manns hafa særst í óeirðum þar síðustu tvær nætur. Reiði bæjarbúa kviknaði þegar eftirför lögreglumanna lauk með dauða ungs bifhjólamanns. Und- anfarnar nætur hafa hundruð manna þyrpst út á götur bæjarins, kveikt í húsum og bílum og ráðist á vegfarendur vopnaðir hnífum og skotvopnum. Rætt hefur verið um að setja á útgöngubann. Ekki er ljóst hvers vegna bif- hjólamaðurinn var að flýja undan lögreglunni. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Stórir regndropar: Hellidemba úr skýjum VEÐUR Rigning með stórum drop- um eins og var í gær er frekar sjaldgæf hér á landi. Aftur á móti minnir hún marga á útlönd. „Í gær voru svipaðar aðstæður hjá okkur hér sunnanlands eins og er oft í öðrum löndum, fremur hlýtt og rakt. Þá myndast háreist skúraský sem valda talsverðum dembum,“ segir Þorsteinn Jóns- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þegar er hlýtt og rakt á jörðu niðri en kalt í háloftunum verður loftið óstöðugt. Aðstæður sem þessar eru þær sömu og valda eldingum. Það á mjög sjald- an við hérna hjá okkur, það verður nánast aldrei nógu hlýtt. Í dag verður norðanátt og ætti því að vera þurrt sunnanlands með norðangolu. Hitinn ætti að fara upp í tólf til þrettán stig. Aft- ur á móti verður rigning og frekar leiðinlegt veður fyrir norðan og austan. Hitinn þar lækkar frá í gær þegar hann fór upp í sautján stig á köflum. Búast má við að hit- inn verði á bilinu tíu til tólf stig. ■ FISKVEIÐAR Gert er ráð fyrir endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.