Fréttablaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 8
PARÍS, AP Tvær íranskar konur
kveiktu í sér í París til að mót-
mæla herferð franskra yfirvalda
gegn írönskum stjórnarandstæð-
ingum.
Fyrr í vikunni handtók franska
lögreglan 160 meinta meðlimi
írönsku samtakanna Mujahedeen
Khalq og lagði hald á sem svarar
um 220 milljónum íslenskra króna
í reiðufé auk tölvubúnaðar.
Frönsk yfirvöld telja að sam-
tökin hafi verið að skipuleggja
hryðjuverkaárásir í Evrópu en
mótmælendur halda því fram að
Frakkar séu að hlýða tilskipunum
klerkastjórnarinnar í Íran. Sam-
tökin Mujahedeen Khalq berjast
gegn írönsku stjórninni og eru
skilgreind sem hryðjuverkahópur
á Vesturlöndum. ■
19. júní 2003 FIMMTUDAGUR
BYGGÐAMÁL Mál Raufarhafnar bíð-
ur meðferðar hjá ráðuneytum og
ríkisstjórn og stendur eftir að
gera arðsemisútreikninga á
rekstri saltfiskvinnslu til bjargar
byggðarlaginu. Uppsagnir Jökuls,
dótturfyrirtækis Eimskipa, taka í
flestum tilfellum gildi 1. septem-
ber og er vonast til að koma af
stað annarri starfsemi fyrir þann
tíma.
„Við þurfum að sjá hvort við
getum keypt fisk á samkeppnis-
hæfu verði og selt hann fyrir
kostnaði. Takmarkið er að fá
trillusjómenn til að landa hér með
því að gefa þeim gott verð fyrir
fiskinn,“ segir Guðný Hrund
Karlsdóttir, sveitarstjóri Raufar-
hafnar.
Reiknað er með að hið opin-
bera og Útgerðarfélag Akureyr-
inga verði ráðgefandi í fyrirhug-
uðum rekstri saltfiskvinnslu. Þá
hafa hugmyndir um línuívilnun
verið uppi á pallborðinu, en hún
hefur í för með sér að þeir sem
veiði með línu fái hlutfallslega
aukningu á kvóta miðað við land-
aðan afla. Með þessu verður hugs-
anlega bættur upp kvótaskortur
þorpsins, en ÚA landar annars
staðar tæplega þúsund tonna
kvóta sem skráður er á Raufar-
höfn. Einnig er í burðarliðnum að
laða ferðamenn að Raufarhöfn, en
ekki hefur verið rætt sérstaklega
með hvaða hætti sérstaða þorps-
ins verður kynnt. ■
Byggt á hæsta-
réttardómum
Hart er deilt um uppsagnarfrest bæjarstjórans í Vestmannaeyjum. Ást-
ráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir sex mánaða uppsagnarfrest
gilda. Hann segir fráleitt að sú niðurstaða sé pöntuð.
MÓTMÆLI Í PARÍS
Andstæðingar klerkastjórnarinnar í Íran söfnuðust saman fyrir framan höfuðstöðvar
frönsku leyniþjónustunnar í París þar sem meintir meðlimir samtakanna Mujahedeen
Khalq eru í haldi.
Íranskir stjórnarandstæðingar:
Kveiktu í sér í mótmælaskyni
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Niðurstaða
mín byggir á dómum Hæstaréttar
í sambærilegum málum,“ segir
Ástráður Haraldsson hæstarétt-
arlögmaður, sem skilað hefur því
áliti að Ingi Sigurðsson, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum, eigi að-
eins rétt á sex mánaða uppsagnar-
fresti í stað þess
að greiða þurfi
honum laun út
k j ö r t í m a b i l i ð
eins og minni-
hluti Sjálfstæð-
isflokksins í
b æ j a r s t j ó r n
heldur fram.
Staða bæjar-
stjórans er veik
og vilji er fyrir
því innan núver-
andi meirihluta
að segja honum
upp störfum og ráða annan. Guð-
jón Hjörleifsson, oddviti sjálf-
stæðismanna og fyrrverandi bæj-
arstjóri, sem stóð að ráðningu
Inga Sigurðssonar í upphafi kjör-
tímabilsins, sagði við Fréttablaðið
að hann liti þannig á að niðurstað-
an um sex mánaða uppsagnar-
frest væri pöntuð þar sem í samn-
ingnum væri dagsetning um að
hann gilti út kjörtímabilið. Ást-
ráður segir þetta ekki eiga sér
neina stoð. Honum hefði verið
falið að gera úttekt á stöðu starfs-
manna bæjarins með tilliti til
hugsanlegra skipulagsbreytinga.
„Málið bar þannig að að þeir
ræddu við mig um að gera ljósa
stöðu bæjarstjórans og annarra
starfsmanna í sambandi við
skipulagsbreytingar hjá bænum.
Það blasti við að skoða sérstak-
lega stöðu bæjarstjórans og ég
skoðaði sérstaklega ráðningar-
samning hans og komst að þeirri
niðurstöðu að hann ætti sex mán-
aða uppsagnarfrest. Þar tek ég
sérstaklega mið af tveimur
hæstaréttardómum þar sem bæj-
arstjórum hafði verið sagt upp
áður en kjörtímabilinu lauk. Þar
horfði ég sérstaklega til máls Óla
Jóns Gunnarsson, fyrrverandi
bæjarstjóra í Borgarnesi,“ segir
Ástráður.
Hann segir að þeir sem haldi
því fram að ráðningarsamningar
séu tímabundnir eigi talsvert á
brattan að sækja. Almenna venjan
sé sú að skipt sé um bæjarstjóra á
sama tíma og skipt er um meiri-
hluta í sveitarstjórn. Óvenju ríf-
leg uppsagnarkjör bæjarstjóra
undirstriki þetta.
„Sá sem ræður sig sem bæjar-
stjóra verður að ganga út frá því
sem almennri for-
sendu að meiri-
hlutinn haldi.
Ákvæði eru í
samningi bæjar-
stjórans í Vest-
mannaeyjum um
að til þess geti
komið að ráðning
hans verði framlengd. Sex mán-
aða uppsagnarfrestur er ríflegur
og blanda af biðlaunum og upp-
sagnarfresti,“ segir Ástráður.
Hann segir að dagsetningin í
samningi Inga Sigurðssonar sé
lýsandi fyrir það að ráðning hans
sé til sama tíma og meirihlutinn
sem réði hann til starfa ætlaði að
starfa.
„Ég byggi mína lögfræðilegu
niðurstöðu fyrst og fremst á
Borgarnesmálinu en menn geta
haft á þessu alls konar skoðanir,“
segir Ástráður.
rt@frettabladid.is
FRÁ VESTMANNAEYJUM
Staða bæjarstjórans er mjög veik eftir að nýr meirihluti tók við völd-
um í Vestmannaeyjum.
„Sá sem
ræður sig
sem bæjar-
stjóra verður
að ganga út
frá því sem
almennri for-
sendu að
meirihlutinn
haldi.
SVEITARSTJÓRI RAUFARHAFNAR
Fyrirhuguð saltfiskvinnsla mun beina spjót-
um sínum að trillukörlum með því að
bjóða hagstætt verð fyrir fiskinn.
Aðgerðir á Raufarhöfn:
Trillukarlana heim
GUÐJÓN
HJÖRLEIFSSON
Niðurstaða um
uppsagnarfrest
pöntuð af meiri-
hlutanum.