Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 9

Fréttablaðið - 19.06.2003, Page 9
11FIMMTUDAGUR 19. júní 2003 990 kr. Molta (með trjáplöntum) 44 l ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 15 11 06 /2 00 3 399 kr. Birkikvistur 299 kr. Petúnía 899-1099 kr. Alaskaösp Keisar Haukur Brekkan 100-150 sm 599 kr. Margaríta Trjáplöntutilbo› Nú 399 kr. Blátoppur Verð áður 990 kr. 20% afsláttur Allar fjölærar plöntur Trjáplöntur og runnar... ...á stórlækkuðu verði 299 kr. Gljámispill 2.200 kr. 15 Stafafurur 499 kr. Hansarós FLÓRÍDA, AP Lögregluyfirvöld í Flór- ída telja sig hafa haft hendur í hári fjöldamorðingja sem lék lausum hala á götum Jacksonville í Flórída í vetur. Þrítugur leigubílstjóri, Paul Durousseau, hefur verið handtek- inn og ákærður fyrir fimm morð í Flórída á tímabilinu desember til febrúar og eitt í Georgíuríki árið 1997. Durousseau var handtekinn í febrúar síðastliðnum fyrir að brjóta skilorð en DNA-sýni, símtöl og fleira tengdi hann við morðmálin sex. „Við erum nokkuð sannfærð um að við höfum náð rétta man- ninum,“ sagði lögreglustjórinn í Jacksonville. Öll fórnarlömbin voru konur á aldrinum 17 til 26 ára og voru sum- ar þeirra viðskiptavinir Durous- seau. Tvær kvennanna voru barns- hafandi. Krufningar leiddu í ljós að flestar þeirra voru beittar kynferð- islegu ofbeldi og kyrktar. Ein kvennanna fannst bundin á heimili sínu ásamt tveimur ungum börnum sem höfðu verið ein í íbúðinni ásamt látinni móður sinni í hátt í tvo sóla- hringa. ■ KREFJAST STYTTRI VINNUTÍMA Verkamenn í vélaverksmiðju í austurhluta Þýskalands lögðu niður störf til að leggja áherslu á kröfur sínar um styttri vinnutíma. PAUL DUROUSSEAU Hinn þrítugi leigubílstjóri hefur verið ákærður fyrir að misþyrma og myrða sex ungar konur. HÚSIN FRIÐUÐ Menntamálaráð- herra hefur friðað nokkur menn- ingarhús. Forsalur og aðalsalur Þjóðleikhússins hefur verið frið- aður en auk þess ytra og innra borð almenningsrúma Norræna hússins og Listasafns Einars Jónssonar. Þá er búið að friða laug, búningsklefa og sturtur Sundhallar Reykjavíkur. ■ Húsfriðanir GÜNTER VERHEUGEN Segir aðild Ísraela að EES koma vel til greina en ekki aðild að Evrópusambandinu. Ísrael: Gæti fengi inni í EES EVRÓPUSAMBANDIÐ Günter Verheugen, sem fer með stækk- unarmál í Evrópusambandinu, segir ekkert því til fyrirstöðu að Ísrael eigi aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Verheugen lét þessi orð falla í ferð til Ísraels vegna viðræðna sem eiga að leiða til nánari sam- skipta Evrópusambandsins og ná- lægra ríkja. Haft er eftir Verheugen í Fin- ancial Times að Ísrael sé meðal þeirra ríkja sem Evrópusamband- ið eigi að leggja mesta áherslu á að auka samskipti við. Slíkt geti þó reynst erfitt ef ekki verður friðvænlegra í sambúð Ísraela og Palestínumanna. ■ VEIÐUM MÓTMÆLT Fólk víða að mótmælti hvalveiðum Japana. Alþjóðahvalveiðiráðið: Hafnar veiðum BERLÍN, AP Tillaga Japana um að þeim yrði heimilað að veiða 150 hvali í norðanverðu Kyrrahafi næstu árin var felld með 27 at- kvæðum gegn 17 á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í gær. Japanir sögðu tilganginn með veiðunum vera þann að styðja við bakið á sjávarþorpum sem reiða sig á sjósókn. Að auki yrðu veið- arnar til þess að menn gætu sett upp eftirlitskerfi með veiðum sem væri til þess fallið að binda enda á deilur um hvort veiða ætti hvali eða ekki. ■ Meintur fjöldamorðingi ákærður: Misþyrmdi og myrti sex ungar konur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.