Fréttablaðið - 19.06.2003, Side 11
13FIMMTUDAGUR 19. júní 2003
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
21
43
0
0
6/
20
03
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.arctictrucks.is
Opið
mánudaga til föstudaga kl. 8.00 - 18.00
KOMI‹ OG LÍTI‹ Á GRIPINN
WARRIORINN KOMINN Í HÚS
Við vitum alveg hvað þú ert að hugsa. Er
Warrior hippi eða götuhjól? Svarið er - já!
Já, það er loftkælt, 1670 cc, V-2 tryllitæki með beinni
innspýtingu sem mun skilja skóna þína eftir í rykmekki
þegar þú tætir af stað. Og já, grind úr léttmálmi með 41
mm gaffli, monoblock bremsur og dekk sem veita
afburðagrip gera Warrior að konungi götunnar.
Hlutfall afls á móti þyngd veitir Warrior yfirburði sem þú
munt strax læra að meta og breiðara og þægilegra tvískipt
sæti er líka eitthvað sem bæði þú og farþegi þinn munið
gera að staðalkröfum upp frá því. Við erum að tala um
byltingu! Hljóðunum og ofsanum í okkar bestu fjórgengis
tveggjastrokkavél hefur nú verið pakkað inn í farartæki sem
þú getur stoppað og snúið á punktinum.
Þetta eru aðeins nokkrar ástæður af mörgum fyrir því að
Warrior var valinn hippi ársins 2002 af Motorcyclist
Magazine. Komdu og kynnstu hinum ástæðunum sjálf(ur).
Varúð! Í sýningarsal okkar eru hippar, götuhjól,
krossarar og fjórhjól sem þú gætir fallið fyrir.
DAGSKRÁ:
ARCTIC TRUCKS kl. 10.00
Morgunkaffi.
LAGT AF STA‹ kl. 11.00
Rúntað um bæinn.
fiINGVELLIR kl. 12.30
Grill og gaman.
Farið af stað kl. 14.00.
SELFOSS kl. 14.45
Mótordagar á Selfossi,
þar verða gamlir bílar o.fl.
Ekið um bæinn.
MUNI‹ HJÓLADAGINN 21. JÚNÍ
Fjárvernd-Verðbréf hf.:
Starfsleyfi
afturkallað
VIÐSKIPTI Starfsleyfi Fjárverndar-
Verðbréfa hf. hefur verið afturkall-
að að hluta. Alvara lífsins ehf., sem
var í eigu Kristjáns Ragnars Krist-
jánssonar og Árna Þórs Vigfússon-
ar, var meðal stofnfjárfesta í fyrir-
tækinu. Fjármálaeftirlitið hefur á
undanförnum misserum haft mál-
efni fyrirtækisins til umfjöllunar
vegna ófullnægjandi eiginfjárstöðu
þess. Vegna málefna sem komið
hafa upp við athugun Fjármálaeftir-
litsins hefur stofnunin nú ákveðið
að afturkalla starfsleyfi félagsins
að hluta, þ.e. til eignastýringar.
Fjárvernd-Verðbréf fékk starfs-
leyfi í júní 2001. ■
Samkeppnisráð úrskurðar í greiðslukortamáli:
Visa braut ekki samkeppnislög
SAMKEPPNISMÁL Samkeppnisráð
telur Greiðslumiðlun hf. (Visa Ís-
land) ekki hafa brotið gegn sam-
keppnislögum eins og Kortaþjón-
ustan ehf. hélt fram.
Kortaþjónustan, samstarfsaðili
danska greiðslukortafyrirtækisins
PBS, taldi Greiðslumiðlun hafa
gerst brotlega með því að viðhalda
gengismun á innlendum færslum
korthafa hérlendis.
Þá hafi Greiðslumiðlun rang-
lega tilkynnt korthöfum og söluað-
ilum að ástæða gengismunarins
lægi hjá PBS og Kortaþjónustunni.
Í þriðja lagi hafi Greiðslumiðl-
un brotið af sér með því að inn-
heimta 0,85% aukagjald af færsl-
um viðskiptavina Kortaþjónust-
unnar og PBS.
Samkeppnisráð segir Greiðslu-
miðlun hafa farið með færslur
Kreditkortaþjónustunnar og PBS
eins og um erlendar færslur hafi
verið að ræða þar sem sameigin-
legt kerfi allra banka hérlendis
hafi ekki gert ráð fyrir öðru. Þess
vegna hafi líka aukagjaldið verið
innheimt. Þó sex vikur hafi tekið
að breyta kerfinu hafi sú töf ekki
verið brot á lögum.
Þá segir Samkeppnisráð að þótt
texti Greiðslumiðlunar um ástæð-
ur gengismunarins hafi verið
óskýr hafi hann ekki verið svo vill-
andi að það varðaði við lög. ■
Dónalegir sleikipinnar:
Ekki við
hæfi barna
KAUPMANNAHÖFN Forsvarsmenn
skemmtigarðsins Bakken í útjaðri
Kaupamannahafnar hafa ákveðið
að banna sölu sleikipinna sem er í
laginu eins og getnaðarlimur karl-
manns.
Þessir tíu sentímetra háu,
marglitu sleikipinnar voru til sölu
í skemmtigarðinum fyrir sem
svarar um 220 íslenskum krónum
stykkið. Nú hafa forsvarsmenn
Bakken skipað framleiðandanum
að hætta að framleiða og selja
sælgætið. „Okkur finnst þetta ein-
staklega ósmekklegt,“ sagði Tina
Baungaard-Jensen, talsmaður
Bakken.
Sleikipinnarnir höfðu vakið
hörð viðbrögð meðal almennings í
Danmörku og þóttu ekki við hæfi
barna. ■
Bandarískur hermaður:
Bað 30
kvenna
BANDARÍKIN, AP Fráskilinn hermað-
ur hefur beðið 30 konur, sem
hann bað um að giftast sér, afsök-
unar á framferði sínu.
Maðurinn hafði samband við
konurnar á spjallsíðum á Netinu
og í gegnum síma á meðan hann
var við störf í Afganistan. Að
minnsta kosti ein af konunum
hefur lýst því yfir að afsökunar-
beiðni sé ekki nóg miðað við svik-
in sem hún varð fyrir. Lögfræð-
ingur mannsins hefur sakað kon-
urnar um að vera eingöngu að
reyna að grafa undan ferli hans í
hernum.
Maðurinn á ekki yfir höfði sér
neinar ákærur, en mun í hæsta
lagi vera dæmdur sekur um brot
á reglum hersins. ■
SAMKEPPNISSTOFNUN
Visa Ísland braut ekki af sér með því að
meðhöndla um skeið innlendar færslur
með greiðslukortum viðskiptavina Korta-
þjónustunnar sem erlendar færslur.
Fjórðungssjúkrahús:
Endurbyggi
eldra hús
HEILBRIGÐISMÁL Hollvinasamtök
Fjórðungssjúkrahússins í Nes-
kaupstað skora á stjórnvöld að
staðfesta framkvæmdaáætlun um
endurbyggingu eldra húss við
sjúkrahúsið. Í endurbyggingunni
er áætlað að koma fyrir endurhæf-
ingar- og hjúkrunardeild og að því
er fram kom á aðalfundi samtak-
anna er mikilvægt að þau áform
komist sem allra fyrst í fram-
kvæmd. ■
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Í NESKAUPSTAÐ
Skorað er á stjórnvöld að hefja fram-
kvæmdir við sjúkrahúsið sem allra fyrst.
Vestmannaeyjar:
Vinnslustöð-
in kaupir
Huginn
SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin hf. í
Vestmannaeyjum ætlar að sam-
einast útgerðarfyrirtækinu Hug-
inn ehf. samkvæmt samkomulagi
við eigendur rúmlega helmings
hlutafjár í Huginn.
Samningurinn er með fyrir-
vara um að Vinnslustöðin geti
keypt afgang hlutafjárins í Hug-
inn af Síldarvinnslunni hf. Huginn
á samnefnt 1.136 rúmlesta upp-
sjávarfrystiskip sem smíðað var á
árinu 2001. Skipinu fylgir tæplega
1.500 tonna þorskígildiskvóti. ■