Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.06.2003, Qupperneq 12
Ríkisstjórnir Íslands og Banda-ríkjanna sömdu um stofnun varnarliðs á landinu árið 1951, að tilmælum Nató. Varnarliðinu var komið á fót vegna skuldbindingar Nató og Bandaríkjanna um varnir Íslands og styður það skuldbind- ingu Íslands vegna sameiginlegs öryggis bandalagsins. Veru bandarísks herliðs á Ís- landi má rekja aftur til ársins 1941, þegar Bandaríkjamenn leystu breskt herlið af hólmi í her- setu vegna seinni heimsstyrjald- arinnar. Var Keflavíkurflugvöllur þá notaður til millilendingar fyrir herflugvélar á leið yfir Atlants- haf. Að lokinni styrjöldinni hvarf bandarískt herlið frá Íslandi og flugvöllurinn var afhentur Íslend- ingum til eignar, en Bandaríkin höfðu samningsbundin afnot af honum. Við uppgang kommúnismans og herveldis Sovétríkjanna hófst Kalda stríðið og hernaðarbanda- lagið Nató var stofnað árið 1949. Árið eftir studdu heimsveldin tvö sinn hvorn aðilann í styrjöld á Kóreuskaganum og tónninn var gefinn í heimsmálunum næstu áratugina. Bandaríkjamenn luku við að reisa fjórar ratsjárstöðvar í kringum landið árið 1958 til að fylgjast með umsvifum Sovétríkj- anna á legi og lofti. Á árunum 1962 til 1991 flugu varnarliðs- menn í veg fyrir rúmlega þrjú þúsund sovéskar herflugvélar umhverfis landið, fleiri en allar aðrar flugsveitir bandaríska flug- hersins samanlagt. Við fall Sovétríkjanna 1991 dró skyndilega úr hernaðarumsvifum í kringum landið og að sama skapi var dregið úr varnarviðbúnaðin- um. Hernaðarstefna Bandaríkj- anna tekur nú mið af breyttri heimsmynd og leggur nú áherslu á aukinn hreyfanleika til að mæta skyndilegum hryðjuverkaógnum. Ísland er ekki lengur talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. ■ Það hefur þótt heldur undarlegtmat Bandaríkjastjórnar að líta á innrásina í Írak sem viðskipta- legt tækifæri. Í anda þessa bauð stjórnin völdum fyrirtækjum að bjóða í svo til alla þætti uppbygging- ar Íraks að stríði loknu. Þessi ráð- stöfun hefur verið gagnrýnd fyrir þær sakir að þau fyrirtæki sem komust að borðinu voru flest tengd helstu ráðamönn- um Bush-stjórnar- innar með einum eða öðrum hætti. En án efa hefur stjórnin einnig verið gagnrýnd fyrir að blanda saman viðskiptum og meintu frelsisstríði með þessum hætti. Það er vel þekkt staðreynd að það getur verið erfitt að greina á milli siðferðislegra sjónarmiða og við- skiptalegra þegar þessu tvennu hefur einu sinni verið blandað saman. Það er ekki þar með sagt að góð viðskipti þurfi að vera sið- laus – eða gott siðferði slæmur bisness. En eins og í öðru samlífi þarf að gæta vel að jafnvæginu þarna á milli og sérstaklega þegar annar aðilinn er sterkari en hinn. Og þótt maðurinn sé ef til vill sið- aðri vera en margar aðrar er hann ekki síður gráðugt dýr en hvert annað – og alltaf gráðugri en sið- aður. Innrásin í Írak var afleiðing af breyttri heimsmynd ráðamanna í Washington. Yfirvofandi brottför Bandaríkjahers frá Miðnesheiði er það einnig. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna vill nota þá menn og þau tæki sem verið hafa í Keflavík þar sem þau nýtast betur nýrri heims- mynd. Þótt enn sé of snemmt að segja til um hver niðurstaðan verður í viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda – hversu stór hluti herliðsins fer og þá hvenær – þá er ljóst að það er ein- beittur vilji bandaríkjastjórnar að draga sem mest af heraflanum frá Íslandi sem fyrst. Markmið ís- lenskra stjórnvalda virðist vera að draga sem mest úr brottflutn- ingnum og tefja hann sem mest. Þau vilja halda í sem mest sem lengst en gera sér líklega grein fyrir að til lengri tíma er þetta tapað stríð. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við vilja Bandaríkjastjórnar markast dálítið af því viðhorfi að við séum að tapa á friðnum sem flestir telja að muni haldast í okk- ar heimshluta. Að það væri okkur í hag ef það væri aðeins ófriðvæn- legra í heiminum. Við högnuðumst á fyrri heimstyrjöld og enn meira á þeirri seinni og kalda stríðið gaf okkur jafnar og öruggar tekjur. Efnahagur okkar hefur því verið nokkuð háður ófriði – eins ósmekklega og það nú hljómar. Það er því örugglega kominn tími til að íslensk stjórnvöld leiti leiða til að hagnast á friði. Við gætum farið að dæmi Bandaríkjamanna og litið á friðinn sem viðskiptalegt tækifæri. Á Mið- nesheiði er tilbúið 4.000 manna byggðarlag með skrifstofubygg- ingum, skóla, sjúkrahúsi, kirkjum, matvöruverslunum, veitingastöð- um – meira að segja börum, keilu- sölum og sjónvarpsstöð. Það er ljóst að bandarísk stjórnvöld ætla í mesta lagi að halda þessu við til að nota ef þau þurfa að senda hingað her aftur. Slíkt fyrirkomulag væri óhagstætt okkur. Þetta tilbúna byggðarlag stæði þá autt og eng- um til gagns fyrr en nógu ófrið- vænlega horfði í heiminum. Í svona tilbúnu byggðarlagi eru mikil verðmæti þótt það geti verið erfitt að koma auga á það í svipinn þar sem atvinnustarfsemina vant- ar. Íslensk stjórnvöld gætu hins vegar boðið út það verkefni að finna not fyrir þetta 4.000 manna pláss. Fyrirtæki gætu leitað uppi nýja atvinnustarfsemi sem hægt væri að byggja upp á þessu svæði. Hugsanlega mætti reyna að fara að dæmi Íra og laða hingað fyrir- tæki inn á sérstök fríhafnarsvæði með sérstökum skattaívilnunum. Ódýrt húsnæði fyrir starfsfólk gæti flotið með í kaupunum. Það er mun líklegra að hagkvæm lausn finnist í svona útboði en ef stjórn- málamenn fara sjálfir að leita hennar. Sagan segir að þeir eru allra stétta ólíklegastir til að stof- na til langlífra atvinnutækifæra. Auk þess eru þeir of uppteknir við að lágmarka skaðann af brottför hersins til að sjá tækifærin sem brotthvarf hans býður upp á. Við getum því lært af bandarísku stjórninni og boðið út uppbygg- ingu Miðnesheiðar eins og hún gerði varðandi uppbyggingu Íraks. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um tækifærin sem brottför hersins skapar. 14 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mér er kunnugt um aðeinseitt herlaust land í heimin- um. Það er Kostaríka: herinn þar var lagður niður árið 1948. Landið er helmingi minna en Ís- land og liggur bæði að Atlants- hafi og Kyrrahafi, þetta er þroskað l ý ð r æ ð i s r í k i , fólksfjöldinn er tæpar 4 milljónir. Landið er samt ekki varnarlaust, því að þjóðvarnar- liðið telur rösk- lega 4 þúsund manns. Kostnað- urinn, sem fylgir því, nemur tæplega 1% af þjóðarframleiðsl- unni þarna suður frá. Hvað kosta landvarnir um heiminn? Dýrastar eru þær í Kúveit: frá 1989 til 1999 vörðu Kúveitar að jafnaði um 30% af þjóðarframleiðslu sinni til land- varna, enda réðust Írakar inn í landið á tímabilinu. Norður-Kór- ea ver nálægt fjórðungi þjóðar- framleiðslunnar til varnarmála – þjóð, sem á bókstaflega ekki bót fyrir rassinn á sér. Sádi-Ar- abía ráðstafar röskum sjöttungi þjóðarframleiðslunnar til land- varna og Ísrael 10%, eins og Bosnía og Írak. Og þannig get- um við fikrað okkur niður eftir listanum, þangað til við komum að löndum eins og Rússlandi (6%), Bandaríkjunum (4%), Kína (3%), Noregi (3%) og Dan- mörku (2%). Ísland rekur lest- ina: við höfum, einir þjóða, ekki þurft að eyða svo miklu sem einni krónu til eigin varna. Íslendingar hafa þvert á móti haft umtalsverðar tekjur af veru varnarliðsins hér á landi. Þessar tekjur hafa að jafnaði numið um 2% af landsfram- leiðslunni undangengna áratugi, þótt þær hafi að vísu minnkað lítilsháttar síðustu ár, og eru ýmsir aðrir liðir þá ekki taldir með, svo sem viðhald Keflavík- urflugvallar, sem kostar sitt og varnarliðið hefur séð um Íslend- ingum að kostnaðarlausu. Til samanburðar má nefna, að út- gjöld almannavaldsins til fræðslumála á framhalds- og há- skólastigi hafa numið um 2% af landsframleiðslu síðan 1990. Tvær stoðir Vera varnarliðsins í landinu hefur hvílt á tveim meginstoðum. Meirihluti þings og þjóðar kaus á sínum tíma að leggja þennan skerf – aðstöðu handa varnarliði – til sameiginlegra varna Atlants- hafsþjóðanna og tryggja þá eigin varnir um leið, landinu að kostn- aðarlausu. Aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu var ætlað að verja landið með því móti, að árás á eitt aðildarríki jafngilti árás á þau öll samkvæmt stofnsáttmála bandalagsins. Þetta var þó ekki talið duga af hagkvæmnisástæð- um, heldur þótti ráðlegt að hafa einnig varnarlið í landinu, þótt ekki væri til annars en að verjast óvæntri innrás utan úr heimi, eins og gerðist t.d. árið 1809, þegar Jörundur hundadagakonungur rændi völdum hér um hríð. Ís- lendingar stóðu varnarlausir, og það kom í hlut aðvífandi ensks skipstjóra að handtaka Jörund og flytja hann burt í böndum. Rökræður um varnir Íslands eiga sér langa sögu. Rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu með- al annars að landvörnum. Gefum Valtý Guðmundssyni orðið, en hann fjallaði yfirleitt af meiri hyggindum um íslenzk mál en flestir aðrir menn um hans daga. Tilvitnunin er frá árinu 1906. ,,Sumir – þeir sem lengst ganga – vilja heimta fullkominn aðskiln- að við Dani og setja á fót lýðveldi eins og í fornöld. Auðvitað væri þetta bezt af öllu, ef það væri framkvæmanlegt. En ég sé engan möguleika til að jafn fámenn og fátæk þjóð geti staðizt sem sjálf- stætt ríki eins og nú er högum háttað í heiminum. Þó hún gæti það í fornöld, þá var allt öðru máli að gegna. Þá var ástandið hjá ná- grannaþjóðunum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú.“ Valtýr reyndist forspár að því leyti, að Íslendingar hafa aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörnum landsins. Lýð- veldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið, enda þótt nokkur ár liðu frá lýð- veldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951. Það er eins- dæmi, að fullvalda þjóð takist að varpa landvarnarkostnaði að öllu leyti á herðar annarra þjóða. Löggæzla og landvörn Bandaríkjastjórn virðist nú hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þess gerist ekki lengur þörf að hafa varnarlið á Íslandi til að tryggja sameiginlegar varnir Atl- antshafsríkjanna, enda er kalda stríðinu lokið. Eftir stendur þá nauðsyn þess að tryggja öryggi Íslands. Hvernig ætlar ríkis- stjórn, sem getur ekki einu sinni haldið uppi lágmarkslöggæzlu í hjarta Reykjavíkur um helgar, að fara að því að tryggja varnir Ís- lands? Það verður fróðlegt að fylgjast með því. ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um gömul og ný viðhorf í varnar- málum. ■ Bréf til blaðsins Tækifærin á Miðnesheiði Varnarliðið á Miðnesheiði Baksviðs ■ Af Netinu Hvalafriðunarklúbbur „Þótt Japan hafi borið mikið fé á smáríki í Hvalveiðiráðinu, tókst ekki að hindra, að ráðið sam- þykkti að gera friðun hvala að hornsteini starfsins. Þar með hef- ur rúmlega hálfrar aldar gömul stofnun breyzt úr hvalveiðiklúbbi í hvalafriðunarklúbb.“ JÓNAS KRISTJÁNSSON Á VEFNUM JONAS.IS. Klámmynd eða tónlist „Ef maður horfir á tónlistarmynd- bönd án þess að hljóðið sé á er oft ekki auðvelt að sjá hvort um tónlistarflutning eða einhverskon- ar klámmynd sé að ræða. Kynlífs- byltingin á því uppruna sinn að einhverju leyti hjá framleiðend- um popptónlistar, tísku og kvik- mynda.“ ANDRÉS JÓNSSON Á VEFNUM POLITIK.IS Bókhald líknarfélaga Guðni Björnsson skrifar: Það hefur verið mikið ritað ogrætt um Byrgið og sitt sýnist hverjum. Sjaldan heyrast gagn- rýnisraddir og er það trúlega vegna eðli starfseminnar. En það er nú svo að enginn er yfir gagnrýni hafinn og ef hún er sett fram á réttan og sanngjarn- an hátt ætti hún að stuðla að heilbrigðu starfi. Ég las grein í DV þar sem þess er getið að líknarfélög séu bókhaldsskyld þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir skattlagningu enda ekki gert ráð fyrir arði. Í umræðunni hefur nokkrum spurningum ver- ið kastað á loft sem ekki hafa fengist svör við. Eins og þetta lítur út frá manninum á götunni virðist vera um gífurlega fjár- muni að ræða. Samkvæmt ummælum for- ráðamanna munu skjólstæðing- ar Byrgisins vera að jafnaði ná- lægt sjötíu talsins. Samkvæmt mínum bókum er greitt með hverjum u.þ.b. 60.000 á mánuði, sem þýðir 4,2 milljónir á mánuði eða rúmar 50 milljónir á ári. Þá er um að ræða kristilegt líknar- félag sem fær greidd gjöld frá ríkinu og greiddi ríkið 28 millj- ónir í starfsemina á síðasta ári. Þá hafa ýmsir styrktaraðilar lækkað kostnaðinn verulega með matargjöfum. Eins hefur engin leiga verið greidd og hita- veita er ógreidd samkvæmt um- mælum forráðamanna. Ég tel heilbrigt fyrir starf- semi sem þessa, sem er að koma góðu fólki á réttan kjöl, að hafa frumkvæði að því að opna bók- haldið fyrir þeim sem hafa aus- ið fé í þetta starf, einkum þegar gerðar eru kröfur um aðstoð frá hinu opinbera. Almenningur á rétt á því að vita hvernig þessu fé er varið. Ég skora því á menn að fara fram á að bókhald allra líknarfélaga verði sýnilegt ekki síst til að þurrka út slæman orðróm. ■ Varnir Íslands og annarra landa ■ Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um, hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið. ■ Við getum því lært af banda- rísku stjórninni og boðið út uppbyggingu Miðnesheiðar eins og hún gerði varðandi uppbyggingu Íraks.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.