Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 21

Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 21
19FIMMTUDAGUR 19. júní 2003 FÓTBOLTI Leitin að eftirmanni Dav- id Beckham hófst strax og ljóst var að United var tilbúið að selja leikmanninn. Margir eru nefndir en vefur BBC bendir á fjóra sem talið er að United hafi mestan áhuga á. Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldinho er fyrstur nefndur til sögunnar. Hann hefur leikið með Paris St. Germain undanfarin ár og metinn á tíu milljónir punda. Talið er að Real Madrid, Barcelona og bæði Mílanófélögin hafi áhuga á að kaupa Ronaldinho. Ástralinn Harry Kewell kom til Leeds árið 1995 sem staðgeng- ill Grindvíkingsins Lee Sharpe. Kewell er metinn á sex milljónir punda og sem stendur er talið lík- legra að hann fari til Arsenal heldur en United. Hollendingurinn Patrick Klui- vert hefur oft verið orðaður við United. Ruud van Nistelrooy hef- ur lýst því yfir að hann vilji leika við hlið landa síns í sókn United. Kluivert er metinn á tíu milljónir punda en mestar líkur eru á að hann verði áfram hjá Barcelona. Írinn Damien Duff hefur verið orðaður við United. Liverpool bauð nýlega 12,5 milljónir punda í Duff en talið er að Blackburn vilji 15 milljónir. ■ RONALDINHO Ronaldinho og Adriano á æfingu brasilíska landsliðsins í París. Ronaldinho hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu. Manchester United leitar að eftirmanni Beckham: Ronaldinho líklegastur  15.45 Sýn Olíssport (e).  16.15 Sýn Íslensku mörkin (e).  16.45 Sýn Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik Tyrkja og Bandaríkjamanna.  19.00 Sýn Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik Brasilíumanna og Kamerúna.  20.00 Hásteinsvöllur ÍBV fær FH í heimsókn í 6. umferð Landsbankadeildar kvenna.  20.00 Stjörnuvöllur Stjarnan og KR keppa í 6. umferð Landsbankadeildar kvenna.  20.00 Valsvöllur Valur leikur gegn Breiðabliki í 6. um- ferð Landsbankadeildar kvenna.  21.30 Sýn US PGA Tour 2003. Þáttur um banda- rísku mótaröðina í golfi.  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn European PGA Tour 2003. Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.  00.00 Sýn Fastrax 2002. Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu. hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 JÚNÍ Fimmtudagur Alex Ferguson vill fá miðvall-arleikmanninn Geremi til Manchester United til að fylla skarðið sem David Beckham skildi eftir sig. Geremi hefur verið í láni hjá Middlesbrough frá Real Madrid. Arséne Wenger ætlar aðtryggja sér Paul Robinson, markvörð Leeds, eftir að stóru boði í Christian Abbiati hjá Milan var hafnað. Paul Ince og Denis Irwin munuað líkindum keppa eitt tímabil enn fyrir nýliða úrvalsdeildar- innar, Wolves. Gérard Houllier hefur ennáhuga á Freddie Kanoute hjá West Ham, en eftir fallið niður í fyrstu deild hefur West Ham illa efni á að halda stjörnum sínum. ■ Fótbolti FÓTBOLTI Nánast engar líkur eru taldar á að David Beckham fái að hafa númerið 7 á baki treyju sinnar hjá Real Madrid. Raul, sem oft er nefndur gull- drengurinn í Real Madrid, hefur einkarétt á því númeri. Vegna þessa telja spænskir fjölmiðlar að líklegast sé að Beckham verði núm- er 77. Beckham hefur verið númer 7 hjá Manchester United síðan 1997 en þá tók hann við því af Eric Cant- on. Upphaflega var Beckham núm- er 24, en eftir að Mark Hughes fór til Chelsea árið 1995 var hann núm- er 10. Annað sem spænskir fjölmiðlar velta fyrir sér er hvort Beckham fái að taka aukaspyrnur liðsins. Ro- berto Carlos hefur þótt liðtækur á því sviði en í viðtali við fjölmiðla sagði hann að líklega fengi Beck- ham nú að taka einhverjar auka- spyrnur. „Hann þarf nú ekki að taka þær allar,“ sagði Carlos. ■ SJÖAN ER FRÁTEKIN Raul, sem oft er nefndur gulldrengurinn í Real Madrid, hefur einkarétt á númerinu 7. Ólíklegt að Beckham fái að vera númer 7: Beckham númer 77? Verðmæti Real Madrid: Andvirði 16 frystitogara FÓTBOLTI Norska fréttastofan NTB bað Erik Solér umboðsmann að áætla verðmæti byrjunarliðs Real Madrid eftir kaupin á David Beckham. Hann metur liðið á rúmlega 24 milljarða króna, sem samsvarar 16 nýjum og fullbún- um frystitogurum á borð við Baldvin Þorsteinsson. Markvörðurinn Casillas er metinn á 425 milljónir, varnar- mennirnir Salgado og Helguera 800 milljónir hvor, Pavon á 530 milljónir og Roberto Carlos á 1,6 milljarð. Beckham er metinn á þrjá milljarða, Makelele á 1,6, Zi- dane á 3,7 og Figo 2,1 en sóknar- mennirnir Raúl á 5,3 milljarða og Ronaldo á 4,2. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.