Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 24
■ ■ ÚTIVIST
16.30 Kvenréttindafélag Íslands,
Kvenfélagasamband Íslands og Banda-
lag kvenna í Reykjavík eru með göngu
um söguslóðir kvenna í Kvosinni í
Reykjavík undir leiðsögn Auðar Styrk-
ársdóttur, forstöðumanns Kvennasögu-
safns Íslands. Gangan er í tilefni af 88
ára afmæli kosningaréttar íslenskra
kvenna.
■ ■ SAMKOMUR
17.00 Kaffi og skemmtidagskrá að
Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Það eru
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélaga-
samband Íslands og Bandalag kvenna í
Reykjavík sem bjóða til fagnaðarins í til-
efni þess að 88 ár eru liðin frá því að ís-
lenskar konur hlutu kosningarétt.
20.30 Messa verður við þvotta-
laugarnar í Laugardag í tilefni af 19.
júní og að 88 ár eru liðin frá því að ís-
lenskar konur hlutu kosningarétt.
21.30 Samkoma á Prikinu í tilefni
af 19. júní og að 88 ár eru liðin frá því
að íslenskar konur hlutu kosningarétt,
Femínistafélag Íslands býður til sam-
komunnar. Bleikir drykkir verða í boði
og Páll Óskar spilar sögu popp-kvenna.
■ ■ TÓNLIST
12.00 Hádegistónleikar í Hafnar-
borg sem kallast Létt og skemmtilegt í
hádeginu. Ildikó Varga mezzósópran
syngur og Antonía Hevesi leikur á píanó.
Á efnisskrá eru þekktar og vinsælar
óperettuaríur og söngleikjatónlist.
20.00 Kammersveit Hafnarfjarð-
ar frumflytur tónverk í Hafnarborg eftir
þá Finn Torfa Stefánsson og John
Speight, en þau tvö eru sérstaklega
samin í tilefni Bjartra daga. Enn fremur
verður þriðja tónverkið, eftir Þórð Magn-
ússon, flutt í fyrsta sinn í heild sinni.
Flytjendur eru Kammersveit Hafnarfjarð-
ar, einsöngvararnir Einar Clausen og
Signý Sæmundsdóttir og sellóleikarinn
Hrafnkell Orri Egilsson. Stjórnandi er Óli-
ver Kentish.
22.00 Útgáfutónleikar Maus fyrir
plötuna „Musick“ eru í Iðnó. Sveitin
mun leika plötuna í heild sinni auk þess
sem keyrt verður í eldri slagara að því
loknu. Áður en sveitin stígur á svið verð-
ur óvænt upphitunaratriði sem enginn
sannur Mausari vill missa af. Miðasala í
Iðnó.
22.00 Hljómsveitin Oblivious leik-
ur á Grand Rokk.
22.30 Tónleikar með Hudson
Wayne, Myrkva T og dj máríó mýskat á
Sirkus.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Aukasýning á leikritinu
Plómur í Tjarnarbíó.
Leiksýningin Sellofon sýnd í Félags-
heimilinu Valhöll á Eskifirði. Sýningin var
valin vinsælasta sýningin á Grímunni,
leiklistarverðlaunahátíðinni.
■ ■ FUNDIR
Námsstefnan Hamhleypur – konur í
atvinnulífinu verður haldin í annað sinn
á kvennadaginn. Það eru IMG Deloitte
og Endurmenntun Háskóla Íslands sem
standa að námstefnunni. Aðalfyrirlesari í
ár er Dr. Judith Strother frá Florida
Institute of Technology í Bandaríkjunum.
22 19. júní 2003 FIMMTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
16 17 18 19 20 21 22
JÚNÍ
Fimmtudagur
Útgáfutónleikar eru tónleikarsem maður leggur mjög mikið
upp úr enda mikil vinna að baki og
ákveðnu takmarki hefur verið
náð,“ segir Páll Ragnar Pálsson,
gítarleikari hljómsveitarinnar
Maus, sem heldur útgáfutónleika í
Iðnó í kvöld.
„Við tökum öll lögin af nýju
plötunni, Musick, auk þess sem
gömul lög fá að fylgja með. Það
verður einnig upphitunaratriði
sem er mikið leyndarmál og það
eina sem ég get sagt er að það
mun koma tónleikagestum
skemmtilega á óvart.“
Að sögn Páls tók hljómsveitin
sér góðan tíma í að semja efnið á
plötuna en hélt að því loknu til
Þýskalands. „Við tókum plötuna
upp í hljóðveri sem heitir Das
Studio. Það var gott að komast út
fyrir landsteinana, skilja lífið eft-
ir á Íslandi og einbeita sér bara að
plötunni og upptökum. Okkur
tókst því að koma miklu í verk á
mun styttri tíma en venjulega.“
Páll segir að keyrslan hafi ver-
ið ansi stíf hjá hljómsveitarmeð-
limum undanfarið og aðspurður
hvernig tilfinningin sé að fá nýja
gripinn í hendurnar segir hann til-
finninguna góða en jafnframt
skrítna. „Ferlið er búið að vera
langt. Við fengum plötuna í hend-
urnar í janúar og síðan þá hef ég
verið að bíða, maður var eiginlega
hættur að átta sig á að hún ætti
eftir að koma út.“
Tónleikarnir eru í Iðnó í kvöld
og opnar húsið klukkan 21.30 og
hefjast á slaginu 22. ■
Óvæntir gestir, Musick og Maus
Borgarskjalasafn Reykjavíkur
www.rvk.is/borgarskjalasafn, sími: 563 1770
Hver var Lárus?
Sýning um Lárus Sigurbjörnsson,
skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar
1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15.
Opin alla virka daga kl. 10-16.
Aðgangur ókeypis.
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790
Frumefnin Fimm -
Ferðadagbækur Claire Xuan
24. maí - 1.sept. 2003
Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi,
nánari upplýsingar í síma 563 1790.
Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga
frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga
12-19 og 13-17 um helgar.
Aðgangur ókeypis
www.listasafnreykjavikur.is
Sími 590 1200
HAFNARHÚS, 10-17
Smekkleysa í 16 ár,
Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð
Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00
KJARVALSSTAÐIR, 10-17
Íslensk samtímaljósmyndun
(opnar 21.6.) , Kjarval
Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00
ÁSMUNDARSAFN, 10-16
Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn
Minjasafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is
s: 577-1111
Tónleikar 21.6
Flugdrekadagur 22.6
Ganga um Elliðadal 23.6
Ganga í Viðey 24.6
Viðey:
Upplýsingar um leiðsagnir í síma 568-0535
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
www.gerduberg.is • sími 575 7700.
Gagn og gaman: vikusmiðja fullbókuð.
Nokkur laus pláss í þriggja vikna smiðju 18.6-8.7.
Sýningar:
Brýr á þjóðvegi 1
Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir
ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1.
Hvað viltu vita?
Sögusýning um Breiðholtið.
Opnun 13. júní.
Lokað um helgar frá 31. maí - 1. sept.
s. 563 1717
og á heimasíðu
www.borgarbokasafn.is
BÆKUR Í FRÍIÐ
til að lesa úti í sólinni eða inni í rigningunni.
Hugmyndir að sumarlestri á heimasíðu
Borgarbókasafns
Upplýsingar í síma 5631717 og 567 5320
og á heimasíðu safnsins
www.borgarbokasafn.is
Minjasafn Orkuveitunnar
Minjasafn Orkuveitunnar í
Elliðaárdal er opið
sun. 15-17
og eftir samkomulagi
í s. 567 9009
í Hafnarfirði
17.-22. júní 2003
víkinga
Sólstöðuhátíð
St
af
ræ
na
h
ug
m
yn
da
sm
ið
ja
n
/ 3
35
0
Fjölskylduhátíð
Víkingamarka›ur • Leikhópur
Bardagavíkingar • Erlendir víkingar
Víkingaveitingasta›ir í tjöldum
Sjófer›ir • Hestar
ofl.ofl.
Víkingahátíð
við Fjörukrána
Handverksvíkingar • Dansleikir
Víkingasveitin • Kraftajötnar
Glímumenn • Hla›bor› • Blót
Víkingaveislur öll kvöld
■ TÓNLIST MAUS
Hjómsveitin heldur útgáfutón-
leika í kvöld í Iðnó. Hljómsveitin
gaf nýverið út sína fimmtu plötu
og ber hún nafnið Musick.
✓