Fréttablaðið - 19.06.2003, Síða 25
FIMMTUDAGUR 19. júní 2003
12.05 Rannsóknarmálstofa í fé-
lagsráðgjöf er í Odda, Háskóla Íslands.
Þar mun Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
félagsráðgjafi og doktorsnemi við
London School of Economics and Polit-
ical Science, kynna aðferðarfræði rit-
gerðar sinnar.
■ ■ SÝNINGAOPNUN
Sýningaropnun í anddyri Norræna
hússins. Sýningin nefnist Vestan við sól
og norðan við mána. Sýndar eru ljós-
myndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson
með texta eftir Ara Trausta Guðmunds-
son.
13.00 Opnuð sýning á verkum
myndlistarkonunnar Óskar Vilhjálms-
dóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Í verkum
sínum hefur Ósk gjarnan teflt saman og
kannað eiginleika einkarýmis og al-
mannarýmis. Þetta er síðasta opnunin í
sýningaröðinni Fellingar, sem er sam-
starfsverkefni Kvennasögusafnsins,
Landsbókasafns Íslands – Háskólabóka-
safns og þrettán starfandi myndlista-
kvenna.
■ ■ SÝNINGAR
Sýning Claire Xuan í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Lista-
konan kynnir þar myndverk sín og ljós-
myndir og fimmtu ferðdagbók sína, Ís-
land.
Stóra norræna fílasýningin í sýning-
arsal Norræna hússins. Á sýningunni
eru verk eftir dönsku listamennina Peter
Hentze, Thomas Winding og Pernelle
Maegaard. Victoria Winding hefur gert
fræðslutexta.
Veronica Österman frá Finnlandi er
með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka
daga 10-18 og laugardaga 11-16.
Hlutir eru spennandi þar semþeir eru ekki bara hlutir. Þeir
hafa notagildi og breytast eftir
því hvernig þeir eru nýttir. Síðan
þegar maður setur saman tvo
hluti þá fá þeir alveg nýja merk-
ingu,“ segir Joris Rademaker,
sem opnað hefur einkasýningu í
Gallerí Skugga.
„Ég vinn með hluti sem allir
þekkja, hluti sem hafa jafnvel
legið á vinnustofu minni í langan
tíma og verða síðan allt í einu
partur af listaverki. Ég vinn núna
til dæmis mikið með tannstöngla
og annað hversdagslegt svo sem
sleifar, kökukefli, borð, kassa og
hrærur.“
Joris er hollenskur myndlista-
maður og kennari sem hefur
verðið búsettur á Akureyri í rúm
tíu ár þar sem hann hefur starfað
við kennslu og sett á fót mynd-
listargalleríið Gallerí+.
„Ástæðan fyrir því að ég kom
til Reykjavíkur með þessa sýn-
ingu er sú að ég er búinn að sýna
nógu mikið á Akureyri. Ég hætti
að mála þegar ég kom til Akur-
eyrar, það hefur líklegast verið
fyrir áhrif náttúruaflanna,“ segir
Joris og bætir því við að í
Hollandi sé rík málarahefð og
líklegt að hann hefði haldið sig
við hana hefði hann ekki flust
hingað til lands.
Joris hefur þó ekki aðeins
haldið sig við myndlistina síðan
hann fluttist hingað búferlum því
hann hefur tvisvar sinnum haldið
til Svíþjóðar til að nema nútíma-
dans en að sögn Joris er dansinn
góð hvíld frá kennslunni. Sýning
Joris Rademaker er í Gallerí
Skugga að Hverfisgötu 39. ■
■ MYNDLIST
ANNA KRISTINSDÓTTIR
Ég gæti vel hugsað mér að fara áStóru norrænu fílasýninguna
með syni mínum sem heillaðist af
fíladansinum sem hann lærði,“
segir Anna Kristinsdóttir borgar-
fulltrúi. „Mér veitir líka ekki af
að efla danskunnáttu mína. Í leið-
inni myndi ég líta við á ljós-
myndasýningunni Vestan við sól
og norðan við mána.
Finnland hefur mikinn sjarma
í mínum huga og ég hef því hug á
að sjá sýningu Veronicu Öster-
man frá Finnlandi í Listhúsi
Ófeigs. Þá er alltaf gaman að sjá
hvernig útlendingar upplifa ís-
land og því tilvalið að skoða sýn-
ingu Claire Xuan í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur. Ég gæti svo
vel hugsað mér að líta við á sam-
komu á Prikinu í tilefni af því að
88 ár eru liðin frá því að íslenskar
konur hlutu kosningarétt. Það er
ótrúlegt að hugsa til þess að það
er ekki nema rétt mannsaldur síð-
an við konur fengum kosninga-
rétt. Ekki spilla bleikir drykkir og
Páll Óskar heldur fyrir.
Val Önnu
Þetta lístmér á!
Tannstönglar
tóku við af
penslinum
JORIS RADEMAKER
Opnaði á dögunum skemmti-
lega sýningu í Gallerí Skugga. Á
sýninguni má sjá hina ýmsu
hluti í nýjum búningi og með
nýja merkingu.
✓
✓
✓
✓
✓
Miðasalan, sími 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 alla
virka daga og fram að sýningu
sýningardaga.
Sími miðasölu opnar kl. 10 virka
daga. Fax 568 0383
midasala@borgarleikhus.is
www.borgarleikhus.is
LITLA SVIÐ
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Lau 21/6 kl 20 - AUKASÝNING UPPSELT
Su 22/6 kl 20 - AUKASÝNING UPPSELT
ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR
Leikfélag Reykjavíkur og
Íslenski dansflokkurinn fara nú í sumarfrí.
Við þökkum ríflega 100.000
gestum fyrir komuna í Borgarleikhúsið í vetur.
Endurnýjun áskriftarkorta hefst 25. ágúst.
Sala nýrra korta og afsláttarkorta hefst 1. september.
Við hlökkum til ángæjulegra samverustunda
í leikhúsinu á nýju leikári 2003 - 2004