Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.06.2003, Qupperneq 6
6 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.63 0.33% Sterlingspund 123.17 -0.02% Dönsk króna 11.53 -0.60% Evra 85.57 -0.64% Gengisvístala krónu 120,60 0,00% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 296 Velta 5.320 milljónir ICEX-15 1.463 0,34% Mestu viðskiptin Framtak Fjárf.banki hf. 1.342.292.200 Baugur Group hf. 134.654.260 Össur hf. 107.020.183 Fjárf.félagið Straumur hf. 34.060.503 Pharmaco hf. 22.310.205 Mesta hækkun Framtak Fjárfestingarbanki hf. 10,12% Össur hf. 3,97% Flugleiðir hf. 2,22% Sölum. Hraðfrystihúsanna hf. 1,98% Eimskipafélag Íslands hf. 0,81% Mesta lækkun Skeljungur hf. -1,26% SÍF hf. -1,25% Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -1,13% Íslandssími hf. -0,39% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9209,3 -0,9% Nasdaq: 1661,5 -0,9% FTSE: 4131,5 -1,8% Nikkei: 9110,5 0,2% S&P: 1000,0 -1,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Tveir menn vopnaðir hnífum rændusöluturn í Kópavogi í fyrradag. Hvað heitir söluturninn? 2Í gær var 19. júní, baráttudagurkvenna á Íslandi. Hvaða ár fengu konur almennan kosningarétt hér á landi? 3Hvað heitir bandaríska djasssöngkon-an sem ætlar að gleðja landann með söng sínum í Laugardagshöllinni í ágúst? Svörin eru á bls. 38 Ráðherra ósáttur við yfirlýsingu og vefengir biðlistatölur barnageðlækna: Passar ekki við okkar tölur HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir fullyrð- ingar barnageðlækna um fjölda barna á biðlista á barna- og ung- lingageðdeild í ósamræmi við tölur ráðuneytisins. Stjórn Félags íslenskra barna- geðlækna sagði í yfirlýsingu á mið- vikudag að tæplega 30 börn innan við tólf ára aldur væru á biðlista Barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans. „Það þarf að fara yfir hvað er á bak við þá lista. Það passar ekki við þær upplýsingar sem ég hef. Í vetur var talið að fjölga þyrfti um átta varanleg rými. Síðan hefur verið komið á þverfaglegu teymi sem að- stoðar fólk utan stofnana,“ segir ráðherra. Aðspurður um yfirlýs- ingu barnageðlækna um að staða málsins sé óviðunandi segir Jón: „Ég ætla ekki að rengja það á þessu stigi. En stjórnin getur fengið viðtal hjá mér samdægurs og mér finnst því þessar bréfaskriftir vera dálítið stirt samskiptaform okkar á milli.“ Jón segir unnið af krafti að fram- gangi tillögu sem ríkisstjórnin hafi samþykkt fyrir þremur mánuðum um úrbætur í málefnum barna- og unglingageðdeildarinnar. Jón segist hafa viljað funda með stjórn félags barnageðlækna í gær. Það verði þó ekki fyrr en á mánudag vegna fjarveru stjórnarmanna. ■ Steypustöðin semur við Aalborg Portland: Hættir við kaup á Sementsverksmiðjunni VIÐSKIPTI Nýir eigendur Steypu- stöðvarinnar hafa samið við Aal- borg Portland um sementskaup. Vegna þessa hefur Steypustöð- in dregið sig út úr viðræðum um kaup á Sementsverksmiðjunni, en fyrirtækið hafði verið í samstarfi með Framtaki fjárfestingar- banka, BM Vallá og Björgun um kaup á verksmiðjunni. Konráð Andrésson hjá Loftorku í Borgarnesi, sem keypti Steypustöðina fyrir rúmri viku síðan, segir að nýjum eig- endum hafi einfaldlega ekki litist á að kaupa Sementsverksmiðj- una. Því hafi verið ákveðið að semja við Aalborg Portland. Hann segist ekki reikna með því að þessi ákvörðun hafi áhrif á samstarf hinna aðilanna þriggja. Þeir séu þegar búnir að fá nýjan aðila inn í samstarfið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Sementsverksmiðjan verðlögð á 450 milljónir króna. Verksmiðjan skuldar hins vegar á annan milljarð króna. ■ JÓN KRISTJÁNSSON „Stjórnin getur fengið viðtal hjá mér sam- dægurs og mér finnst því þessar bréfa- skriftir vera dálítið stirt samskiptaform okk- ar á milli,“ segir heilbrigðisráðherra um harðorða yfirlýsingu stjórnar Félags ís- lenskra barnageðlækna. STEYPUBÍLL Sementsverksmiðjan verðlögð á 450 milljónir króna. Verk- smiðjan skuldar hins vegar á annan milljarð króna. Enn vaxa skuldir sveitarfélaganna Fyrstu niðurstöður úr nýjum gagnagrunni fyrir ársreikninga sveitarfélaga sýna að skuldir sveit- arsjóða jukust um fimm milljarða í fyrra. Nýja kerfið gerir kleift að fá samanburðarhæfar tölur um rekstur sveitarfélaganna fjórum mánuðum fyrr en áður var. SVEITARSTJÓRNIR Heildarskuldir sveitarfélaga jukust um fimm milljarða króna í fyrra og eru nú yfir 69 milljarðar samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum. Samband ís- lenskra sveitar- félaga, Hagstof- an, félagsmála- ráðuneytið og endurskoðunar- s k r i f s t o f a n KPMG kynntu í gær nýjan gagnagrunn sem þessir aðilar hafa unnið sam- eiginlega að og sem ætlað er að halda utan um ársreikninga sveit- arfélaga. Um leið voru kynntar fyrirliggjandi heildarniðurstöður um rekstur og efnahag um helm- ings sveitarfélaga í landinu, sem samtals telja um 94% íbúanna. Hingað til hafa þessar tölur ekki legið fyrir samandregnar fyrr en í október. Reikningar eru settir fram samkvæmt nýjum reikn- ingsskilareglum. „Það skiptir miklu máli fyrir alla aðila að niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og kostur er,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Fram kom í máli fulltrúa Hag- stofunnar og félagsmálaráðuneyt- is að ekkert væri því til fyrirstöðu að tölur sveitarfélaganna gætu legið fyrir miklu fyrr en í júní. Benti Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri á að í Noregi væru töl- urnar til reiðu strax í febrúar. „Það er áhyggjuefni að það sem virðist ekki breytast er skuldasöfnun sveitarfélaganna,“ sagði Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsinga- sviðs Sambands íslenskra sveitar- félaga. Hann bætti því við að skattar væru 75% af heildartekj- um íslenskra sveitarfélaga, sem væri mjög hátt hlutfall í saman- burði við sveitarfélög annarra norrænna þjóða. Samkvæmt niðurstöðunum námu heildarskuldir áðurnefndra sveitarsjóða, sem telja 94% íbúa landsins, um 67,7 milljörðum króna um síðustu áramót. Að við- bættum áætluðum skuldum þeirra sveitarfélaga sem enn eru ekki í grunninum eru skuldirnar áætlaðar yfir 69 milljarðar. Skuldirnar eru hins vegar yfir 130 milljörðum króna ef fyrirtæki sveitarfélaganna eru tekin með í reikninginn. Fram kom að skuld- irnar sem hlutfall af tekjum eru mestar í sveitarfélögum með fleiri en fimm þúsund íbúa. Þetta á þó ekki við um Reykjavík. gar@frettabladid.is VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnaði í gær nýju rafrænu gagnvinnslukerfi sem flýtir mjög fyrir því að samanburðarhæfir ársreikningar sveitarfélaga liggi fyrir ár hvert. „Það er áhyggjuefni að það sem virðist ekki breytast er skuldasöfnun sveitarfélag- anna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Viðræður um varnarmál: Hefjast á mánudag VARNARMÁL Gunnar Snorri Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri í utanrík- isráðuneytinu, verður í forsvari fyrir íslensk stjórnvöld í viðræð- um við Bandaríkjamenn um fram- hald varnarsamstarfs þjóðanna. Fyrsti viðræðufundur sendinefnda ríkjanna verður haldinn á mánu- dag. Framtíð varnarliðsins á Mið- nesheiði ræðst í þeim viðræðum. Forystumaður bandarísku sendinefndarinnar verður Marisa Lino, sendiherra í utanríkisþjón- ustu Bandaríkjanna. Hún er ráð- gjafi um málefni sem tengjast bandarískum herstöðvum á er- lendri grund. ■ ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Árekst- ur þriggja bíla varð á Reykjanes- braut á móts við Smáralind í gær. Samtals voru sjö manns í bílun- um og sluppu allir með minni- háttar meiðsl. Lentu bílarnir hver aftan á öðrum. SLAGSMÁL Í HAFNARSTRÆTI Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af tveimur mönnum í slagsmálum í Hafnarstræti um hádegi í gær. Lögreglan skakkaði leikinn og fór með þá upp á lög- reglustöð til yfirheyrslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.