Fréttablaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 38
Hrósið 38 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR Ég er myndlistarmenntuð oghef alltaf haft áhuga á endur- vinnslu og endurnýtingu,“ segir Ásta Þórisdóttir, aðstoðarverslun- arstjóri Góða hirðisins. „Ég tók á sínum tíma þátt í Listsmiðju Hins hússins, þar sem við til dæmis tókum gamla stóla, poppuðum þá upp og notuðum á kakóbarnum Geysi. Þá kviknaði hjá mér við- skiptahugmynd um að stofna fyr- irtæki sem tæki gömul húsgögn sem þyrfti að flikka upp á og gerði þau að söluvöru.“ Ásta fór með þessa hugmynd á viðskiptanámskeiðið Brautar- gengi, sem var haldið fyrir at- hafnakonur í Reykjavík, og vann frekar að hugmyndinni þar. Liður í hráefnisöfluninni var að hafa samband við Sorpu og þá bauðst Ástu óvænt verslunarstjórastaða í Góða hirðinum. „Ég er búin að vera hér frá árinu 1999, og hef haft mjög gaman af. Mín áhuga- mál tengjast endurnýtingu og um- hverfismálum, bæði nytjahlutan- um og landnýtingu,“ segir Ásta, sem líka er í Margmiðlunarskól- anum og lýkur þaðan námi um jól- in. „Ég er svona náttúrukerling og stefni að því að verða æðarbóndi og margmiðlunarfræðingur norð- ur á Ströndum,“ segir hún hlæj- andi. Maðurinn minn, Gunnar Melsted, tekur við skólastjóra- stöðu í Drangsnesskóla næsta vet- ur, svo nú vantar mig bara að finna rétta æðarskerið og rétta seljandann. Þetta er svo skemmti- leg blanda, að vera æðarbóndi og margmiðlunarfræðingur, nútím- inn gegn fortíðarþránni,“ segir Ásta, sem reyndar viðurkennir að hún hafi áhuga á öllu milli himins og jarðar. „Ég hélt til dæmis ein- hvern tímann að ég hefði ekki áhuga á pípulögnum, en komst svo að því þegar ég prófaði að ég hef áhuga á þeim líka.“ ■ Persónan ÁSTA ÞÓRISDÓTTIR ■ er aðstoðarverslunarstjóri Góða hirð- isins, sem er nytjamarkaður Sorpu. Hún sá að sjálfsögðu eftir græjunum sem var hent við gjaldþrot Radíóhússins og hefði viljað fá að selja þær í Góða hirðinum. Imbakassinn ...fær Femínistafélag Íslands fyrir að klæða þjóðina í bleikt og afhenda ráðamönnum fallega bleika steina. Fréttiraf fólki Dúntekja í bland við margmiðlun Á vefnum hrokurinn.is, þar semnýlega brottrekinn blaðamaður DV, Kolbrún Bergþórsdóttir, er farin að láta til sín taka, er ítarlegt viðtal við sjálfan Friðrik Ólafsson. Hann verður einn fjölmargra þátttak- enda á komandi al- þjóðlegu skákmóti Hróksins og sam- takanna Skákar í norðri á Grænlandi. Friðrik dregur ekki úr aðdáun sinni og ánægju á framtaki Hrafns Jökulssonar á umliðnum árum og kallar hann „trúboða skákarinnar“. Tveir flugvélar munu taka á loft27. þessa mánaðar og flytja til Grænlands fjöldann allan af þekkt- um skákmönnum auk áhugamanna. Auk þess að skákvæða Grænland hyggjast Hrókurinn og Skák í norðri auka menningarsamskipti þjóðanna til muna. Meðal þeirra sem mæta eru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Össur Skarp- héðinsson og munu þeir setjast við hina svörtu og hvítu reiti og kljást við heimamenn. Kaup Grindvíkinga á knatt-spyrnumanninum Lee Sharpe hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Því vakti það nokkra athygli að hann var fjarri góðu gamni þegar FH-ingar lögðu Grindvíkinga næsta léttilega í síð- ustu umferð. Í Krikanum var því haldið fram að Sharpe væri í leik- banni vegna agabrots en til hans sást á laugardagskvöldið með bjór í hönd á skemmtistaðnum Óðali. Þar mun hann hafa verið að bera saman bækur sínar við tvo erlenda atvinnumenn sem einnig leggja stund á fótmennt – en á öðru sviði en knattspyrnu. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að ný bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlög- manns heitir Þriðja dómsstigið. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Biðskýlið. 1915. Diana Krall. Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 haraldur@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk HUDSON ’47 Þeir láta ekki að sér hæða gömlu jálkarnir og þessi Hudson fer með glans yfir hvers konar hindrun. ‘29-módelið í kvartmílu Í kvöld hefst Landsmót Forn-bílakúbbsins, sem verður hald- ið á Selfossi um helgina og sam- einað árlegum Bíladögum á staðnum. Einar Gíslason hjá Fornbílaklúbbnum segir að mikið verði um dýrðir. „Verkstæði og fyrirtæki á Selfossi með mótor- vörur verða með opið um helgina og sýna vöruúrvalið, en hátíðin hefst á Kambabrún klukkan 20 með því að Geir Haarde fjármála- ráðherra setur hátíðina. Hann og formaður Fornbílaklúbbsins aka svo niður Kambana í gömlum bíl undir leiðsögn um gömlu Kam- bana og vegarslóða sem hafa ver- ið þarna frá upphafi vega. Þaðan liggur leiðin á tjaldstæðið þar sem fornbílaklúbburinn kemur sér fyrir með bílana,“ segir Einar. Meðal dagskrárliða má nefna varahlutamarkað Fornbílaklúbbs- ins og kassabílarall fyrir ungu kynslóðina að ógleymdri kvartmíluspyrnu gamalla bíla, eins og var í „den“. Það segir Ein- ar ekki hafa verið gert í háa herr- ans tíð, en hann reiknar með að á milli 20 og 30 bílar taki þátt. „Þeir komast mishratt, sumir eru nokk- uð öflugir, en mest er þetta auðvit- að gamanið og reynt að stýra sam- an þeim sem eru svipaðir að getu. Þetta eru allt frá 29-módelinu upp í 76-módelið,“ segir Einar. „Svo verður grill og gaman á tjaldsvæð- inu um kvöldið, harmonikkufélag- ið á Selfossi verður á staðnum og dúndrandi fjör.“ Hátíðin er öllum opin og kostar ekkert. ■ Alþjóðagjaldeyrissjóðurinnhefur áhyggjur af minnkandi hagvexti í heiminum. Á sama tíma blómstrar eitt hagkerfi. Það er Latóhagkerfið. Þar á bæ hafa menn engar áætlanir uppi um að gerast aðilar að myntsamstarfi Evrópu. Nei, þar gildir nú sem fyrr gjaldmiðillinn Lató. Seðla- banki Íslands hafði áhyggjur af því við stofnun þess að hætta væri á myntruglingi milli Latós- ins og krónunnar. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Gjaldmiðillinn hefur ótvíræða kosti. Maður eignast hann með þeim einfalda hætti að spara krón- urnar og leggja þær í banka. Í staðinn fær maður Latóseðla. Ann- ar kostur er sá að ekki er hægt að kaupa óhollustu og vitleysu fyrir gjaldmiðilinn. Fyrir hann er hægt að kaupa skyr, grænmeti og ávex- ti. Svo er líka hægt að fara í sund, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og taka strætó. Eini gallinn við hagkerfið er að maður þarf að vera tólf ára eða yngri til að geta verið með. „Í fyrra söfnuðu krakkar 30 milljón- um inn á bankabækurnar sínar,“ segir Magnús Scheving, fram- kvæmdastjóri Latabæjar. Það er 60 prósenta hagvöxtur frá árinu áður. „Það voru um sextán þús- und börn í fyrra sem völdu að spara og kaupa sér hollustu í stað- inn.“ Magnús segir að enginn gróði sé af hagkerfinu. Fyrirtækin sem séu með leggi þetta af mörkum til að stuðla að hollustu og heil- brigði. „Allir eru því ánægðir,“ segir Magnús. Fyrirtækin kynna sig, foreldrarnir spara peninga og börnin sækja í meiri hreyfingu og hollari mat. „Ég hef þá trú að ef krakki kaupir skyrdós fyrir sína Latópeninga sé hann líklegri til að klára matinn sinn,“ bætir Magnús við. Geir Haarde fjármálaráðherra og Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings Búnaðarbanka, tóku Latóhagkerfið í notkun með aðstoð barna úr Foldakoti. Krakk- arnir sungu fyrir toppa fjármála- lífsins: „það kostar ekkert að brosa og það kostar ekkert að vera kurteis,“ því auðvitað vita krakkarnir í Foldakoti að flest það sem mestu skiptir er ókeypis. Líka í Latóhagkerfinu. haflidi@frettabladid.is Rífandi hagvöxtur í hollustuhagkerfinu Gleymdi ég kaffivélinni í gangi? Hagkerfi ■ Latóhagkerfið er komið af stað í þriðja sinn. Hagsveiflan er í rétta átt og sífellt fjölgar krökkum sem nota sér þetta holla og sniðuga hagkerfi. ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ BROSA Krakkarnir í Foldakoti settu Latóhagkerfið í gang í gær með aðstoð Geirs Haarde, fjármála- ráðherra og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings- Búnaðarbanka. Þau sungu fyrir ráðherrann og bankastjórann boðskapinn um að bros og kurteisi eru ókeypis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÁSTA ÞÓRISDÓTTIR Á sér þann draum að fara með eigin- manninn, dæturnar tvær og tölvuna norð- ur á Strandir, þar sem hún hyggst sinna margmiðlun og dúntekju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.