Fréttablaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 14
14 20. júní 2003 FÖSTUDAGUR
■ Evrópa
■ Innlent
SÁLFRÆÐIPRÓF FYRIR LÖGBRJÓTA
Borgaryfirvöld í Lagos ætla hér eftir að láta
brotlega ökumenn gangast undir sálfræði-
próf. Þetta er liur í baráttu gegn miklu um-
ferðaröngþveiti í borginni.
FJÖLDAGRÖF
Síðan Bosníustríðinu lauk hafa fundist lík-
amsleifar um 16.500 manna í 273 fjölda-
gröfum í landinu.
Fjöldagröf við fangabúðir:
Yfir 200 lík
óþekkjanleg
BOSNÍA-HERSEGÓVÍNA, AP Eftir
þriggja vikna sleitulausa vinnu
hafa sérfræðingar grafið upp 232
lík úr fjöldagröf skammt frá þorp-
inu Vlasenica í austurhluta Bosn-
íu. Talið er að um sé að ræða mús-
líma sem létu lífið í fangabúðum á
tímum Bosníustríðsins. Líkin eru
mörg hver mjög illa farin og því
hefur enn ekki tekist að bera
kennsl á þau.
Þegar Vlasenica komst í hend-
ur Serba á árunum 1992 til 1995
voru þúsundir manna fluttar í
fangabúðir rétt fyrir utan þorpið.
Margir áttu aldrei afturkvæmt. Á
annað þúsund múslíma er enn
saknað.
Yfirmaður fangabúðanna er í
haldi stríðsglæpadómstólsins í
Haag og bíður réttarhalda. ■
Bolungarvík:
Krókabátur
með 800 tonn
SJÁVARÚTVEGUR Krókabáturinn
Guðmundur Einarsson ÍS er með
mestan afla íslenskra smábáta.
Alls fiskaði áhöfn bátsins um 800
tonn, að aflaverðmæti fast að
hundrað milljónir króna.
Skipstjóri á bátnum er sá ann-
álaði aflamaður Guðmundur
Einarsson, sem um árabil var
stýrimaður og skipstjóri á Guð-
björgu ÍS. Með næstmestan afla
krókabáta var bátur sem er í eigu
sömu útgerðar Hrólfur Einars-
son ÍS, sem landaði 656 tonnum
að verðmæti um 80 milljónir
króna. ■
NÝ LÖG UM RÍKISBORGARARÉTT
Eftir 1. júlí getur íslenskur ríkis-
borgari, sem tekið hefur ríkis-
borgararétt í öðru ríki og misst
við það íslenska ríkisborgararétt-
inn, án þess að það ríki hafi kraf-
ist þess, óskað eftir því við dóms-
málaráðuneytið að fá íslenska
ríkisborgararéttinn að nýju.
AFMÆLISGESTIR Í UMFERÐAR-
SLYSI Tvö börn létust og átta
slösuðust þegar vagn aftan í
dráttarvél valt um koll á hring-
torgi í bænum Nieuwe Vennep í
Hollandi. Börnin voru á leið heim
úr afmælisveislu. Ekki liggur
fyrir hvað olli því að vagninn
valt.
KÍNA, AP Fjölmargir Kínverjar sem
búa nærri Yangtze-fljóti hafa und-
anfarið horft á yfirborð vatnsins
nærri þeim hækka stöðugt. Þrátt
fyrir viðvaranir stjórnvalda hefur
hækkun vatnsborðsins vegna mik-
illar stíflugerðar komið mörgum á
óvart, sem töldu sig búa nógu hátt
í landinu til að uppistöðulónið ógn-
aði ekki heimilum þeirra.
Einn þeirra er hinn 71 árs gamli
Ren Cerao, sem horfði á vatnsyfir-
borðið nærri heimili hans hækka í
tíu daga áður en hann ákvað að
flytjast á brott. Þá var vatnið farið
að seytla yfir blettinn hans og að-
eins metra frá kofanum hans. Eftir
það var ekki annað að gera en rífa
upp kofann og flytja hann ofar í
hlíðina. Veggir, þak og búslóð voru
flutt á stað þar sem Ren á að vera
óhætt um tíma. Allt var borið í
höndunum. Þó hann sé öruggari nú
en fyrir örfáum dögum er þess
ekki langt að bíða að Ren verði að
flytja aftur. Vatnsyfirborðið á enn-
þá eftir að hækka um 40 metra, en
nú er kofi hans tíu metra fyrir ofan
yfirborð vatnsins.
Ren er einungis einn af 1,3
milljónum Kínverja sem verða að
flytja sig um set vegna virkjana-
gerðar. Uppistöðulónið fyrir virkj-
unina setur 632 ferkílómetra lands
undir vatn. Fjöldi þorpa og bæja
verður vatninu að bráð. ■
Rúmlega milljón Kínverja flýr hækkandi vatnsborð uppistöðulóns:
Þorp, dalir og sveitir
FYLGST MEÐ HÆKKANDI
VATNSYFIRBORÐINU
Það er væntanlega skrýtin
sjón að horfa á landsvæði
sem fólk hefur haft fyrir aug-
um sínum fara undir vatn.
ÞUNGAR BYRÐ-
AR Á ÖLDNUM
HERÐUM
Hinn 71 árs gamli
Ren Cerao flutti
eigur sínar
skömmu áður en
þær fóru á kaf.
Vatnið var farið
að seytla yfir
heimili hans.
BÚSLÓÐIN
FLUTT OFAR Í
HLÍÐINA
175 metra hátt
uppistöðulónið
neyðir á áttunda
hundrað þúsund
Kínverja til að
flytjast um set.
Þessir feðgar báru
húsgögn upp hlíð-
ina í ný heim-
kynni sín. Þeir
höfðu rifið kofann
sinn neðar í hlíð-
inni og endurreist
hann ofar.
BRUGÐIÐ
Á LEIK
Það er misjafnt
hvernig fólk
bregst við hækk-
andi vatninu.
Þessi ungi piltur
brá á leik í sokk-
inni bátskænu.
LITIÐ YFIR FARINN VEG
Það getur verið lýjandi verk að flytja alla búslóð sína á öxlunum
tugi metra upp hlíðina. Þessi öldungur hvíldi sig á flutningunum
andartak og leit yfir vatnið sem færði jörðina hans á kaf. Fyrir
neðan hann sjást býflugnakörfurnar hans.
VIÐSKIPTI Elfar Aðalsteinsson, ný-
kjörinn stjórnarformaður Lífeyr-
issjóðs Austurlands, var vara-
stjórnarformaður Stoke City
Holding þegar lífeyrissjóðurinn
keypti óskráð hlutabréf í knatt-
spyrnufélaginu að verðmæti 56
milljónir króna. Slík kaup voru
ólögleg.
Elfar segist í samtali við
Fréttablaðið ekki hafa þekkt til
hjá lífeyrissjóðnum þegar sjóður-
inn keypti í Stoke. „Þegar tilkynnt
var um kaupandann var það frétt
fyrir mig. Ég þekkti þennan sjóð
ekki neitt,“ segir Elfar. Aðspurður
segir hann enga tengingu hafa
verið milli hans og Eiríks Ólafs-
sonar, þáverandi stjórnarfor-
manni sjóðsins, sem samþykkti
kaupin í Stoke.
Lífeyrissjóðurinn hefur nú tap-
að um 25 milljónum á kaupunum í
knattspyrnuliðinu en hefur enn
ekki selt, þrátt fyrir að eiga of
mikið í óskráðum hlutabréfum.
Að sögn Elfars var það einskær
tilviljun að bæði hann og lífeyris-
sjóðurinn hafi fjárfest í Stoke á
sínum tíma og hann orðið stjórn-
arformaður sjóðsins nokkrum
árum síðar. „Ég losaði mig út úr
Stoke, ásamt öðrum skuldbinding-
um, þegar ég tók við starfi for-
stjóra Eskju hf. Að lífeyrissjóður-
inn skuli hafa verið einn af hlut-
höfum Stoke ásamt mér er auðvit-
að einskær tilviljun,“ segir hann.
Mál fráfarandi stjórnar, fram-
kvæmdarstjóra og endurskoð-
anda sjóðsins eru til meðferðar
hjá Ríkissaksóknara, og segir Elf-
ar þau komin í réttan farveg. ■
ELFAR AÐALSTEINSSON
Keypti í Stoke City Holding, rétt eins
og Lífeyrissjóður Austurlands gerði.
Elfar var varastjórnarformaður Stoke,
en er nú stjórnarformaður sjóðsins.
Hann kveðst ekki hafa þekkt sjóðinn
þegar hann átti í Stoke.
Elfar Aðalsteinsson um fjárfestingar Lífeyrissjóðs Austurlands:
Vissi ekki af kaupum í Stoke